LEI-kóði

LEI-kóði lögaðila

LEI-kóði (e. legal entity identifier) er alþjóðlegur 20 stafa kóði til auðkenningar lögaðila.

Hverjir þurfa að afla sér LEI-kóða?

Lögaðilar sem eiga viðskipti með fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á markaði, eða viðskipti með afleiður þurfa að afla sér LEI-kóða og upplýsa Landsbankann um hann. Viðskiptavinir sem ætla eingöngu að eiga viðskipti með verðbréfa- og fjárfestingarsjóði, s.s. með sjóði Landsbréfa, þurfa ekki að upplýsa um LEI-kóða. Fjármálafyrirtæki styðjast við LEI-kóða í skýrslugjöf til eftirlitsaðila vegna viðskipta með fjármálagerninga.

Hvernig fær lögaðili LEI-kóða?

Lögaðilar þurfa að sækja sérstaklega um LEI-kóða hjá viðurkenndum útgefendum erlendis og viðhalda honum árlega. Leita má að skráðum LEI-kóðum og gildistíma þeirra í leitarvél á heimasíðu GLEIF (e. Global Legal Entity Identifier Foundation).Viðurkenndir útgefendur LEI-kóða innheimta gjöld vegna útgáfu þeirra og eru útgefendur meðal annars:

Hvernig upplýsi ég Landsbankann um LEI-kóða?

Senda má upplýsingar um LEI-kóða lögaðila í tölvupósti á netfangið lei@landsbankinn.is og tilgreina þar einnig nafn lögaðila og íslenska kennitölu.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Tryggja virkni vefsins

Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins

Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar

Nánar um vefkökur