Spá­um óbreytt­um vöxt­um í næstu viku

Sjötti og síðasti fundur Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í ár er í næstu viku og verður ákvörðun hennar kynnt á miðvikudaginn. Nokkuð öruggt er að nefndin muni ræða að halda vöxtum óbreyttum eða hækka um 0,25-0,5 prósentustig. Færa má góð rök fyrir óbreyttu eða hækkun, en við teljum líklegast að nefndin haldi vöxtum óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
18. nóvember 2022 - Hagfræðideild

Á síðustu fundi nefndarinnar 3.-4. október sl. ræddu nefndarmenn að halda vöxtum óbreyttum eða hækka þá um 0,25-0,5 prósentustig. Töldu fundarmenn að það væru rök fyrir hvoru tveggja. Úr varð að seðlabankastjóri lagði til að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og studdu allir nefndarmenn þá tillögu. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí sem allir nefndarmenn styðja tillögu seðlabankastjóra, en á fundunum í júní og ágúst hefði einn nefndarmaður heldur kosið að hækka vexti meira en raunin varð. 0,25 prósentustig er minnsta hækkun síðan í október í fyrra.

Mun mildari tónn var í yfirlýsingu nefndarinnar í október en fyrri yfirlýsingum. Í stað þess að taka fram að nefndin teldi líklegt að herða þyrfti taumhald peningastefnunnar enn frekar eins og í fyrri yfirlýsingum (4. maí, 22. júní og 24. ágúst) stóð í yfirlýsingunni frá 5. október að framvinda vaxta myndi ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga og að ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum skiptu þar miklu.

Vaxtaákvarðanir PSN

           
Dags. Lagt til Atkvæði með Atkvæði móti Kosið annað Meginvextir
3, feb. 2021 óbr. allir     0,75
24. mar. 2021 óbr. allir     0,75
19. maí 2021 +0,25 allir   GJ (+0,50) 1,00
25. ágú. 2021 +0,25 allir   GJ,GZ (+0,50) 1,25
6. okt. 2021 +0,25 ÁJ, RS, KÓ GJ,GZ (+0,50)   1,50
17. nóv. 2021 +0,50 allir     2,00
9. feb. 2022 +0,75 allir     2,75
4. maí 2022 +1,00 allir     3,75
22. jún. 2022 +1,00 allir   GZ (+1,25) 4,75
24. ágú. 2022 +0,75 allir   GZ (+1,00) 5,50
5. okt. 2022 +0,25 allir     5,75
23. nóv. 2022          

Heimild: Seðlabanki Íslands

Eftir ákvörðunina í október eru meginvextir Seðlabanka Íslands, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 5,75%, jafn háir og þegar þeir voru hæstir á árunum 2015/2016. Meginvextir Seðlabanka Íslands hafa ekki verið hærri síðan haustið 2010, en þá var skilgreiningin á meginvöxtum aðeins önnur en hún er í dag. Alls hefur nefndin hækkað vexti um 5 prósentustig í núverandi vaxtahækkunarferli, þar af 3,75 prósentustig á þessu ári.

Verðbólguhorfur hafa batnað lítillega að mati markaðsaðila

Í vikunni birti Seðlabankinn niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila sem fór fram 7.-9. nóvember. Verðbólga á þriðja ársfjórðungi var aðeins minni en búist var við í könnuninni sem fór fram í ágúst og horfur fram á við hafa batnað lítillega að mati svarenda. Miðgildi væntinga til næstu 5 ára lækkuðu úr 3,8% í 3,6% og er þetta í fyrsta sinn sem við sjáum væntingar á þann mælikvarða lækka síðan verðbólga fór af stað fyrir um tveimur árum.

Miðað við miðgildi svara búast flestir markaðsaðilar við að vaxtahækkunarferlinu sé lokið í bili og að meginvextir verði 5,75% út 2. ársfjórðung á næsta ári. Einungis 18% svarenda telja að taumhald peningastefnu sé of laust eða alltof laust, 67% telja það hæfilegt og 15% telja það of þétt. Til samanburðar var hlutfallið sem taldi aðhaldið of laust eða allt of laust 67% fyrir ákvörðunina í ágúst. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra síðan í könnuninni í janúar 2021.

Góð rök fyrir bæði óbreyttu og hækkun

Frá því að nefndin hittist síðast hafa borist hagtölur sem gefa til kynna aukinn verðbólguþrýsting. Gengið hefur veikst, vísitala íbúðaverðs sem kom fyrr í vikunni bendir til þess að enn mælist nokkur kraftur í íbúðamarkaði og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur hækkað. Verðbólguhorfur til skemmri tíma hafa því versnað aðeins. Við eigum núna von á að verðbólgan muni mælast 9,3% í nóvember, en fyrir mánuði síðan spáðum við að hún yrði 8,6%. Saman gerir þetta það að verkum að við teljum ekki útilokað að vextir verði hækkaðir, en líklegast teljum við þó að nefndin líti svo á að spennan sé ekki nægileg til þess að hækka þurfi vexti frekar.

Við teljum öruggt að nefndin muni í næstu viku, líkt og í október, bæði ræða möguleikann á að halda vöxtum óbreyttum og að hækka þá um 0,25-0,5 prósentustig. Færa má mjög góð rök fyrir hvoru tveggja. Sterkustu rökin fyrir hækkun eru að bæði verðbólga og verðbólguvæntingar eru vel yfir markmiði. Einnig er nokkuð langt í næstu ákvörðun sem er líklega í febrúar á næsta ári og gæti nefndin átt erfitt með að bíða og sjá. Rökin fyrir óbreyttu vaxtastigi eru aftur á móti þau að verðbólgan er byrjuð að hjaðna, hún mældist 9,4% í október en fór hæst í 9,9% í júlí. Einnig lækkaði miðgildi svara í væntingakönnun markaðsaðila um vænta verðbólgu næstu fimm ára milli kannana í fyrsta sinn síðan verðbólgan fór af stað um mitt ár 2020.

Mildari tónn í síðustu yfirlýsingu

Það sem vegur þyngst að okkar mati er að mun mildari tónn var í yfirlýsingu nefndarinnar í október en fyrri yfirlýsingum. Í stað þessa að taka fram að nefndin teldi líklegt að herða þyrfti taumhald peningastefnunnar enn frekar líkt og í fyrri yfirlýsingum stóð að framvindan myndi ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Á fundinum þar sem ákvörðunin var kynnt sagði seðlabankastjóri að vonir stæðu til að toppnum á stýrivaxtahækkunum væri náð, tónn sem hafði ekki heyrst áður. Að hans mati hefði Seðlabankinn náð árangri með vaxtahækkunum og tími til kominn til að aðrir tækju við boltanum. Þar beindi hann orðum sínum væntanlega til verkalýðsfélaga og atvinnurekenda vegna komandi kjarasamninga, en einnig til ríkisstjórnarinnar.

Ef við horfðum einungis á verðbólguna, verðbólguvæntingar og spennuna í þjóðarbúinu myndum við líklega spá vaxtahækkun í næstu viku. Við teljum þó líklegra, í ljósi mildari tóns í síðustu yfirlýsingu og þeirrar leiðsagnar sem kom fram á fundinum þar sem ákvörðunin var kynnt, að nefndin haldi vöxtum óbreyttum. Ef í ljós kemur að við höfum rangt fyrir okkur og nefndin hækkar vexti er mun líklegra að hún hækki vexti um 0,25  en 0,5 prósentustig.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn við Strokk
30. nóv. 2022

Ferðaþjónustan áfram megindrifkraftur kröftugs hagvaxtar

Hagvöxtur mældist 7,3% á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra samkvæmt fyrsta mati Hagstofu Íslands. Þetta er töluvert kröftugur hagvöxtur og 0,6 prósentustiga meiri vöxtur en að meðaltali eftir að hagkerfið tók að vaxa á ný eftir faraldur. Vöxturinn var nú, líkt og áður keyrður áfram af miklum vexti í ferðaþjónustu.
29. nóv. 2022

