Vikubyrjun 15. maí 2023
Í skuldabréfaútboðinu sem Reykjavíkurborg hélt í á miðvikudag í síðustu viku seldi borgin verðtryggð skuldabréf á gjalddaga 2032 á ávöxtunarkröfunni 3,6%. Þann sama dag var ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréf á gjalddaga 2033 1,8% þannig að kjörin sem Reykjavíkurborg bjóðast eru um 1,8% hærri en þau sem ríkinu bjóðast.
15. maí 2023
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Eimskip birtir árshlutauppgjör.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr síðustu könnun á væntingum markaðsaðila. Iceland Seafood og Brim birta árshlutauppgjör.
- Á fimmtudag birtir Alvotech árshlutauppgjör.
Mynd vikunnar
Í skuldabréfaútboðinu sem Reykjavíkurborg hélt á miðvikudag í síðustu viku seldi borgin verðtryggð skuldabréf á gjalddaga 2032 á ávöxtunarkröfunni 3,6%. Þann sama dag var ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréf á gjalddaga 2033 1,8% þannig að kjörin sem Reykjavíkurborg bjóðast eru um 1,8% hærri en þau sem ríkinu bjóðast. Til samanburðar var nær enginn munur á kjörunum sem Reykjavíkurborg og ríkinu buðust fyrir um ári síðan.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Brottfarir erlendra farþega um Leifsstöð voru 142 þúsund í apríl sem er þriðji mesti fjöldi sem mælst hefur í þessum mánuði, en í apríl 2017 voru þær 154 þúsund og í apríl 2018 148 þúsund. Bandaríkjamenn og Bretar voru fjölmennustu hóparnir og standa á bak við tvær af hverjum fimm brottförum.
- Skráð atvinnuleysi var 3,3% í apríl í samanburði við 3,5% í mars, en atvinnuleysi er alla jafna mest á veturna og lækkar með vorinu. Atvinnuleysi lækkaði nokkuð milli ára, en í apríl í fyrra mældist það 4,5%.
- Þrjú uppgjör voru í vikunni, en Reginn, Sýn og Kvika banki birtu uppgjör fyrir 1. ársfjórðung. Í öðrum fréttum af hlutabréfamarkaði má nefna að SKEL birti afkomuviðvörun, PLAY og Icelandair birtu flutningstölur, S&P breytti horfum á lánshæfismati Arion banka út stöðugum í neikvæðar og Alvotech samdi um markaðssetningu fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu.
- Fjögur skuldabréfaútboð voru haldin í síðustu viku. Lánamál ríkisins hélt útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum, Reykjavíkurborg hélt skuldabréfaútboð og Íslandsbanki hélt útboð á sértryggðum bréfum. Íslandsbanki gaf út skuldabréf í evrum. Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Erlendis lækkaði verðbólga í Bandaríkjunum úr 5,0% í 4,9%. Englandsbanki hækkaði vexti um 0,25 prósentustig en verðbólga þar er núna rétt yfir 10%.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans. Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).Þú gætir einnig haft áhuga á
26. maí 2023
Ársverðbólga úr 9,9% í 9,5%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% milli mánaða í maí og við það lækkaði ársverðbólgan úr 9,9% í 9,5%. Reiknuð húsaleiga hækkaði minna en við áttum von á og á stærstan hlut í muninum á mælingu Hagstofunnar og okkar spá fyrir maí.
25. maí 2023
Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður á fyrsta ársfjórðungi
Útflutningsverðmæti landsins jókst mjög á fyrsta fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Aukning varð í útflutningsverðmæti sjávarafurða og ferðaþjónustu en dróst örlítið saman fyrir ál. Það skýrist af fjölgun ferðamanna, hærra verði sjávarafurða og lækkun á álverði. Samanlagt útflutningsverðmæti stoðanna þriggja á fjórðungnum nam 266,8 mö.kr.
23. maí 2023
Hagvöxtur byggir sífellt meira á ferðaþjónustunni
Eftir mikinn samdrátt í ferðaþjónustu á heimsvísu vegna samkomutakmarkana í Covid-faraldrinum tók eftirspurn mikið stökk á síðasta ári, þegar samkomutakmarkanirnar voru að mestu afnumdar. Aðdragandinn var lítill og umskiptin því skörp. Þetta torveldaði allan undirbúning fyrir fyrirtækin en þrátt fyrir ákveðna hnökra, eins og skort á starfsfólki, náði greinin fljótt vopnum sínum og kom sterk til baka.
22. maí 2023
Vikubyrjun 22. maí 2023
Um 20% af allri kortaveltu íslenskra heimila fer núna fram erlendis, en aukning í kortaveltu íslenskra heimila síðan heimsfaraldrinum lauk hefur verið drifinn áfram af kaupum á vöru og þjónustu frá erlendum söluaðilum.
17. maí 2023
Spáum stýrivaxtahækkun um 1,0 prósentustig
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 1,0 prósentustig í næstu viku. Gangi spáin eftir fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 7,5% upp í 8,5%.
17. maí 2023
Spáum 9,6% verðbólgu í maí
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% milli mánaða í maí og að ársverðbólgan lækki úr 9,9% í 9,6%. Verðbólgan hefur reynst þrálát síðustu mánuði og meiri en spár gerðu ráð fyrir. Við gerum ráð fyrir því að toppnum sé náð, verðbólga fari hægt hjaðnandi og mælist 8,4% í ágúst. Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs föstudaginn 26. maí næstkomandi.
16. maí 2023
Kortavelta innanlands dróst saman um 7,2% í apríl
Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 5% í apríl, sé hún borin saman við aprílmánuð í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem heildarkortaveltan dregst saman milli ára. Kortavelta Íslendinga innanlands var 7,2% minni en í apríl í fyrra en erlendis jókst hún um 5%. Samdráttur í kortaveltu kann að vera merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu, en þó ber að varast að lesa of mikið í einstaka mánuði.
16. maí 2023
Ferðaþjónustan á fleygiferð
Um 142 þúsund erlendir ferðamenn fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í apríl og er þetta því þriðji stærsti aprílmánuður frá upphafi. Ferðir Íslendinga til útlanda í apríl voru 56 þúsund, örlítið færri en í fyrra. Þeir ferðamenn sem nú koma gera betur við sig en þeir gerðu fyrir faraldur. Þá hafa bílaleigubílar í umferð aldrei verið fleiri í apríl en nú.
9. maí 2023
Hætt við að aðhaldið dugi skammt gegn verðbólgu
Ekki er gert ráð fyrir að það takist að lækka skuldahlutfall ríkissjóðs fyrr en árið 2028 og þá aðeins örlítið, samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í apríl. Þá er áætlaður hægur afkomubati og að ríkissjóður verði rekinn með halla til ársins 2028. Það er eðlilegt að staldra við þegar ríkissjóður er rekinn með viðvarandi halla í efnahagsuppsveiflu, en á sama tíma ber að taka tillit til þess að viðsnúningur eftir faraldurinn taki einhvern tíma.
8. maí 2023
Vikubyrjun 8. maí 2023
Heildarlaun fólks í fullu starfi voru að meðaltali 871 þúsund króna í fyrra. Jafn stórt hlutfall karla og kvenna voru með laun á bilinu 800 til 850 þúsund krónur á mánuði. Ef litið er til dreifingar á heildarlaunum eftir kyni sést að karlar eru í meirihluta á efri launastigum og konur á þeim lægri.