Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 12. fe­brú­ar 2024

Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Smiður
12. febrúar 2024

Vikan framundan

  • Í dag birtir Reitir uppgjör.
  • Á þriðjudag birtir Eimskip uppgjör. Einnig verða birtar verðbólgutölur í Bandaríkjunum.
  • Á miðvikudag birtir Reginn uppgjör. Einnig verða birtar verðbólgutölur fyrir Bretland.
  • Á fimmtudag birta Eik og Kvika banki uppgjör.
  • Á föstudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun fyrir janúar.
  • Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana 28. febrúar.

Mynd vikunnar

Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru laus störf á Íslandi um það bil 2.700 færri en þeir sem voru skráðir á atvinnuleysisskrá. Verulega hefur slaknað á spennunni á vinnumarkaði frá því hún náði hámarki um mitt ár 2022. Þá var fjöldi atvinnulausra langt frá því að geta fyllt upp í laus störf. Slík spenna eykur launaþrýsting; fyrirtæki vilja bæta við sig starfsfólki en framboð af vinnuafli er ófullnægjandi. Því keppa fyrirtæki um starfsfólk og þurfa að bjóða góð kjör. Með hækkandi vaxtastigi hefur dregið úr spennu á vinnumarkaði og ekki ólíklegt að áhrifin komi skýrar fram á allra næstu mánuðum.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Peningastefnunefnd ákvað að halda vöxtum óbreyttum í síðustu viku. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, eru því áfram 9,25%. Ákvörðunin er í samræmi við væntingar en við, eins og flestir greinendur, höfðum spáð óbreyttum vöxtum. Framsýn leiðsögn var lítil sem engin og í yfirlýsingunni sagði að mótun peningastefnunnar myndi „ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga“.
  • Samhliða vaxtaákvörðuninni birti SÍ Peningamál með uppfærðri þjóðhagsspá. Bankinn gerir nú ráð fyrir aðeins minni hagvexti í ár, eða 1,9% í stað 2,6% í nóvember, og að spenna í þjóðarbúinu muni snúast í slaka undir lok árs. Verðbólguhorfur hafa því einnig batnað aðeins og gerir bankinn nú ráð fyrir 5,0% verðbólgu í ár í stað 5,7% í nóvember. Samkvæmt spánni ætti verðbólgan að vera 4,0% í lok árs.
  • Alls fóru 131 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð í janúar, nokkuð fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar 121 þúsund ferðamenn fóru um flugvöllinn. Íslendingar fóru þó í færri utanlandsferðir í janúar í ár en í fyrra. Brottfarirnar voru 37 þúsund nú í janúar en tæp 42 þúsund í janúar í fyrra.
  • Skráð atvinnuleysi var 3,8% í janúar, sem var 0,1 prósentustig meira en sama mánuð árið áður.
  • Arion banki, Festi (fjárfestakynning) Íslandsbanki, Marel (fjárfestakynning) Sjóvá, Play og SKEL fjárfestingarfélag birtu uppgjör.
  • Icelandair og Play birtu flutningstölur.
  • Kaldalón hélt skuldabréfaútboð, Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisbréfa og Arion banki hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 12. febrúar 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á ytri vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.