Fjöldi ferða­manna í júní jafn­ar fyrra met

Um 233 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júní, nánast sami fjöldi og árið 2018. Ferðir Íslendinga til útlanda í júní voru 55 þúsund, töluvert færri en í fyrra.
Flugvél á flugvelli
10. júlí 2023

Brottfarir erlendra ferðamanna voru um 233 þúsund í júní og fjöldinn því nánast sá sami og árið 2018 þegar brottfarir voru 234 þúsund. Í síðasta mánuði voru brottfarirnar um 158 þúsund. Í nýjustu Þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar frá því í apríl spáðum við því að hingað kæmu 2,1 milljón ferðamenn og renna þessar tölur frekari stoðum undir að fjöldinn gæti orðið nokkuð yfir þeirri spá.

Bandaríkjamenn langfjölmennastir

Töluverður fjöldi Bandaríkjamanna kom til Íslands í júní en Ferðamálastofa taldi 101 þúsund brottfarir. Bandaríkjamenn áttu því 43% brottfara í mánuðinum. Þar á eftir komu Þjóðverjar með tæplega 18 þúsund brottfarir. Pólverjar voru þar á eftir með 16 þúsund brottfarir, en ætla má að stór hluti þeirra sé búsettur á Íslandi. Bretar og Frakkar voru þar á eftir, báðar þjóðir með um 10 þúsund brottfarir. Þessar tölur eru þó bara um brottfarir frá Keflavíkurflugvelli og telja því ekki alla ferðamenn, til dæmis frá skemmtiferðaskipum.

Utanlandsferðir Íslendinga færri

Utanlandsferðir Íslendinga í júní voru 55 þúsund og eru nokkuð færri en í júní í fyrra þegar brottfarir voru 66 þúsund. Að árunum 2020 og 2021 undanskildum hafa utanlandsferðir Íslendinga í júnímánuði ekki verið færri síðan 2015. Eitthvað hefur því dregið úr utanlandsferðum Íslendinga og gæti þetta verið önnur vísbending um tekið hafi að hægja á einkaneyslu. Kortavelta Íslendinga innanlands dróst saman í maí, þriðja mánuðinn í röð, en kortavelta erlendis jókst um 4,5% milli mánaða. Fjöldi utanlandsferða Íslendinga stóð í stað milli ára í maí og það verður því fróðlegt að sjá hvernig kortaveltutölurnar fyrir júní munu líta út.

Fjöldi gistinátta í maí aldrei fleiri

Samkvæmt nýlega birtum tölum Hagstofunnar hefur uppsafnaður fjöldi gistinátta aldrei verið meiri en í maí. Mestu munaði um aukningu í fjölda gistinótta Íslendinga sem hefur aukist hlutfallslega meira fjöldi gistinótta útlendinga.

Fjölmargir bílaleigubílar í umferð

Bílaleigubílum í umferð heldur áfram að fjölga og í júní voru rúmlega 28 þúsund bílar í umferð. Það gerir einn bílaleigubíl á hverja 8 ferðamenn sem fóru um Keflavíkurflugvöll í júní.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur