Viku­byrj­un 27. júní 2022

Hrein ný íbúðalán innlánastofnana til heimila námu alls 17 mö. kr. í maímánuði. Mest var um að tekin væru óverðtryggð lán á föstum vöxtum en hreyfing yfir í slík lán hefur aukist. Í byrjun árs 2018 voru um 26% íbúðalána innlánastofnana óverðtryggð en þau eru nú 67%.
Fasteignir
27. júní 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

  • Á miðvikudaginn birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Í þarsíðustu viku spáðum við því að vísitalan myndi hækka um 1,3% milli maí og júní. Síðan hafa borist upplýsingar um miklar hækkanir á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu og teljum við nú líkur á að verðlag hækki ögn meira milli mánaða sökum þess, eða um 1,4%, og að 12 mánaða verðbólga mælist 8,8% í júní.
  • Á fimmtudaginn birtir Seðlabankinn ársfjórðungslega hagvísa og stöðu fjármálakerfisins. Auk þess birta Hagar ársfjórðungsuppgjör.

Mynd vikunnar

Ef þróun á hreinum nýjum íbúðalánum innlánastofnana, þ.e. útlánum að frádregnum upp- og umframgreiðslum, er skoðuð sést að árið 2020 og framan af ári 2021, á meðan vextir voru hvað lægstir, lá straumurinn yfir í óverðtryggð fasteignalán með breytilegum vöxtum. Eftir að Seðlabankinn hóf vaxtahækkanir um mitt síðasta ár hefur hreyfing yfir í óverðtryggð lán með föstum vöxtum aukist. Samkvæmt nýbirtum gögnum Seðlabanka Íslands námu hrein ný íbúðalán innlánastofnana alls 17 mö. kr. í maímánuði. Hrein óverðtryggð lán voru um 16 ma. kr. og hrein ný lántaka á verðtryggðum lánum nam um 1 ma. kr. Um 67% útlána innlánastofnana með veði í íbúð eru núna óverðtryggt, en var 26% í byrjun árs 2018.

Efnahagsmál

  • Atvinnuleysi í maí mældist 3,9% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar en 3,5% samkvæmt Hagstofunni.
  • Ekkert lát virðist á hækkunum íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu en það hækkaði um 3% á milli mánaða, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Síðastliðna 3 mánuði hefur vísitala íbúðaverðs hækkað um 9,1%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 15,7% og síðastliðna 12 mánuði um 24,0%.
  • Þjóðskrá birti einnig vísitölu leiguverðs sem hækkaði um 1,4% milli mánaða.
  • Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti bankans um 1 prósentustig í síðustu viku og eru meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, 4,75% eftir ákvörðunina. Nefndin hefur þar með hækkað vexti um samtals 4 prósentustig síðan hún hóf vaxtahækkanir í maí í fyrra.
  • Hagstofan gaf út mánaðarlegar tölur um vinnumarkaðinn. Launavísitalan hækkaði um 0,4% í maí, á meðan launasumma í ferðaþjónustu er komin á mikið skrið.

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 27. júní 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur