Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs fyrir júlí og Seðlabankinn gefur út gögn um greiðslumiðlun.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn ársfjórðungslega könnun á væntingum markaðsaðila.
- Á fimmtudag birta Eimskip, Kvika banki, Síldarvinnslan og VÍS ársfjórðungsuppgjör.
- Á föstudag lýkur verðmælingum vegna mælingar vísitölu neysluverðs í ágúst, en Hagstofan birtir hana þriðjudaginn 30. ágúst.
Mynd vikunnar
Fjöldi erlendra ferðamanna sem fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í júlí var rúmlega 234 þúsund sem er 1,3% meira en í sama mánuði 2019, síðasta árið fyrir faraldur. Þetta var fyrsti mánuðurinn eftir faraldur sem fjöldi ferðamanna mælist meiri en í sama mánuði fyrir faraldur. Bandaríkjamenn voru flestir erlendra ferðamanna í júlí, eða ríflega þriðjungur. Þetta hlutfall er nokkuð svipað því sem var fyrir faraldur og staðfesting þess að ferðaþjónustan sé að ná vopnum sínum á ný.
Efnahagsmál
- Seðlabankinn birti tölur um raungengi í júlí en vísitala raungengis íslensku krónunnar lækkaði um 0,4% miðað við mánuðinn á undan.
- Icelandair og Play birtu flutningstölur fyrir júlímánuð.
- Ferðamálastofa birti tölur um brottfarir um Keflavíkurflugvöll.
- Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í júlí 3,2% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 3,3% frá júní.
Fjármálamarkaðir
- Lánamál ríkisins birtu markaðsupplýsingar fyrir júlímánuð.
- Skeljungur birti ársfjórðungsuppgjör.