Viku­byrj­un 17. júlí 2023

Heildarvelta erlendra greiðslukorta í verslun hér á land var 42 ma.kr. í fyrra og samsvar það 7,3% af heildarveltu greiðslukorta, þ.e. bæði innlendra og erlendra, í verslun hér á landi.
Posi og greiðslukort
17. júlí 2023

Vikan framundan

  • Í dag birtir Seðlabankinn greiðslumiðlun fyrir júní.
  • Á þriðjudag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á fimmtudag birta Icelandair og Landsbankinn uppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs, við spáum að vísitalan hækki um 0,24% milli mánaða í júlí og að ársverðbólga fari í 7,9% úr 8,9%.

Mynd vikunnar

Heildarvelta erlendra greiðslukorta í verslun í fyrra var 42 ma.kr. og samsvar það 7,3% af heildarveltu greiðslukorta, þ.e. bæði innlendra og erlendra, í verslun. Þetta hlutfall er nokkuð misjafnt eftir tegundum verslana, en í fyrra var það 5,6% í stórmörkuðum og dagvöru og 16,6% í fataverslunum. Þetta hlutfall sveiflast nokkuð innan ársins, eins og við er að búast, og fór hlutfallið í fataverslun  hæst í um 30% í ágúst í fyrra.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Brottfarir erlendra ferðamanna voru um 233 þúsund í júní og var fjöldinn nánast sá sami og  á met ferðamannaárinu 2018 þegar 234 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð í júní. Utanlandsferðum Íslendinga fækkaði milli ára,  þær voru 55 þúsund í júní í ár en 66 þúsund í júní í fyrra. Í nýjustu Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar frá því í apríl spáðum við því að hingað kæmu 2,1 milljón ferðamanna í ár og renna þessar tölur frekari stoðum undir að fjöldinn gæti orðið nokkuð yfir þeirri spá.
  • Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 43 milljarð króna í júní. Uppsafnaður hallinn á fyrstu 6 mánuðum ársins er 166 milljarðar króna. Það var viðbúið að mikill halli yrði af vöruviðskiptum í ár, en að sama skapi nokkur ríflegur afgangur af þjónustuviðskiptum. Við teljum ennþá að afgangurinn að þjónustuviðskiptum, keyrður áfram af sterku ferðamannasumri, muni ná að vega upp á móti hallanum á vöruviðskiptum fyrir árið í heild og að viðskipti við útlönd verði í jafnvægi. Íslenska krónan hefur styrkst um 4,2% frá áramótum, ef miðað er við viðskiptavog þröng
  • Atvinnuleysi í júní mældist 2,9% og fór þar með niður fyrir 3% í fyrsta sinn síðan lok árs 2018. Atvinnuleysi er alla jafnaði lægst um hásumarið og gæti talan farið niður í 2,7% eða 2,8% næstu mánuði vegna þess. Við teljum ólíklegt að atvinnuleysi eigi eftir að fara mikið lægra en þetta þar sem að umframþörf eftir vinnuafl verður áfram mætt með aðfluttu vinnuafli.
  • Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 3,0% í júní og lækkaði úr 4,0% milli mánaða. Verðbólgan í BNA hefur ekki mælst lægri síðan í mars 2021, en verðbólgan fór hæst í 9,1% í júní í fyrra. Talan var aðeins lægri en búist var við.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 17. júlí 2023 (PDF)

Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.

Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur