Vikubyrjun 7. febrúar 2022

Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Skeljungur ársuppgjör.
- Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum, við spáum 0,75 prósentustiga hækkun. Arion banki og Festi birta uppgjör þennan dag.
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa talningu á brottförum um Leifsstöð og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi. Íslandsbanki, Reginn og Sjóvá birta uppgjör. Við fáum síðan verðbólgutölur frá Bandaríkjunum þennan dag.
- Í vikunni fara fram verðmælingar vegna febrúarmælingu vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana föstudaginn 25. febrúar.
Mynd vikunnar
Í könnun meðal markaðsaðila sem var framkvæmd í janúar 2021 gerðu markaðsaðilar almennt ráð fyrir að Peningastefnunefnd myndi halda vöxtum bankans óbreyttum út árið. Samhliða aukinni verðbólgu, versnandi verðbólguhorfum og hækkun vaxta hafa markaðsaðilar hækkað spár sínar. Samkvæmt nýjustu könnun, sem var framkvæmd 24.-26. Janúar, búast markaðsaðilar við að Peningastefnunefnd hækki vexti um 0,5 prósentustig í næstu viku og að meginvextir Seðlabankans verði komnir í 3,25% í lok árs. Þess ber að geta að nýjasta könnun var gerð áður en janúarmæling vísitölu neysluverðs var birt, en sú mæling var mun hærri en búist var við.
Efnahagsmál
- Hagstofan birti gistinætur í desember, tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar greiðslur í desember, þjónustujöfnuð í október, samantekt úr vinnumarkaðsrannsókn sinni fyrir 4. ársfjórðung og gjaldþrot og fyrri virkni fyrirtækja í desember.
- Ferðamálastofa birti skiptingu brottfarafarþega í janúar eftir þjóðerni, mánaðarlega Ferðaþjónustan í tölum samantekt sína og greiningu á fjárhagslegri stöðu íslenskrar ferðaþjónustu.
- Seðlabankinn birti talnaefni um lífeyrissjóði og stöðu markaðsverðbréfa.
Fjármálamarkaðir
- Icelandair (fjárfestakynning), Landsbankinn, Marel (fjárfestakynning) og Origo birtu ársuppgjör.
- VÍS birti afkomuviðvörun.
- Töluverðar lækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum flestra stærstu viðskiptalanda Íslands í janúar.
- Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í janúar. Seðlabankinn greip tvisvar inn í markaðinn í janúar og keypti í bæði skiptin evrur til þess að vinna á móti styrkingu krónunnar.
- Við birtum mánaðarlegt yfirlit yfir sértryggð skuldabréf.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa. Kvika banki gaf út skuldabréf í evrum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









