Skráð at­vinnu­leysi mæl­ist 3,9%

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í maí 3,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 4,5% frá því í apríl. Alls voru 7.717 á atvinnuleysisskrá í lok maí, 4.233 karlar og 3.484 konur.
Byggingakrani og fjölbýlishús
23. júní 2022 - Hagfræðideild

Atvinnuleysi dregst áfram saman og mælist nú 3,9% í maí og minnkar um 0,6 prósentustig á milli mánaða. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 812 frá aprílmánuði. Vinnumálastofnun spáði í apríl 4% atvinnuleysi í maí og spáir því nú að atvinnuleysi muni halda áfram að dragast saman í júní og verða á bilinu 3,5% til 3,8%.

Eftirspurn eftir vinnuafli hefur aukist gríðarlega undanfarið ár, miðað við könnun Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands á stöðu og framtíðarhorfum 400 stærstu fyrirtækja landsins. 54% fyrirtækja segjast búa við skort á starfsfólki, samanborið við 23% í maímánuði í fyrra. Ekki hefur mælst svo mikil vöntun á starfsfólki síðan í september 2007 en það var í síðasta skiptið sem meirihluti fyrirtækja sagðist búa við skort á starfsfólki. Innflutningur á vinnuafli hefur aukist mikið og mátti rekja um helming íbúafjölgunar landsins milli ára á fyrsta ársfjórðungi til fjölgunar erlendra ríkisborgara. Mestur er skortur á starfsfólki í byggingariðnaði.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Skráð atvinnuleysi mælist 3,9%

Þú gætir einnig haft áhuga á
28. mars 2023

Ársverðbólgan fer úr 10,2% í 9,8%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í mars og lækkaði ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Þetta er fyrsta lækkun á ársverðbólgu síðan í nóvember og er hún aftur komin undir tveggja stafa tölu. Verðbólgan var lægri en við gerðum ráð fyrir, en við höfðum spáð því að hún myndi lækka í 10% í mars.
Seðlabanki
27. mars 2023

Vikubyrjun 27. mars 2023

Yfirstandandi vaxtahækkunarferill Seðlabanka Íslands er sá brattasti hingað til, en bankinn hefur nú hækkað vexti um 6,75 prósentustig á 675 dögum. Þessi vaxtahækkunarferill er því brattari en sá sem hófst í maí 2004, en þá hækkaði bankinn vexti um 5 prósentustig á jafn löngu tímabili.
Hús í Reykjavík
22. mars 2023

Íbúðaverð hækkar á ný

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% milli mánaða í febrúar, eftir þriggja mánaða samfellda lækkun. Kaupsamningum fjölgaði þó nokkuð milli mánaða og þeim fækkaði minna á ársgrundvelli í febrúar en verið hefur síðustu mánuði. Þótt markaðurinn hafi kólnað virðist hann enn vera langt yfir frostmarki. Við uppfærum verðbólguspá okkar og gerum nú ráð fyrir 10,0% verðbólgu í mars.
Gata í Reykjavík
20. mars 2023

Vikubyrjun 20. mars 2023

Tæplega helmingur þeirra heimila sem tóku fasteignalán frá byrjun árs 2020 er með heildargreiðslubyrði húsnæðislána undir 150 þúsund krónum á mánuði og rúmlega 75% eru með greiðslubyrði undir 200 þúsundum. Þrátt fyrir vaxtahækkanir eru um 55% þessara heimila annað hvort með minni greiðslubyrði en þegar þau tóku lánið upphaflega eða aukna greiðslubyrði að 10 þúsund krónum.
Seðlabanki Íslands
16. mars 2023

Spáum 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í mars

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spáin eftir fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 6,5% upp í 7,25%.
Íslenskir peningaseðlar
16. mars 2023

Spáum að verðbólga lækki í 9,8% í mars

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% milli mánaða í mars. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir að verðbólga lækki, þótt það gerist hægt, og mælist enn yfir 8% þegar sumarið kemur.
Fólk við Geysi
13. mars 2023

Vikubyrjun 13. mars 2023

Mannfjöldi hér á landi var 388 þúsund 1. janúar 2023. Íbúum fjölgaði um 11.500 í fyrra, sem samsvarar 3,1% fólksfjölgun, sé horft til breytinga milli 1. janúar hvers árs. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafnmikið og á síðasta ári.
6. mars 2023

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
Fimmþúsundkrónu seðlar
6. mars 2023

Vikubyrjun 6. mars 2023

Þótt verðbólgan sé svipuð nú og í júlí í fyrra hefur orðið sú breyting á að verðbólgan er almennari. Í júlí í fyrra höfðu 17% undirliða hækkað um meira en 10% yfir árið, en núna í febrúar var það hlutfall komið upp í 35%.
Frosnir ávextir og grænmeti
28. feb. 2023

Kröftugur hagvöxtur á síðasta ári, í samræmi við væntingar

Hagvöxtur mældist 6,4% árið 2022, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Hagvöxturinn var drifinn áfram af kröftugum vexti einkaneyslu og fjármunamyndunar. Útflutningur og innflutningur jukust verulega á milli ára, en heildaráhrif utanríkisverslunar á hagvöxt voru engin að þessu sinni. Tölurnar eru í takt við opinberar spár, en í nýjustu spá okkar frá því í október í fyrra gerðum við ráð fyrir 6,5% hagvexti.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur