7. mars 2022 - Hagfræðideild
Vikan framundan
- Í dag birtir Icelandair flutningstölur fyrir febrúar.
- Á þriðjudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi í febrúar.
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í febrúar og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi í febrúar. Síldarvinnslan birtir ársuppgjör þennan dag.
Mynd vikunnar
Samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar mældist 4,3% hagvöxtur árið 2021. Meðalmannfjöldi jókst um 1,8% milli ára og jókst því landsframleiðsla á mann um 2,5%. Landsframleiðslan á mann var um 8,7 milljónir króna 2021 sem er 6,2% lægra en 2019. Til samanburðar var landsframleiðsla á mann einungis 4,8 milljónir króna árið 1980 (á verðlagi ársins 2021).
Efnahagsmál
- Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands mældist 4,3% hagvöxtur á síðasta ári, þar af 4,4% á fjórða ársfjórðungi. Þetta var þriðji ársfjórðungurinn í röð sem hagvöxtur mælist. Hagvöxturinn á fjórða fjórðungi var nokkuð minni en á öðrum og þriðja fjórðungi, þegar hann var 6,6% og 6,8%. Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu á síðasta ári var 5%.
- Á síðasta ári var 90 ma.kr. (2,8% af VLF) halli á viðskiptum við útlönd. Þetta var mun lakari niðurstaða en árið á undan þegar um 24 ma.kr. afgangur mældist. 2021 var fyrsta árið síðan árið 2012 sem halli mælist á viðskiptum við útlönd. Þrátt fyrir halla batnaði erlend staða þjóðarbúsins um 315 ma.kr. (9,4% af VLF) á árinu.
- Herdís Steingrímsdóttir var skipuð í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
- Heildaraflaverðmæti íslenskra fiskiskipa var 162 ma.kr. á síðasta ári sem er 13,8 ma. kr. (9%) aukning milli ára. Munar þar mest um aflaverðmæti loðnu sem var 10,8 ma. kr. á síðasta ári en ekki neitt árið áður.
- Hagstofan birti í vikunni:
Gistinætur í janúar
Fjöldi launagreiðenda í janúar
Tilraunatölfræði um launasummu í janúar - Seðlabankinn birti talnaefni um:
Lánasjóði ríkisins
Önnur fjármálafyrirtæki
Verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði
Stöðu markaðsverðbréfa
Verðbréfafjárfestingu
Fjármálamarkaðir
- Við birtum mánaðarleg yfirlit yfir hlutabréfamarkaðinn, sértryggð skuldabréf og gjaldeyrismarkaðinn í febrúar.
- Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Árborg lauk skuldabréfaútboð og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
16. sept. 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
5. sept. 2024
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. sept. 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
30. ágúst 2024
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
29. ágúst 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár.
27. ágúst 2024
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.