22. janúar 2024
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Hagstofan vísitölu launa fyrir desember.
- Á fimmtudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu auk þess sem bráðabirgðaþjóðhagsreikningar verða birtir í Bandaríkjunum fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs.
Mynd vikunnar
Heildarútgjöld til rannsókna- og þróunarstarfs (R&Þ) á Íslandi árið 2022 námu 100 mö.kr., sem jafngildir um 2,7% af VLF samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í síðustu viku. Af Vestur-Evrópuríkjum er hlutfallið hæst í Belgíu og næsthæst í Svíþjóð. Hlutfallið er einnig hærra í Finnlandi og Danmörku en hér á landi en lítillega hærra hér en í Evrópusambandinu.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5% milli mánaða í desember. Árshækkun vísitölunnar mældist 4,5% og hefur árshækkunin aukist statt og stöðugt eftir að hafa náð lágmarki í 0,8% í júlí í fyrra. Auk vísitölu íbúðaverðs birti HMS vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um fasteignamarkaðinn í síðustu viku.
- Seðlabankinn birti kortaveltutölur fyrir desember. Alls nam greiðslukortavelta heimila 114 mö.kr. í desember og dróst saman um 1,5% á milli ára á föstu verðlagi. Þetta er níundi mánuðurinn í röð sem kortavelta heimila dregst saman á milli ára. Ekki er ólíklegt að einkaneysla hafi dregist saman á fjórða fjórðungi síðasta árs, eins og þeim þriðja, en Hagstofan birtir þjóðhagsreikninga fyrir 4. ársfjórðung 29. febrúar.
- Seðlabankinn birti yfirlitsfrétt um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða á árinu 2023.
- Verðbólga í Bretlandi mældist 4,0% í desember. Talan var hærri en búist var við og hækkaði árstakturinn á milli mánaða í fyrsta sinn síðan í febrúar 2023.
- Á hlutabréfamarkaði birti Sjóvá afkomuviðvörun, Marel barst uppfærða viljayfirlýsing frá JBT varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu, SKEL fjárfestingarfélag og Samkaup undirrituðu yfirlýsing undirrituð um könnunarviðræður vegna samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar og Alvotech birti upplýsingar um stöðu umsókna um markaðsleyfi fyrir AVT02 og AVT04 í Bandaríkjunum.
- Á skuldabréfmarkaði hélt Reitir skuldabréfaútboð, Ölgerðin seldi víxla og Lánasjóður sveitarfélaga hætti við fyrirhugað skuldabréfaútboð.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram. Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára. Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans. Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).Þú gætir einnig haft áhuga á

19. júní 2025
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.

16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

12. júní 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.

11. júní 2025
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.

10. júní 2025
Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Þá hefur halli á vöruviðskiptum aldrei verið meiri en í maí og hið sama má segja um innflutningsverðmæti, samkvæmt Hagstofu Íslands. Í næstu viku verða birtar atvinnuleysistölur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í maí.

6. júní 2025
Alls var 59,5 ma.kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi ársins. Viðskiptahalli Íslands hefur aldrei verið jafnmikill og á síðustu tveimur fjórðungum. Hann skýrist að verulegu leyti af stórfelldum innflutningi á tölvubúnaði vegna uppbyggingar á gagnaverum. Erlend staða þjóðarbúsins breyttist lítið á fjórðungnum.

5. júní 2025
Útgjöld til hernaðar- og varnarmála hafa stóraukist á síðustu árum, einkum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Leiðtogafundur NATO verður haldinn í Haag í lok mánaðarins og talið er að viðmið um útgjöld aðildarríkja til varnarmála verði hækkað til muna. Enn er óljóst upp að hvaða marki Ísland gæti þurft að auka varnartengd útgjöld. Aukin hernaðaruppbygging litar hagvaxtar- og verðbólguhorfur á heimsvísu og getur haft margþætt efnahags- og samfélagsleg áhrif.

2. júní 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

2. júní 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 3,8% í apríl og landsframleiðsla jókst um 2,6% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 11,6% á milli ára í apríl. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.

30. maí 2025
2,6% hagvöxtur mældist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar sem var birt í morgun. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum mældist 0,7% samdráttur á síðasta ári en ekki 0,5% hagvöxtur eins og áður var áætlað.