Fasteignagrunnur

Fasteignagrunnur – óverðtryggður

Nr. 1502-04  |  Júní 2018

Stofnun

 • Óverðtryggður Fasteignagrunnur er ætlaður einstaklingum á aldrinum 15-35 ára sem vilja spara fyrir húsnæðiskaupum.
 • Skilyrði fyrir stofnun reikningsins er að gerður sé samningur um reglubundinn sparnað.
 • Ekki er hægt að leggja inn á reikninginn eftir að 35 ára aldri er náð.
 • Hver einstaklingur getur aðeins stofnað einn Fasteignagrunn.

Binditími

 • Óverðtryggður Fasteignagrunnur er bundinn að lágmarki í 12 mánuði frá fyrstu innborgun.
 • Ef reikningseigandi er ófjárráða er reikningurinn bundinn til 18 ára aldurs reikningseiganda, þó að lágmarki í 12 mánuði frá fyrstu innborgun.

Ávöxtun

 • Innborganir bera vexti frá innborgunardegi og að útborgunardegi (inn- og útborgunardagar bera ekki vexti).
 • Vextir leggjast við höfuðstól um áramót og við eyðileggingu eftir binditíma.
 • Áfallnir og bókaðir vextir eru ekki lausir til útborgunar fyrr en við útborgun.

Útborgun

 • Aðeins er hægt að taka einu sinni út af Fasteignagrunni. Við úttekt er öll innstæða reikningsins greidd út ásamt áunnum vöxtum að frádregnum fjármagnstekjuskatti og reikningnum lokað.

Aðrir skilmálar


Fasteignagrunnur – verðtryggður

Stofnun

 • Verðtryggður Fasteignagrunnur er ætlaður einstaklingum á aldrinum 15-35 ára sem vilja spara fyrir húsnæðiskaupum.
 • Skilyrði fyrir stofnun reikningsins er að gerður sé samningur um reglubundinn sparnað.
 • Ekki er hægt að leggja inn á reikninginn eftir að 38 ára aldri er náð.
 • Hver einstaklingur getur aðeins stofnað einn Fasteignagrunn.

Binditími

 • Verðtryggður Fasteignagrunnur er bundinn að lágmarki í 36 mánuði.
 • Eftir umsaminn binditíma er innstæðan laus í einn mánuð, binst eftir það í fimm mánuði, er síðan aftur laus í einn mánuð o.s.frv., sbr. reglur Seðlabanka Íslands um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár nr. 492/2001.

Ávöxtun

 • Innborganir bera vexti frá innborgunardegi og að útborgunardegi (inn- og útborgunardagar bera ekki vexti).
 • Vextir leggjast við höfuðstól um áramót og við eyðileggingu eftir binditíma.
 • Áfallnir og bókaðir vextir eru ekki lausir til útborgunar fyrr en við útborgun.
 • Verðbætur eru færðar í lok hvers mánaðar og bindast eins og binditími reikningsins kveður á um.

Útborgun

 • Aðeins er hægt að taka einu sinni út af Fasteignagrunni. Við úttekt er öll innstæða reikningsins greidd út ásamt áunnum vöxtum að frádregnum fjármagnstekjuskatti, og reikningnum lokað.

Aðrir skilmálar