Viku­byrj­un 5. júní 2023

Alla fjórar kjarnavísitölurnar sem Hagstofan gefur út samhliða vísitölu neysluverðs lækkuðu lítillega á milli mánaða í maí. Það hefur ekki gerst síðan í nóvember í fyrra og má hugsanlega túlka sem jákvæð teikn í nýjustu verðbólgutölunni.
5. júní 2023

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
  • Á föstudaginn birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um brottfarir um Leifsstöð.

Mynd vikunnar

Vísitala neysluverðs hækkaði minna á milli mánaða í síðustu verðmælingu Hagstofunnar en við höfðum spáð. Verðbólgan lækkaði úr 9,9% í 9,5%. Þó ekki megi draga of miklar ályktanir af hreyfingum á milli mánaða var örlitlar jákvæðar vísbendingar að finna í þessari vísitölumælingu. Ein af þeim er að allar kjarnavísitölurnar sem Hagstofan birtir lækkuðu á milli mánaða í maí, en það hefur ekki gerst síðan í nóvember í fyrra. Hagstofan reiknar og birtir fjórar mismunandi kjarnavísitölur þar sem búið er að fjarlægja sveiflukennda liði til að betur sé hægt að meta undirliggjandi verðbólgu. Önnur jákvæð vísbending var að undirliðum vísitölunnar sem hafa hækkað um meira en 5% á síðustu 12 mánuðum fækkaði á milli mánaða í maí. Verðbólgan hefur reynst þrálátari en við gerðum ráð fyrir, en við bindum vonir við að toppnum hafi verið náð og að verðbólgan dragist hægt og rólega saman á næstu mánuðum.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Hagstofa Íslands gaf út þjóðhagsreikninga fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2023. Hagvöxtur mældist 7% á milli ára, mun meiri en á fjórða ársfjórðungi 2022, þegar mældist 3,1% hagvöxtur. Einkaneysla og utanríkisviðskipti áttu stærstan þátt í auknum hagvexti á fjórðungnum. Einkaneysla jókst um 4,9% á milli ára sem skýrist líklega fyrst og fremst af launahækkunum samkvæmt nýjum kjarasamningum.  Þjónustuútflutningur bar aukinn útflutningsvöxt uppi, þar sem ferðaþjónustan vegur mest. 
  • Alls var 10,1 ma.kr. halli af viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Þetta var rúmlega 20 ma.kr. betri niðurstaða en á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þetta skýrist af því að afgangur af þjónustuviðskiptum jókst samhliða fjölgun erlendra ferðamann og í stað halla á frumþáttatekjum í fyrra mældist afgangur nú í ár vegna verri afkomu fyrirtækja í erlendri eigu.
  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gaf út fasteignamat fyrir 2024  Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 11,7% og þar af hækkar fasteignamat íbúða um 13,7% á milli ára. Fasteignamatið hækkaði meira á landsbyggðinni, um 16,1%, en á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hækkaði um 13,1%.  
  • Hagdeild HMS mánaðarskýrslu fyrir maí.
  • Lánamál ríkisins hélt útboð ríkisbréfa og Iceland Seafood hélt víxlaútboð.
  • Sjóvá birti uppgjör 1. ársfjórðungs.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 5. júní 2023 (PDF)

Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.

Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Frosnir ávextir og grænmeti
30. ágúst 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,6% í 7,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% milli mánaða í ágúst og við það jókst ársverðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við eigum þó enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og gerum nú ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 6,4% í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í apríl 2021 þar sem húsnæði ber ekki ábyrgð á stærstum hluta verðbólgunnar. Nú bera bæði innfluttar vörur og þjónusta ábyrgð á stærri hluta verðbólgunnar en húsnæði.
Ferðafólk
28. ágúst 2023
Vikubyrjun 28. ágúst 2023
Í síðustu viku hækkaði Peningastefnunefnd vexti um 0,5 prósentustig. Auk þess birti SÍ Peningamál, HMS birti mánaðarskýrslu, Hagstofan birti veltu skv. VSK-skýrslum og vöru- og þjónustujöfnuð, auk þess sem nokkur uppgjör voru birt. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágúst og þjóðhagsreikninga fyrir 2. ársfjórðung.
21. ágúst 2023
Vikubyrjun 21. ágúst 2023
Óleiðréttur launamunur karla og kvenna dróst saman árið 2022 frá fyrra ári úr 10,2% í 9,1%. Við útreikning á óleiðréttum mun er reiknað meðaltímakaup karla og kvenna fyrir októbermánuð hvers árs. Bæði grunnlaun og allar aukagreiðslur, eins og vegna álags eða bónusa, eru teknar með.
Fataverslun
17. ágúst 2023
Spáum 7,5% verðbólgu í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok hafa mest áhrif til hækkunar milli mánaða samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er húsnæðisverð og árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda.
16. ágúst 2023
Spáum 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%.
Íbúðahús
16. ágúst 2023
Vísitala íbúðaverðs lækkar annan mánuðinn í röð
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8% milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölunnar minnkaði úr 2,7% í 0,8% og hefur ekki mælst jafn lítil síðan í janúar 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 17% færri í júní en í sama mánuði í fyrra.
Flugvöllur, Leifsstöð
14. ágúst 2023
Vikubyrjun 14. ágúst 2023
275 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí samkvæmt tölum sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi. Erlendir ferðamenn hafa aðeins einu sinni verið fleiri í júlímánuði, á metferðamannaárinu 2018 þegar þeir voru tæplega 279 þúsund. Brottfarir Íslendinga voru tæplega 71 þúsund talsins í júlí, fleiri en nokkurn tímann í júlímánuði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur