Vikan framundan
- Á miðvikudag birta Festi, Iceland Seafood og Sýn ársuppgjör.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og vöru- og þjónustuviðskipti fyrir 4F 2020. Brim, Eimskip og VÍS birta ársuppgjör.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir 2020..
Mynd vikunnar
Óhætt er að segja að það gangi mishratt að bólusetja gegn Covid-19 í helstu viðskiptalöndum okkar. Bólusetning gengur hraðast fyrir sig í Bretlandi og Bandaríkjunum, en mun hægar í Evrópusambandinu, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Á myndinni sést fjöldi stakra bólusetninga, en yfirleitt þarf fleiri en einn skammt af bóluefni til að einstaklingur teljist bólusettur. Samkvæmt nýjustu tölum á vef landlæknis (uppfært 19. febrúar) er bólusetning hafin hjá 5.570 manns hér á landi og 10.074 eru fullbólusettir. Þetta samsvarar um 7 skömmtum á hverja 100 manns sem er nokkuð meira en í Evrópusambandinu í heild, en aðeins minna en í Danmörku.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Reitir, Kvika banki, TM, Lykill og Síminn birtu ársuppgjör.
- Atvinnuleysi jókst minna í janúar en reikna mátti með, en er samt mest á Íslandi af Norðurlöndunum.
- Íbúðaverð hækkaði nokkuð minna milli mánaða í janúar en á fyrri mánuðum, eða aðeins um 0,1%.
- Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði annan mánuðinn í röð í janúar.
- Allir nefndarmenn peningastefnunefndar voru sammála um að halda vöxtum bankans óbreyttum og að halda óbreyttri stefnu varðandi önnur stjórntæki á fundi nefndarinnar 1. og 2. febrúar.
- Landsvirkjun, Landsnet og HS Veitur birtu ársreikninga.
- Landsbankinn, Lánasjóður sveitarfélaga og Lánamál ríkisins luku skuldabréfaútboðum. Auk þessara útboða tilkynnti Lánasjóður sveitarfélaga um sölu skuldabréfa.
- Arion banki birti útgáfuáætlun fyrir árið 2021.
- Landsbankinn seldi græn skuldabréf í evrum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 22. febrúar 2021 (PDF)
Innlendar markaðsupplýsingar 22. febrúar 2021 (PDF)