Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Hagstofan vöru- og þjónustujöfnuð við útlönd.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan maímælingu vísitölu neysluverðs og við spáum 4,3% verðbólgu. Kvika banki og TM birta uppgjör.
Mynd vikunnar
Í nýbirtri þjóðhags- og verðbólguspá okkar gerum við ráð fyrir að böndum verði komið á heimsfaraldur Covid-19 á seinni hluta ársins og að um 800 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ár. Við eigum von á að landsframleiðslan hér á landi aukist um 4,9% á árinu. Spáin gerir ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki á öðrum ársfjórðungi og verði töluvert yfir markmiði út þetta ár en verði komin í markmið um mitt næsta ár. Við gerum ráð fyrir að meginvextir Seðlabanka Íslands verði hækkaðir alls um 0,75 prósentustig í ár og verði 1,5% í árslok.
Það helsta frá síðustu viku
- Við birtum þjóðhags- og verðbólguspá.
- Peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig.
- Samhliða ákvörðuninni birti SÍ maíhefti Peningamála.
- Brim, Iceland Seafood, Reitir og Landsvirkjun birtu uppgjör.
- Veruleg aukning var í kortanotkun Íslendinga í apríl.
- Samkvæmt tölum sem Þjóðskrá birti í vikunni er mun meiri kraftur í íbúðamarkaði höfuðborgarsvæðisins en áður birtar tölur Þjóðskrár gáfu til kynna.
- Á fyrsta ársfjórðungi 2020 voru bæði atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi af mannfjölda með því lægsta sem mælst hefur í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
- Verð íslenskra sjávarafurða heldur áfram að gefa eftir.
- Hagstofan birti vísitölu byggingarkostnaðar og skammtímavísa í ferðaþjónustu.
- Reykjavíkurborg birti útgáfuáætlun fyrir seinni hluta ársins.
- Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði, Kvika banki gaf út skuldabréf, Reitir luku skuldabréfaútboði, Lánamál ríkisins luku útboð ríkisbréfa og Eik fasteignafélag stækkaði skuldabréfaflokk.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









