Orlofsreikningar

Orlofsreikningar

Nr. 1537-01  |  Mars 2020

Stofnun

 • Orlofsreikningur er verðtryggður innlánsreikningur, sbr. reglur Seðlabanka Íslands nr. 877/2018 um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, með síðari breytingum.
 • Orlofsreikningur er stofnaður að beiðni launagreiðanda í nafni launþega til viðtöku og vörslu orlofslauna í samræmi við 7. gr. laga nr. 30/1987 um orlof.
 • Samhliða stofnun orlofsreiknings skráir bankinn reikning launþega, samkvæmt upplýsingum frá launagreiðanda, sem notaður er til viðtöku orlofslauna.
 • Launagreiðandi ber ábyrgð á að vinnsla og miðlun persónuupplýsinga um launþega samræmist lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þ. á m. að fræða launþega um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við stofnun orlofsreiknings.

Binditími

 • Innstæða er bundin til 10. maí ár hvert.
 • Í lögum nr. 30/1987 um orlof er kveðið á um greiðslu orlofslauna utan orlofstímabils.

Innborgun

 • Landsbankinn ber ekki ábyrgð á innheimtu orlofslauna.

Ávöxtun

 • Um verðbætur gilda ákvæði reglna Seðlabanka Íslands nr. 877/2018.
 • Innborganir bera vexti frá og með næsta degi eftir að fjármunirnir eru lagðir inn. Dagurinn fyrir úttekt er síðasti vaxtadagur úttekinnar fjárhæðar.
 • Vextir eru breytilegir í samræmi við vaxtaákvörðun Landsbankans á hverjum tíma. Vextir eru birtir í vaxtatöflu bankans sem er aðgengileg á vef bankans.

Útborgun

 • Vextir eru reiknaðir, fjármagnstekjuskattur dreginn af innstæðunni og innstæðan færð af orlofsreikningi inn á reikning launþega þann 10. maí ár hvert.
 • Þegar engin innstæða er á orlofsreikningi og hann hefur staðið óhreyfður í 18 mánuði er hann eyðilagður.

Aðrir skilmálar