Vikubyrjun 8. maí 2023

Vikan framundan
- Í dag birta Icelandair og Play flutningstölur fyrir apríl.
- Á miðvikudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í apríl og Ferðamálastofa birtir fjölda brottfara um Leifsstöð í apríl. Reginn og Sýn birta uppgjör fyrir 1. ársfjórðung.
- Á fimmtudag birtir Kvika banki uppgjör fyrir 1. ársfjórðung.
Mynd vikunnar
Heildarlaun fólks í fullu starfi voru að meðaltal 871 þúsund króna í fyrra. Jafn stórt hlutfall fullvinnandi karla og kvenna voru með laun á bilinu 800 til 850 þúsund krónur á mánuði. Hlutfallslega fleiri karlar (33%) voru þó með meira en milljón krónur á mánuði heldur en konur (18%) og rúmlega tvisvar sinnum fleiri karlar (8,5%) en konur (3,8%) voru með laun hærri en 1,5 milljón. Það var tvisvar sinnum algengara að konur (10%) væru með laun undir 500 þúsund á mánuði en karlar (5%). Þessi munur skýrist eflaust að hluta til af því að karlmenn unnu almennt fleiri vinnustundir. Að auki er munar á í hvaða atvinnugreinum karlar og konur unnu, en mun algengari er að konur vinna hjá hinu opinbera og einnig algengari að þær vinni við þjónustu og umönnun samkvæmt gögnum Hagstofunnar.
Helsta frá vikunni sem leið
- Uppgjörstímabilið er í fullum gangi, en Nova klúbburinn, Festi (fjárfestakynning), Marel (fjárfestakynning), Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn og VÍS (fjárfestakynning) birtu öll uppgjör fyrir 1. ársfjórðung.
- Hagstofan birti samantekt á vinnumarkaðnum fyrir 1. ársfjórðung, þjónustujöfnuð fyrir janúar og laun og tekjur fyrir 2022.
- Alvotech tilkynnti að félagið hefði hafið klíníska rannsókn á nýrri líftæknilyfjahliðstæðu.
- Evrópski seðlabankinn og sá bandaríski hækkuðu vexti um 0,25 prósentustig.
- Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð og Kvika gaf út skuldabréf í norskum og sænskum krónum.
- Vátryggingafélag Íslands og hluthafar Fossa undirrituðu samningu um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.








