Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 21. nóv­em­ber 2022

Undanfarin ár, eða allt fram að heimsfaraldrinum, hefur verið viðvarandi halli á vöruskiptum við útlönd en að sama skapi myndarlegur afgangur á þjónustujöfnuði. Skýrist þetta meðal annars af því hversu stóran sess ferðaþjónustan skipar í íslenska hagkerfinu. Nýjustu gögn um bæði vöru- og þjónustujöfnuð eiga við um ágústmánuð 2022 og sé horft 12 mánuði aftur í tímann sést að á því tímabili ríkti nokkurn veginn jafnvægi milli vöru- og þjónustujafnaðar.
Ferðamenn við Strokk
21. nóvember 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

Á þriðjudag birtir Hagstofan launavísitöluna fyrir október.

Á miðvikudag verður vaxtaákvörðun birt hjá Seðlabanka Íslands. Færa má rök fyrir bæði óbreyttu vaxtastigi og 0,25-0,50 prósentustiga hækkun, en við teljum líklegast að nefndin ákveði að halda vöxtum óbreyttum. Samhliða vaxtaákvörðuninni birtir bankinn Peningamál með nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá.

Á fimmtudag birtir Síldarvinnslan uppgjör fyrir 3. ársfjórðung. Hagstofan birtir niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni fyrir 3. ársfjórðung.

Á föstudaginn birtir Hagstofan síðan vöru- og þjónustujöfnuð fyrir 3. ársfjórðung.

Mynd vikunnar

Undanfarin ár hefur verið viðvarandi halli á vöruskiptum við útlönd en að sama skapi myndarlegur afgangur á þjónustujöfnuði. Skýrist þetta meðal annars af því hversu stóran sess ferðaþjónustan skipar í íslenska hagkerfinu. Stór hluti aðfanga ferðaþjónustu kemur til frádráttar í vöruskiptajöfnuði (innflutningur á bílaleigubílum, bensín, hótel o.s.frv.), en tekjur ferðaþjónustunnar koma til viðbótar í þjónustujöfnuði. Á meðan uppsveiflan var sem mest í ferðaþjónustunni, fyrir heimsfaraldurinn, var afgangurinn af þjónustujöfnuði nægur til þess að vinna upp hallann af vöruskiptajöfnuði og skila að meðaltali um 10 milljörðum króna á mánuði í afgang af vöru- og þjónustujöfnuði. Nýjustu gögn um bæði vöru- og þjónustujöfnuð eiga við ágústmánuð 2022 og sé horft 12 mánuði aftur í tímann sést að á því tímabili ríkti nokkurn veginn jafnvægi milli vöru- og þjónustujafnaðar. Gögn eru komin frá Hagstofunni um vöruskiptajöfnuð í september og október en ekki þjónustujöfnuð. Í september og október var 43,8 og 57,7 milljarða króna halli á vöruskiptajöfnuði. Á háannatíma ferðaþjónstunna í júlí og ágúst var 41,3 og 43,3 milljarða króna afgangur af þjónustujöfnuði og er ólíklegt að afgangurinn af þjónustujöfnuði í september eða október nái að vinna upp á móti hallanum af vöruskiptajöfnuðinum á tímabilinu.

Það helsta frá vikunni sem leið

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% milli mánaða í október. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem mælingin kom okkur á óvart. Almennt hefur hægt á íbúðasölu og við gerðum ráð fyrir mun hófstilltari hækkun. Verð á sérbýli lækkaði um 0,7% eftir mikla hækkun mánuðinn áður. Mikið flökt er á mælingum á sérbýli milli mánaða þar sem færri samningar eru undir og því varasamt að lesa mikið í þá þróun. Það kemur meira á óvart að fjölbýli hækkaði um 0,9% milli mánaða en á síðustu mánuðum hefur smám saman dregið úr hækkunum á fjölbýli þar til lækkun mældist milli mánaða í september.

Í síðustu viku fóru fram verðmælingar fyrir nóvembermælingu vísitölu neysluverðs og við birtum verðbólguspá. Við eigum von á að verðbólgan mælist 9,3% í nóvember og í 9,5% í desember. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en við áttum von á fyrir mánuði síðan en þá spáðum við 8,6% í nóvember og 8,4% í desember. Skýrist munurinn af því að krónan hefur veikst nokkuð og að bæði vísitala íbúðaverðs og vísitala neysluverðs í október sem komu í millitíðinni voru hærri en við áttum von á.

