Vikubyrjun 15. janúar 2024
Alls fóru rétt rúmlega 2,2 milljónir erlendra ferðamanna um Leifsstöð á árinu 2023, eins og við gerðum ráð fyrir í hagspá okkar í október. Í þeirri spá gerðum við svo ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna árið 2024. Árið 2023 er næststærsta ferðamannaár frá upphafi, en árið 2018 komu hingað 2,3 milljónir ferðamanna. Árið sem var að líða rétt svo toppaði árið 2017, sem var áður næststærsta árið.

15. janúar 2024
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og Seðlabankinn birtir kortaveltutölur.
- Á miðvikudag verða birtar verðbólgutölur í Bretlandi.
Mynd vikunnar
Alls fóru rétt rúmlega 2,2 milljónir erlendra ferðamanna um Leifsstöð á árinu 2023, eins og við gerðum ráð fyrir í hagspá okkar í október. Ferðaþjónustan sótti í sig veðrið eftir því sem leið á árið og 2023 var næststærsta ferðamannaárið frá upphafi. Árið sem nú er gengið í garð gæti vel orðið stærsta ferðamannaár frá upphafi, en í hagspánni gerum við ráð fyrir jafnmörgum ferðamönnum og á metárinu 2018, eða 2,3 milljónum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Ferðmálastofa birti gögn yfir brottfarir um Leifsstöð fyrir desembermánuð. Í upphafi árs í fyrra voru ferðamenn nokkuð færri í hverjum mánuði en á metárinu 2018, en frá og með júnímánuði voru þeir álíka margir og þá. Í október og nóvember komu fleiri ferðamenn en sömu mánuði árið 2018 og í desember voru ferðamenn álíka margir og í sama mánuði 2018, þrátt fyrir óvissu vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga. Tölur Rannsóknaseturs verslunarinnar um veltu erlendra greiðslukorta hér á landi benda til þess að eyðsla erlendra ferðamanna hafi ekki haldið í við fjölgun þeirra.
- Við birtum verðbólguspá fyrir janúarmánuð á fimmtudaginn í síðustu viku, enda gerði Hagstofan verðmælingar í vikunni. Við teljum að verðbólga hjaðni milli mánaða, úr 7,7% í 7,2%. Í janúar vegast á gjaldskrárhækkanir og útsölur. Við spáum þónokkurri hjöðnun næstu mánuði og að verðbólgan verði 6,8% í febrúar, aukist svo í 6,9% mars og hjaðni í 5,7% í apríl.
- Skráð atvinnuleysi var 3,6% í desember og jókst úr 3,4% í nóvember. Atvinnuleysi í desember var 0,2 prósentustigum meira en í desember árið áður. Atvinnuleysi sveiflast þó nokkuð eftir árstíðum, er mest um hávetur og minnst á sumrin. Því borgar sig að skoða breytingar milli ára en ekki bara mánaða.
- Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 3,4% í desember og jókst úr 3,1%. Mælingin kom nokkuð óvart, en greinendur höfðu spáð verðbólgu upp á 3,2%. Hlutabréf lækkuðu í kjölfar birtingar þessara talna.
- Á hlutabréfamarkaði birtu Hagar og Ölgerðin uppgjör fyrir tímabilið 1. mars til 30. nóvember 2023. Icelandair og Play birtu flutningstölur fyrir desember.
- Á skuldabréfamarkaði héldu Landsbankinn og Íslandsbanki útboð á sértryggðum skuldabréfum. Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisbréfa og birtu Markaðsupplýsingar. Reykjavíkurborg birti útgáfuáætlun fyrir 2024.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram. Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára. Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans. Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).Þú gætir einnig haft áhuga á

19. jan. 2026
Kortavelta heimila heldur áfram að aukast á milli ára en velta erlendra korta hér á landi hefur tekið að dragast saman í takt við fækkun ferðamanna. Í vikunni birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

15. jan. 2026
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30% á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5% í 5,1%. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa er þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar.

13. jan. 2026
Atvinnuástandið hefur versnað smám saman og eftirspurn eftir vinnuafli er minni en áður. Atvinnuleysi hefur aukist hratt og mældist 4,4% í desember, en svo mikið hefur atvinnuleysi ekki mælst í rúmlega þrjú og hálft ár. Þessi þróun styður við markmið Seðlabankans um að draga úr þenslu í hagkerfinu og vinna bug á verðbólgu. Á sama tíma heldur neysla landsmanna áfram að aukast með hverjum mánuðinum, en heildarkortavelta hefur aukist um 6% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs frá sama tímabili árið áður.

12. jan. 2026
Breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst er hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja má að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.

12. jan. 2026
Skráð atvinnuleysi hélt áfram að aukast í desember og var 0,6 prósentustigum meira en á sama tíma árið áður. Álíka margir erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í fyrra og síðustu tvö ár á undan en utanlandsferðir Íslendinga voru 18% fleiri í fyrra en árið á undan. Þó nokkur óvissa ríkir um verðbólgumælingu janúarmánaðar, ekki síst í tengslum við breytta gjaldtöku á innflutningi og rekstri bíla. Við gefum út verðbólguspá næsta fimmtudag.

5. jan. 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

5. jan. 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.

22. des. 2025
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.

22. des. 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.

15. des. 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.