Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 5. júní 2023

Alla fjórar kjarnavísitölurnar sem Hagstofan gefur út samhliða vísitölu neysluverðs lækkuðu lítillega á milli mánaða í maí. Það hefur ekki gerst síðan í nóvember í fyrra og má hugsanlega túlka sem jákvæð teikn í nýjustu verðbólgutölunni.
5. júní 2023

Vikan framundan

  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
  • Á föstudaginn birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um brottfarir um Leifsstöð.

Mynd vikunnar

Vísitala neysluverðs hækkaði minna á milli mánaða í síðustu verðmælingu Hagstofunnar en við höfðum spáð. Verðbólgan lækkaði úr 9,9% í 9,5%. Þó ekki megi draga of miklar ályktanir af hreyfingum á milli mánaða var örlitlar jákvæðar vísbendingar að finna í þessari vísitölumælingu. Ein af þeim er að allar kjarnavísitölurnar sem Hagstofan birtir lækkuðu á milli mánaða í maí, en það hefur ekki gerst síðan í nóvember í fyrra. Hagstofan reiknar og birtir fjórar mismunandi kjarnavísitölur þar sem búið er að fjarlægja sveiflukennda liði til að betur sé hægt að meta undirliggjandi verðbólgu. Önnur jákvæð vísbending var að undirliðum vísitölunnar sem hafa hækkað um meira en 5% á síðustu 12 mánuðum fækkaði á milli mánaða í maí. Verðbólgan hefur reynst þrálátari en við gerðum ráð fyrir, en við bindum vonir við að toppnum hafi verið náð og að verðbólgan dragist hægt og rólega saman á næstu mánuðum.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Hagstofa Íslands gaf út þjóðhagsreikninga fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2023. Hagvöxtur mældist 7% á milli ára, mun meiri en á fjórða ársfjórðungi 2022, þegar mældist 3,1% hagvöxtur. Einkaneysla og utanríkisviðskipti áttu stærstan þátt í auknum hagvexti á fjórðungnum. Einkaneysla jókst um 4,9% á milli ára sem skýrist líklega fyrst og fremst af launahækkunum samkvæmt nýjum kjarasamningum.  Þjónustuútflutningur bar aukinn útflutningsvöxt uppi, þar sem ferðaþjónustan vegur mest. 
  • Alls var 10,1 ma.kr. halli af viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Þetta var rúmlega 20 ma.kr. betri niðurstaða en á fyrsta ársfjórðungi 2022. Þetta skýrist af því að afgangur af þjónustuviðskiptum jókst samhliða fjölgun erlendra ferðamann og í stað halla á frumþáttatekjum í fyrra mældist afgangur nú í ár vegna verri afkomu fyrirtækja í erlendri eigu.
  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gaf út fasteignamat fyrir 2024  Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 11,7% og þar af hækkar fasteignamat íbúða um 13,7% á milli ára. Fasteignamatið hækkaði meira á landsbyggðinni, um 16,1%, en á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hækkaði um 13,1%.  
  • Hagdeild HMS mánaðarskýrslu fyrir maí.
  • Lánamál ríkisins hélt útboð ríkisbréfa og Iceland Seafood hélt víxlaútboð.
  • Sjóvá birti uppgjör 1. ársfjórðungs.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 5. júní 2023 (PDF)

Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.

Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
7. maí 2025
Stór hluti íslensks vöruútflutnings til Bandaríkjanna undanþeginn tollum
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.
Dollarar og Evrur
5. maí 2025
Vikubyrjun 5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.
2. maí 2025
Mánaðamót 2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fasteignir
2. maí 2025
Leiguverð á hraðari uppleið en kaupverð undanfarið
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð. 
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.