Seðlabankinn birti niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila sem fór fram 7. til 9. nóvember. Samkvæmt miðgildi könnunarinnar gera markaðsaðilar ráð fyrir að verðbólgan hafi náð hámarki á 3. ársfjórðungi í ár og verði komin niður í 5,0% á 4. ársfjórðungi 2023. Miðgildi væntinga til meðalverðbólgu næstu 5 árin lækkuðu úr 3,8% í 3,6%. Miðað við miðgildi svara gera markaðsaðilar ráð fyrir að meginvextir hafi náð hámarki í 5,75% og haldist óbreyttir út annan ársfjórðung á næsta ári.

Seðlabankinn birti gögn um greiðslukortaveltu í október. Alls nam greiðslukortavelta heimila 97 mö. kr. í október og jókst um 2% milli ára að raunvirði sem er talsvert hægari vöxtur en síðustu mánuði þar á undan. Líkt og á síðustu mánuðum er vöxturinn í neyslu Íslendinga alfarið tilkominn frá útlöndum, en kortavelta íslenskra heimila erlendis nam alls 21,5 mö. kr. og jókst um 39% milli ára að raunvirði. Íslendingar slógu met í ferðalögum í október þegar tæplega 72 þúsund brottfarir Íslendinga mældust í gegnum Leifsstöð og hafa þær ekki verið fleiri í einum mánuði síðan í júní 2018. Kortaveltujöfnuðurinn mældist neikvæður um 4,3 ma. kr. í október, þ.e.a.s. Íslendingar straujuðu kortin meira erlendis en ferðamenn gerðu hér á landi.

Af áhugaverðum hagtölum í síðustu viku birti Hagstofan manntal fyrir 2021, skammtímahagvísa í ferðaþjónustu og þjónustujöfnuð fyrir ágúst.

Í síðustu viku héldu Lánamál ríkisins aukaútboð ríkisvíxla og útboð ríkisbréfa, Íslandsbanki hélt útboð á grænum skuldabréfum, Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð og Landsbankinn hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum.

Reitir, Brim og Iceland Seafood birtu árshlutauppgjör.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 21. nóvember 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
5. jan. 2026
Mánaðamót 5. janúar 2026
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vöruhótel
5. jan. 2026
Vikubyrjun 5. janúar 2026
Verðbólgan kom aftan að landsmönnum stuttu fyrir jól og fór úr 3,7% í 4,5%. Verðbólga í desember var aðeins 0,3 prósentustigum minni en í upphafi síðasta árs þegar hún mældist 4,8%. Á sama tímabili lækkuðu stýrivextir um 1,25 prósentustig, úr 8,50% í 7,25%.
Bananar
22. des. 2025
Verðbólgumælingin ekki jafnslæm og hún virðist í fyrstu
Verðbólga rauk upp í 4,5% í desember eftir að hafa hjaðnað verulega í nóvember og mælst 3,7%. Rífleg hækkun á flugfargjöldum til útlanda skýrir stóran hluta hækkunarinnar, en einnig töluverð gjaldskrárhækkun á hitaveitu í desember. Aukin verðbólga skýrist þannig af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum og ekki er að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði.
Vélsmiðja Guðmundar
22. des. 2025
Vikubyrjun 22. desember 2025
Fasteignamarkaðurinn fer enn kólnandi, ef marka má skýrslu sem HMS gaf út í síðustu viku. Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6,6% á milli ára í nóvember. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 1,9% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofunni. Í dag birtir Hagstofan verðbólgutölur.
Flugvél
15. des. 2025
Vikubyrjun 15. desember 2025
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í nóvember í ár en í nóvember í fyrra en utanlandsferðum Íslendinga hélt áfram að fjölga. Skráð atvinnuleysi hefur aukist þó nokkuð á síðustu mánuðum og var 4,3% í nóvember.
11. des. 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.
8. des. 2025
Vikubyrjun 8. desember 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.