Viku­byrj­un 27. júní 2022

Hrein ný íbúðalán innlánastofnana til heimila námu alls 17 mö. kr. í maímánuði. Mest var um að tekin væru óverðtryggð lán á föstum vöxtum en hreyfing yfir í slík lán hefur aukist. Í byrjun árs 2018 voru um 26% íbúðalána innlánastofnana óverðtryggð en þau eru nú 67%.
Fasteignir
27. júní 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á miðvikudaginn birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Í þarsíðustu viku spáðum við því að vísitalan myndi hækka um 1,3% milli maí og júní. Síðan hafa borist upplýsingar um miklar hækkanir á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu og teljum við nú líkur á að verðlag hækki ögn meira milli mánaða sökum þess, eða um 1,4%, og að 12 mánaða verðbólga mælist 8,8% í júní.
  • Á fimmtudaginn birtir Seðlabankinn ársfjórðungslega hagvísa og stöðu fjármálakerfisins. Auk þess birta Hagar ársfjórðungsuppgjör.

Mynd vikunnar

Ef þróun á hreinum nýjum íbúðalánum innlánastofnana, þ.e. útlánum að frádregnum upp- og umframgreiðslum, er skoðuð sést að árið 2020 og framan af ári 2021, á meðan vextir voru hvað lægstir, lá straumurinn yfir í óverðtryggð fasteignalán með breytilegum vöxtum. Eftir að Seðlabankinn hóf vaxtahækkanir um mitt síðasta ár hefur hreyfing yfir í óverðtryggð lán með föstum vöxtum aukist. Samkvæmt nýbirtum gögnum Seðlabanka Íslands námu hrein ný íbúðalán innlánastofnana alls 17 mö. kr. í maímánuði. Hrein óverðtryggð lán voru um 16 ma. kr. og hrein ný lántaka á verðtryggðum lánum nam um 1 ma. kr. Um 67% útlána innlánastofnana með veði í íbúð eru núna óverðtryggt, en var 26% í byrjun árs 2018.

Efnahagsmál

  • Atvinnuleysi í maí mældist 3,9% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar en 3,5% samkvæmt Hagstofunni.
  • Ekkert lát virðist á hækkunum íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu en það hækkaði um 3% á milli mánaða, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Síðastliðna 3 mánuði hefur vísitala íbúðaverðs hækkað um 9,1%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 15,7% og síðastliðna 12 mánuði um 24,0%.
  • Þjóðskrá birti einnig vísitölu leiguverðs sem hækkaði um 1,4% milli mánaða.
  • Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti bankans um 1 prósentustig í síðustu viku og eru meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, 4,75% eftir ákvörðunina. Nefndin hefur þar með hækkað vexti um samtals 4 prósentustig síðan hún hóf vaxtahækkanir í maí í fyrra.
  • Hagstofan gaf út mánaðarlegar tölur um vinnumarkaðinn. Launavísitalan hækkaði um 0,4% í maí, á meðan launasumma í ferðaþjónustu er komin á mikið skrið.

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 27. júní 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þjóðvegur
8. ágúst 2022

Vikubyrjun 8. ágúst 2022

Eftir nokkuð skarpar lækkanir á hlutabréfamörkuðum undanfarið hækkaði verð 19 hlutabréfa hjá þeim 22 félögum sem skráð eru í kauphöllina í júlí.
Bakarí
4. ágúst 2022

Vinnumarkaðurinn búinn að ná fullum styrk

Starfandi fólki á 2. ársfjórðungi 2022 fjölgaði um 8,3% miðað við sama tíma 2021. Vinnutími lengdist um 0,8% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 9,0% milli ára. Þetta er fimmti fjórðungurinn í röð sem heildarvinnustundum fjölgar milli ára.
Ský
4. ágúst 2022

Aldrei fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi

Búferlaflutningar hafa tekið rækilega við sér eftir heimsfaraldurinn. Aldrei hafa fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi frá því Hagstofa Íslands byrjaði að birta þær tölur. Alls fluttu 3.600 einstaklingar hingað til lands, umfram þá sem fluttust frá landinu, á öðrum ársfjórðungi en af þeim voru 3.510 erlendir ríkisborgarar. Álíka tölur sáust síðast á öðrum ársfjórðungi árið 2017 þegar ferðaþjónustan var upp á sitt allra sterkasta.
Kauphöll
3. ágúst 2022

Verulegar hækkanir á hlutabréfamörkuðum í júlí

Eftir almennar og fremur kröftugar lækkanir á hlutabréfamörkuðum heimsins í júní komu kröftugar hækkanir í júlí. Íslenski markaðurinn hækkaði um 7% en mestu hækkanirnar voru í Svíþjóð þar sem markaðir hækkuðu um 12%. Þrátt fyrir þessa kröftugu hækkun nú í júlí eru markaðir samt sem áður enn lægri en þeir voru í upphafi júnímánaðar.
Matvöruverslun
2. ágúst 2022

Vikubyrjun 2. ágúst 2022

Kaupmáttur í júní var 2,9% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni.
Akureyri
27. júlí 2022

Uppbygging utan höfuðborgarsvæðisins ekki meiri síðan 2008

Utan höfuðborgarsvæðisins hafa ekki fleiri íbúðir verið í byggingu síðan 2008. Samkvæmt tölum Hagstofunnar virðist íbúðaverð þróast með svipuðu móti á höfuðborgarsvæðinu og utan þess, íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins hefur þó hækkað enn hraðar en innan þess. Af einstaka landshlutum er uppbygging mest á Suðurlandi þar sem yfir 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri.
Ferðafólk
26. júlí 2022

Kaupmáttur á niðurleið – miklar launahækkanir tengdar ferðaþjónustu

Launavísitalan fyrir allan vinnumarkaðinn hækkaði um 8,5% milli aprílmánaða 2021 og 2022. Laun innan flestra atvinnugreina hafa hækkað með svipuðum hætti, þó með tveimur undantekningum. Laun á veitinga- og gististöðum hafa hækkað um 12,7% á þessu tímabili og laun í fjármála- og vátryggingastarfsemi um 5,9%. Hækkunin í veitinga- og gistihúsastarfsemi er mun meiri en í öðrum greinum sem ættu að vera tiltölulega sambærilegar. Stór hluti af veitinga- og gistiþjónustu er háður stöðu ferðaþjónustunnar. Það verður því athyglisvert að fylgjast með þróun launa í þeirri grein eftir því sem líða tekur á sumarið og starfsemin óðum að komast í svipað horf og mest hefur verið.
Flugvél
25. júlí 2022

Vikubyrjun 25. júlí 2022

Helsti drifkraftur hækkunar vísitölu neysluverðs á milli mánaða í júlí eru flugfargjöld sem hækkuðu um 38% milli mánaða.
Flugvél á flugvelli
22. júlí 2022

Verðbólgan töluvert meiri en spár gerðu ráð fyrir

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,17% milli mánaða í júlí og hækkaði ársverðbólgan úr 8,8% í 9,9%. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í september 2009. Við teljum að verðbólgan muni ná hámarki í ágúst næstkomandi og verði þá 10,3%. Upp frá því gerum við ráð fyrir hægri hjöðnun.
Fasteignir
20. júlí 2022

Enn mælist mikil hækkun íbúðaverðs

Íbúðaverð hækkaði um 2,2% milli maí og júní sem er meiri hækkun en við áttum von á. Vísbendingar höfðu borist um rólegri markað þó það sjáist ekki enn í tölum um verðþróun. Verðbólguspáin okkar fyrir júlímánuð færist við þetta úr 9,2% í 9,3% verðbólgu.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur