Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 19. júní 2023

Ráðstöfunartekjur á mann hafa hækkað verulega síðustu þrjú ár. Hækkunin nemur 25% ef fyrsti fjórðungur þessa árs er borinn saman við fyrsta fjórðung ársins 2020. Verðbólgan hefur þó étið upp hækkunina og á föstu verðlagi er hækkunin sáralítil, aðeins 2%.  
Fimmþúsundkrónu seðlar
19. júní 2023

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí.
  • Á miðvikudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu launa fyrir maí.

Mynd vikunnar

Á fyrsta ársfjórðungi 2020 voru ráðstöfunartekjur á mann um 340 þúsund krónur á mánuði. Þær voru 420 þúsund á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, 80 þúsund krónum hærri. Ráðstöfunartekjur eru þær tekjur (svo sem laun, eignatekjur, lífeyrir, bætur o.fl.) sem eftir standa þegar gjöld (svo sem skattar, vaxtagjöld og tryggingagjöld) hafa verið dregin frá. Til þess að fá betri mynd af því hvernig kjörin hafa breyst á þessu tímabili þarf að taka tillit til verðbólgu og skoða kaupmátt ráðstöfunartekna. Á föstu verðlagi hafa ráðstöfunartekjur sáralítið breyst á þessum þremur árum, aðeins hækkað um 7 þúsund krónur, eða 2%.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagstofan birti ferðaþjónustureikninga fyrir 2022 í vikunni. Heildarneysla ferðamanna hér á landi nam 647 mö. kr., þar af var neysla erlendra ferðamanna 390 ma. kr. og innlendra ferðamann 256 ma. kr. Ferðaþjónusta var alls 7,8% af landsframleiðslu í fyrra og 8,3% allra vinnustunda á síðasta ári voru í ferðaþjónustu.

Alls nam greiðslukortavelta heimila 105 mö. kr. í maí og dróst saman um 7,6% milli ára, á föstu verðlagi. Innanlands dróst kortavelta íslenskra heimila saman um 10,5% að raunvirði í maí, en erlendis jókst hún um 4,5%. Heildarkortavelta Íslendinga (innanlands og erlendis) hefur nú dregist saman tvo mánuði í röð og þrjá mánuði í röð hefur kortavelta Íslendinga innanlands dregist saman.

Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna júnímælinga vísitölu neysluverðs. Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,87% milli mánaða í júní og að ársverðbólgan lækki úr 9,5% í 8,9%. Matarkarfan, reiknuð húsaleiga og flugfargjöld til útlanda munu samkvæmt okkar spá hafa mest áhrif til hækkunar. Við búumst við að verðbólga lækki áfram niður í 8,0% í júlí, en haldist rétt yfir 8% í ágúst og september. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs miðvikudaginn 28. júní.

Bandaríski seðlabankinn hélt vöxtum óbreyttum en Seðlabanki Evrópu hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Verðbólgan í Bandaríkjunum lækkaði úr 4,9% í 4,0% í maí.

Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð, Hagar héldu víxlaútboð og Reitir stækkuðu REITIR150531. Lánamál ríkisins hættu við fyrirhugað útboð ríkisbréfa en ákváðu í stað þess að halda aukaútboð ríkisvíxla.

Á hlutabréfamarkaði gerðu Alvotech og Teva samning um upphafsdag sölu á líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara og Brim samdi um sjálfbærnitengt sambankalán.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 19. júní 2023 (PDF)

Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.

Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Ferðafólk
23. júní 2025
Færri ferðamenn en meiri ferðaþjónusta?
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.
Íbúðahús
23. júní 2025
Vikubyrjun 23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.
Kortagreiðsla
19. júní 2025
Kortavelta Íslendinga erlendis eykst og veldur auknum greiðslukortahalla
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.
Hús í Reykjavík
16. júní 2025
Vikubyrjun 16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
12. júní 2025
Spáum 3,9% verðbólgu í júní
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.
Bílar
11. júní 2025
Merki um að bílakaup hafi aukist á ný
Eftir hægagang í bílaviðskiptum á síðasta ári virðast þau hafa færst í aukana í byrjun þessa árs. Um 53% fleiri fólksbílar hafa verið nýskráðir til einkanota á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Um 21% þeirra bíla sem hafa verið nýskráðir á þessu ári eru hreinir rafmagnsbílar.