Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Laun hækka um tæpt pró­sent og kaup­mátt­ur mjak­ast upp á við

Launavísitalan hækkaði um 0,9% milli mánaða í mars, meira en síðustu tvo mánuði þar á undan. Hækkunin skýrist væntanlega aðallega af því að kjarasamningsbundnar launahækkanir Eflingarfélaga á almennum vinnumarkaði áttu sér stað í marsmánuði, en félagið samdi seinna en flest önnur félög á almenna markaðnum. Vegna hækkunarinnar eykst kaupmáttur lítillega milli mánaða. Sé horft á 12 mánaða breytingu kaupmáttar dregst hann þó saman um 0,3%.
2. maí 2023

Launavísitalan hækkaði um 0,9% milli mánaða í mars, eftir 0,4% hækkun í febrúar. Launavísitalan hækkaði lítið í janúar en um heil 4% í desember, þegar kjarasamningsbundnar hækkanir á almenna markaðnum komu inn í vísitöluna. Hækkunin í mars, um 0,9%, hefur þau áhrif að árshækkun launa fer úr 8,7% í 9,4%.

Kaupmáttur eykst um 0,4% milli mánaða

Hækkun launavísitölunnar leiðir til þess að kaupmáttur dregst ekki saman milli mánaða í mars, eins og hann gerði í janúar og febrúar, heldur hækkar um 0,4%. Kaupmáttur á ársgrundvelli dregst þó áfram saman, nú um 0,3%, enda er ársverðbólgan mun meiri nú en í mars í fyrra.

Ólík launaþróun milli atvinnugreina og starfsstétta

Samhliða birtingu launavísitölunnar fyrir marsmánuð birti Hagstofan niðurbrot vísitölunnar eftir starfsstéttum og atvinnugreinum fyrir janúarmánuð. Af starfsstéttum hafa laun hækkað mest milli ára meðal þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks, um 12,2%, og minnst meðal stjórnenda, um 8,6%. Árshækkun er þó nokkuð mikil í öllum stéttum, sérstaklega þeim sem undirrituðu kjarasamninga fyrir lok janúarmánaðar. Hækkanirnar skýrast þó sennilega einnig af launaskriði, enda sögulega mikil spenna á vinnumarkaði á síðustu mánuðum, sem nánar er fjallað um í nýlegri Hagsjá.

Ef bornar eru saman ólíkar atvinnugreinar má sjá að laun þeirra sem starfa við byggingarstarfsemi, heild- og smásöluverslun, rekstur gisti- og veitingastaða og framleiðslu hafa hækkað mest á síðustu 12 mánuðum, um á bilinu 10,1-12%. Laun þeirra sem starfa við veitustarfsemi hafa hækkað minnst, um 5,7%, og næstminnst laun þeirra sem starfa við fjármála- og tryggingarstarfsemi, um 8,2%. Ef horft er á mánaðarbreytingu hækkuðu laun síðastnefnda hópsins þó mest allra milli mánaða, en það skýrist af því að kjarasamningsbundin hækkun þess hóps kom inn í vísitöluna í janúar. Eðli málsins samkvæmt hafa kjarasamningsbundnar launahækkanir og tímasetningar á þeim mikil áhrif á launagögn þessa stundina og skýra að miklu leyti muninn á launaþróun milli hópa til skamms tíma.

Spáum 8,7% launahækkun á þessu ári og 7,8% á því næsta

Laun eru á meðal þeirra stærða sem við spáum fyrir um í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá . Þeir kjarasamningar sem hafa verið undirritaður á síðustu vikum og mánuðum gilda aðeins í eitt ár og því má búast við að strax í haust verði óvissan á vinnumarkaði sambærileg því sem var síðasta haust. Við búumst við að launahækkanir eftir næstu samningslotu, sem hefst í haust, verði svipaðar þeim sem samið var um í síðustu lotu. Með tímanum dragi þó lítillega úr launaskriði eftir því sem spennan á vinnumarkaði minnkar, þegar þættir á borð við vaxta- og launahækkanir þyngja róður fyrirtækja og draga ef til vill úr eftirspurn eftir vinnuafli. Við gerum ráð fyrir að laun hækki um 8,7% á þessu ári og svo 7,8% á næsta ári.

Merki um víxlverkun launa og verðlags

Launahækkanir á síðustu tólf mánuðum eru nokkuð ríflegri en þær hafa verið á síðustu árum, enda er verðbólga í hæstu hæðum og erfitt að ímynda sér að launafólk sætti sig við verulega kaupmáttarskerðingu. Við búumst við að kaupmáttur standi nokkurn veginn í stað á þessu ári, aukist um aðeins 0,2%, og svo um 1,5% á næsta ári. Nýjustu verðbólgutölur, sem lyftu ársverðbólgunni aftur upp í 9,9%, sýna hversu erfið viðureignar verðbólgan er. Við búumst við að hún verði þrálát og haldi áfram að éta upp launahækkanir, sem vissulega eiga þó sinn þátt í því að kynda undir hana.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.
27. okt. 2025
Vikubyrjun 27. október 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.
Hagspá október 2025
22. okt. 2025
Kólnandi kerfi en kraftmikil neysla
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Greiðsla
20. okt. 2025
Vikubyrjun 20. október 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  
Flugvél
16. okt. 2025
Spáum 4,2% verðbólgu í október
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.