Mjög mis­mun­andi launa­hækk­an­ir hópa á samn­ings­tíma­bil­inu

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%. Launahækkanir halda ekki lengur í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið.
Siglufjörður
23. nóvember 2022

Kaupmáttur lætur undan síga

Verðbólga mældist 9,4% í október 2022. Árshækkun launavísitölunnar var 7,9% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 1,4% milli októbermánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í október var 3,9% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni.

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði runnu út í lok október og var kaupmáttur í október að meðaltali 6,9% meiri en í mars 2019, mánuði áður en nýir kjarasamningar tóku gildi. Þetta er mun minni kaupmáttaraukning en á samningstímabilinu þar á undan, en þá jókst kaupmáttur að meðaltali um 21,7% frá janúar 2015 til ársloka 2018.

Tölur um niðurbrot launavísitölunnar á hópa ná fram til ágúst 2022, þannig að þar vantar enn tvo mánuði af síðasta samningstímabili. Launavísitalan hækkaði að meðaltali um 1,2% þessa tvo mánuði sem upp á vantar. Þar sem viðræður um endurnýjun kjarasamninga eru hafnar er ekki úr vegi að skoða hvernig laun hinna ýmsu hópa hafa hækkað á samningstímabilinu frá mars 2019 fram til ágúst 2022. Vísitala neysluverðs hækkaði um 19,3% á þessu tímabili þannig að þeir hópar sem hafa fengið meiri launahækkun hafa náð kaupmáttaraukningu, hópar með minni launahækkanir hafa orðið fyrir kaupmáttarrýrnun.

Laun á opinbera markaðnum hækkuðu hraðar

Frá mars 2019 höfðu laun á almennum markaði hækkað um 25,7% á þessu tímabili og laun opinberra starfsmanna um 30%. Umframhækkun opinbera markaðarins kom öll til vegna launahækkana hjá sveitarfélögunum þar sem laun hækkuðu um 34,8% á meðan þau hækkuðu um 26% hjá ríkinu. Útfærsla samninganna með krónutöluhækkunum ræður miklu um þessa niðurstöðu, ásamt því sem vinnutími styttist meira á opinbera markaðnum en á þeim almenna, en hluti styttingar er metinn til launabreytinga. Allir þessir hópar hafa fengið kaupmáttaraukningu á tímabilinu.

Verkafólk hefur hækkað mest í launum

Launabreytingar eru mjög mismunandi fyrir þær starfsstéttir sem Hagstofan birtir gögn um. Þannig er launabreyting hæsta hópsins um 80% hærri en þess lægsta. Annars vegar verkafólk og hins vegar þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk tróna á toppnum með u.þ.b. 33% launahækkun á tímabilinu. Á neðri endanum eru stjórnendur með rúmlega 18% launahækkun og sérfræðingar með um 21% hækkun. Eins og áður skiptir krónutöluútfærslan miklu máli fyrir þennan samanburð - þeir sem hafa lægri laun fá hærri prósentubreytingar og öfugt. Stjórnendur höfðu þegar á þessum tíma, í ágúst 2022, orðið fyrir kaupmáttarrýrnun miðað við upphaf samningstímabilsins og líklegt er að a.m.k. sérfræðingar lendi í þeim hópi þegar tölur verða komnar fyrir nóvember

Fulltrúar þriggja efstu hópanna á myndinni standa nú í samningaviðræðum undir stjórn sáttasemjara.

Laun á veitinga- og gististöðum hækka mest

Meðal þeirra atvinnugreina sam Hagstofan birtir gögn um hafa laun hækkað langmest í veitinga- og gististarfsemi, um 37,9%. Launabreytingin þar er næstum tvöfalt meiri en í fjármála- og vátryggingarstarfsemi þar sem hún var 18,8% á tímabilinu. Þessi mikli munur endurspeglar þann mun sem er á tekjustigi í þessum tveimur greinum, þar sem önnur er hátekjugrein og hin lágtekjugrein. Þá eru aðstæður í þessum tveimur greinum mismunandi með þeim hætti að nokkuð stöðug fækkun er á starfsfólki í fjármálastarfsemi á meðan erfitt hefur verið að tryggja nægilegan fjölda starfsfólks í ferðþjónustu og veitinga- og gististarfsemi.

Viðræður um kjarasamninga í gangi

Samflot félaga verslunar og skrifstofufólks og hluta Starfsgreinasambandsins hefur verið í viðræðum við atvinnurekendur í nokkrar vikur og hefur málinu nú verið vísað til sáttasemjara. Það sama gildir um fleiri hópa. Venjan hefur verið sú í nokkrum síðustu viðræðulotum að einhver samflotshópur innan ASÍ hefur samið fyrst og búið til ramma fyrir aðra samninga. Nokkuð ljóst er að ekki er mikill áhugi á krónutöluhækkunum meðal sumra hópa. Þess er þó að vænta að ekki fari að draga til mikilla tíðinda úr Karphúsinu fyrr en þessi hópur fer að sjá til lands, hvenær sem það verður.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur