Viku­byrj­un 28. nóv­em­ber 2022

Það er ekki bara hér á landi sem Seðlabankinn hefur hækkað vexti til að reyna að slá á verðbólguna. Seðlabankar flest allra þróaðra ríkja, að Japan undanskildu, hafa hækkað vexti frá upphafi árs 2021.
Seðlabanki Íslands
28. nóvember 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við eigum von á að vísitalan hækki um 0,27% milli mánaða og að ársverðbólgan lækki úr 9,4% í 9,3%.
  • Á miðvikudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir 3. ársfjórðung.
  • Á fimmtudag birtir Seðlabankinn greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins fyrir 3. ársfjórðung.

Mynd vikunnar

Það er ekki bara hér á landi sem Seðlabankinn hefur hækkað vexti til að reyna að slá á verðbólguna. Seðlabankar flest allra þróaðra ríkja, að Japan undanskildu, hafa hækkað vexti frá byrjun árs 2021. Vextir eru hækkaðir þrátt fyrir frekar lakar hagvaxtarhorfur í sumum ríkjanna. Nú síðast í síðustu viku hækkaði seðlabanki Nýja-Sjálands vexti um 0,75 prósentustig sem er mesta hækkun bankans í einni ákvörðun síðan 1999.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði vexti bankans um 0,25 prósentustig. Eftir ákvörðunina eru meginvextir SÍ, sjö daga bundin innlán, 6%. Við höfðum spáð því að vöxtum yrði haldið óbreyttum, en töldum þó ekki ólíklegt að þeir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig, enda hafa verðbólguhorfur versnað lítillega, íbúðaverð hækkað umfram spár, gengið veikst og væntingar að sumu leyti versnað.
  • Samhliða vaxtaákvörðuninni birti Seðlabankinn nóvemberhefti Peningamála með nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Bankinn lækkaði lítillega spá sína um hagvöxt í ár, úr 5,9% í 5,6%, en hækkaði spá sína fyrir 2023 úr 1,9% í 2,8%. Bankinn gerir nú ráð fyrir aðeins minni verðbólgu á yfirstandandi fjórðungi og megnið af næsta ári, en gerir enn ráð fyrir um 4,3% verðbólgu á 4. ársfjórðungi 2023.
  • Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mánaða í október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%, sem er minna en ársverðbólgan sem mældist 9,4% í október. Október er fimmti mánuðurinn í röð sem árshækkun launa er minni en ársverðbólga, en þar áður hefur árshækkun vísitölu launa verið hærri en verðbólga samfleytt síðan í maí 2010.
  • Samkvæmt bráðabirgðatölum var 40 ma.kr. afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði á 3. ársfjórðungi. 3. ársfjórðungur er alla jafna sá fjórðungur sem kemur best út, enda er háannatími ferðaþjónustu í júlí og ágúst. Það var halli á 1. og 2. ársfjórðungi (32 ma. kr. og 9 ma. kr.) í ár, þannig að fyrstu níu mánuðir ársins komu út nokkurn veginn í jafnvægi (1 ma. kr. halli). Við teljum nokkuð öruggt að það verði halli á vöru- og þjónustuviðskiptum á 4. ársfjórðungi og því halli á árinu í heild.
  • Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Að mati deildarinnar gefa helstu hagvísar til kynna að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé að dragast saman.
  • Tilkynnt var um niðurstöður úr tveimur skuldabréfaútboðum í vikunni. Kvika banki lauk útboði á grænum skuldabréfum og Útgerðarfélag Reykjavíkur lauk víxlaútboði.
  • Á hlutabréfamarkaði birti Síldarvinnslan árshlutauppgjör og Hagar birtu afkomuviðvörun.
  • Loks minnum við á hlaðvarpsþátt sem við tókum upp í síðustu viku. Þar ræða sérfræðingar bankans um stýrivaxtaákvörðunina og hvernig fjármálakerfið getur brugðist við loftslagsvandanum.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 28. nóvember 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur