Stefna og skipulag
Landsbanki nýrra tíma
Okkar markmið er að einfalda líf viðskiptavina með aðgengilegri þjónustu og góðri ráðgjöf.
Stefna Landsbankans
Stefna Landsbankans fjallar um þær miklu breytingar sem eiga sér stað í umhverfinu. Bankinn þarf að vera í stöðugri þróun til að geta farið fram úr væntingum.
Við setjum ánægju viðskiptavina í fyrsta sæti, höldum áfram öflugri uppbyggingu tæknimála og innleiðum árangursdrifnari menningu sem styrkir rekstur og skapar aukið frumkvæði.
Við viljum auðvelda viðskiptavinum lífið, nýta tæknina til að gera bankann sveigjanlegri og aðgengilegri, efla ráðgjöf, auka sérfræðikunnáttu starfsfólks og nýsköpun í vöruframboði.
Viðskiptavinir okkar eiga að geta sinnt öllum sínum bankaviðskiptum hvar og hvenær sem er og aukin tæknivæðing bankans gerir þetta mögulegt. Við leggjum líka áherslu á að einfalda ferla til að flýta ákvörðunartöku og svara viðskiptavinum fyrr.
Kjarni stefnunnar er hugmyndin um gagnkvæmt traust og mannlega sýn á bankaviðskipti. Við viljum nýta alla kosti tækninnar án þess að glata því mannlega í okkar starfi. Við veitum viðskiptavinum sömu mikilvægu þjónustuna og áður en á alveg nýjan hátt.
Það er Landsbanki nýrra tíma.
Nánari upplýsingar um stefnuna í árs- og sjálfbærniskýrslu bankans.
Skipurit bankans
Svið bankans eru sjö: Einstaklingar, Fyrirtæki, Eignastýring og miðlun, Fjármál og rekstur, Áhættustýring, Upplýsingatækni og Samfélag. Bankastjóri og framkvæmdastjórar sviðanna skipa framkvæmdastjórn bankans.

Eignarhald
Eigendur Landsbankans eru um það bil 900 talsins, þar af er ríkissjóður stærsti eigandinn með 98,2% eignarhlut. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkissjóðs í bankanum.
Dóttur- og hlutdeildarfélög
Dótturfélög Landsbankans eru þau félög sem bankinn á yfir 50% eignarhlut í. Til hlutdeildarfélaga teljast þau félög sem bankinn hefur fjárfest í til langs tíma og þar sem eignarhlutur er umtalsverður en þó aldrei meiri en 50%.
Húsnæðismál bankans
Flutningum í nýtt húsnæði Landsbankans við Reykjastræti 6 lauk í september 2023. Við hönnun hússins var lögð áhersla á að reisa vandað, vel hannað og fallegt hús sem myndi sóma sér vel á þessum mikilvæga stað í miðborg Reykjavíkur.
Hér má finna samþykktir Landsbankans sem samþykktar voru á aðalfundi bankans þann 23. mars 2023.
Siðareglur bankans gilda um samskipti starfsmanna við viðskiptavini, samstarfsmenn, eftirlitsaðila, hluthafa, samkeppnisaðila og aðra sem eiga hagsmuna að gæta.
Bankinn fylgir viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja og gerir grein fyrir þessum þætti í stjórnarháttayfirlýsingu ár hvert.