Vikubyrjun 15. febrúar 2021
Vikan framundan
- Á mánudaginn birta Reitir uppgjör.
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs og Seðlabankinn birtir kortaveltutölur fyrir janúar.
- Á miðvikudag verður fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar gerð opinber. Vísitala leiguverðs kemur frá Þjóðskrá og Kvika og TM birta uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Síminn uppgjör.
Mynd vikunnar
Frá aldamótum hefur að jafnaði verið hafin bygging á fleiri íbúðum á hverja 100.000 íbúa hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hér hefur verið hafin bygging á tæplega 670 íbúðum að meðaltali á hverja 100.000 íbúa á ári frá aldamótum, meðan fjöldinn er á bilinu 350-580 í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Athygli vekur að þó uppbyggingin sé að jafnaði meiri hér en annars staðar, eru sveiflurnar það einnig. Á árunum 2005-2008 var hafin bygging á um 1.300 íbúðum á hverja 100.000 íbúa á ári og fór svo niður í 45 þegar minnst var árið 2011. Síðan þá hefur fjöldi nýrra íbúða farið sífellt vaxandi og höfum við frá 2017 verið í farabroddi hvað uppbyggingu varðar.
Það helsta sem gerðist í liðinni viku
- Landsbankinn spáir 3,9% verðbólgu í febrúar.
- Meiri sveiflur einkenna íbúðamarkaðinn hér á landi en hjá nágrannaþjóðunum.
- Í Evrópu fækkaði gistinóttum á síðasta ári einna mest hér á landi.
- Verðhækkun á fasteignum var í fyrra var mismikil eftir hverfum.
- Icelandair, Eik, Reginn, Sjóvá, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn birtu ársuppgjör í vikunni.
- Icelandair seldi fjórðung hlutafjár í Icelandair Hotels fyrir um 440 m.kr. og hefur þá losað um eignarhald sitt á félaginu að fullu.
- Atvinnuleysi mældist 12,8% í janúar.
- Íslandsbanki gaf út sértryggt skuldabréf með gjalddaga 2027.
- Hagstofan áætlar að gistinætur á hótelum hafi dregist saman um 93% í janúar.
- Um 38% fyrirtækja voru með netsölu í fyrra.
- Brottfarir erlendra farþega voru 4.300 í janúar.
- Húsnæðislán jukust um tæpa 200 ma.kr. í fyrra.