Verðbólgan í nóvember í samræmi við væntingar – óbreyttar horfur næstu mánuði

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,29% milli mánaða í nóvember. Ársverðbólgan dróst saman úr 9,4% í 9,3% og er nú sú sama og í september. Alls hefur verðbólgan minnkað um 0,6 prósentustig frá því hún náði hámarki í júlí.
Seðlabanki Íslands
28. nóv. 2022

Vikubyrjun 28. nóvember 2022

Það er ekki bara hér á landi sem Seðlabankinn hefur hækkað vexti til að reyna að slá á verðbólguna. Seðlabankar flest allra þróaðra ríkja, að Japan undanskildu, hafa hækkað vexti frá upphafi árs 2021.
Siglufjörður
23. nóv. 2022

Mjög mismunandi launahækkanir hópa á samningstímabilinu

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,9%. Launahækkanir halda ekki lengur í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið.
Ferðamenn við Strokk
21. nóv. 2022

Vikubyrjun 21. nóvember 2022

Undanfarin ár, eða allt fram að heimsfaraldrinum, hefur verið viðvarandi halli á vöruskiptum við útlönd en að sama skapi myndarlegur afgangur á þjónustujöfnuði. Skýrist þetta meðal annars af því hversu stóran sess ferðaþjónustan skipar í íslenska hagkerfinu. Nýjustu gögn um bæði vöru- og þjónustujöfnuð eiga við um ágústmánuð 2022 og sé horft 12 mánuði aftur í tímann sést að á því tímabili ríkti nokkurn veginn jafnvægi milli vöru- og þjónustujafnaðar.
Epli
17. nóv. 2022

Verðbólga gengur hægar niður á næstunni vegna veikari krónu

Krónan hefur veikst verulega hratt í nóvembermánuði en evran fór yfir 150 krónur sl. mánudag sem var lægsta gildi hennar í 12 mánuði. Þó að krónan hafi aðeins komið til baka á síðustu dögum er hún mun veikari en þegar við birtum síðustu verðbólguspá. Við spáum því enn að verðbólga muni áfram hjaðna á næstu mánuðum en gengisveikingin mun hliðra þeirri þróun fram í tímann.
16. nóv. 2022

Enn mælist kraftur í íbúðamarkaðnum

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% milli mánaða í október. Spár hafa gert ráð fyrir að nokkurs konar frost sé fram undan og verð hækki lítið milli mánaða. Hækkunin nú kemur því nokkuð á óvart, en gæti þó gengið til baka á næstu mánuðum.
14. nóv. 2022

Vikubyrjun 14. nóvember 2022

Heildarlaun hækkuðu að meðaltali um 7,6% milli 2. ársfjórðungs 2021 og 2. ársfjórðungs í ár. Eins og oft vill verða var þróunin nokkuð ólík eftir því hvort um almenna eða opinbera markaðinn er að ræða og eins eftir atvinnugreinum.
Vindmyllur og raflínur
8. nóv. 2022

Loftslagsráðstefnan - blendnar hugmyndir um árangur

Um þessar mundir sitja leiðtogar heimsins saman í Egyptalandi og ræða saman um loftslagsmál. Á sama tíma í fyrra horfðu allir til Glasgow og COP26 fundarins.
Icelandair Hótel Reykjavík Natura
7. nóv. 2022

Vikubyrjun 7. nóvember 2022

Heildarfjöldi gistinótta á öllum tegundum skráðra gististaða hér á landi voru 7,1 milljón á fyrstu 9 mánuðum ársins, sem er mesti fjöldi sem mælst hefur frá upphafi. Þetta eru 155 þúsund fleiri gistinætur en á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 sem til þessa var metárið.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur