Réttindagátt viðskiptavina


Beiðni um aðgang að persónuupplýsingum

Einstaklingur getur óskað eftir afriti af þeim persónuupplýsingum sem bankinn notar við vinnslu.

Nánar

Beiðni um leiðréttingu persónuupplýsinga

Einstaklingur getur óskað eftir að óáreiðanlegar eða ófullgerðar persónuupplýsingar er hann varðar verði leiðréttar.

Nánar

Beiðni um eyðingu persónuupplýsinga

Einstaklingur hefur rétt til að krefjast þess í ákveðnum tilvikum að Landsbankinn eyði persónuupplýsingum án ótilhlýðilegrar tafar, þetta er þó háð ákveðnum skilyrðum.

Nánar

Beiðni um takmörkun vinnslu persónuupplýsinga

Einstaklingur getur óskað eftir að Landsbankinn takmarki vinnslu persónuupplýsinga í ákveðnum tilvikum.

Nánar

Beiðni um flutning eigin persónuupplýsinga

Einstaklingur hefur rétt til þess að Landsbankinn flytji tilteknar persónuupplýsingar, sem varða hann sjálfan, beint til annarra fyrirtækja, stofnana ef það er tæknilega framkvæmanlegt eða til einstaklinganna sjálfra á algengu tölvulesanlegu sniði.

Nánar

Tilkynning um andmæli vinnslu persónuupplýsinga

Einstaklingur getur andmælt vinnslu persónuupplýsinga í tvenns konar tilvikum. Annars vegar andmæla að persónuupplýsingar séu unnar í þágu markaðssetningar og hins vegar andmæla vinnslu, sem fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna bankans, vegna sérstakra aðstæðna sinna.

Nánar

Þegar þú sendir Landsbankanum beiðni í réttindagáttinni afhendir þú bankanum persónuupplýsingar um þig sem eru nauðsynlegar til að afgreiða beiðnina og eftir atvikum hafa samband við þig vegna hennar. Ekki er unnt að afgreiða beiðnir þeirra sem ekki geta sannað á sér deili.