At­vinnu­leysi enn á nið­ur­leið – en áfram mik­ið með­al er­lendra rík­is­borg­ara

Í janúar 2020, þegar atvinnuleysi var í hámarki hér á landi, var atvinnuleysi erlendra ríkisborgara 26% á meðan það var 12,8% meðal allra. Atvinnuleysi beggja hópa hefur minnkað mikið síðan, en mishratt. Nú í júlí var atvinnuleysishlutfall allra um 25% af því sem það var í janúar 2020 á meðan atvinnuleysishlutfall erlendra ríkisborgara var um 28% af því sem það var í janúar 2020. Atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hefur því minnkað hlutfallslega minna en meðaltal allra.
Krani með stiga
12. ágúst 2022 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í júlí 3,2% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og minnkaði úr 3,3% frá júní. Alls voru 6.560 á atvinnuleysisskrá í lok júlí.

Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni verða svipað í ágúst og var í júlí, rúmlega 3%. Atvinnuleysi í einstökum mánuði hefur ekki verið minna síðan í mars 2019 og atvinnuleysisstigið er nú orðið lægra en það var áður en faraldurinn skall á.

Atvinnuleysi er áfram langmest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum var 5,5%, en hefur ekki verið minna þar síðan í mars 2019. Hæst fór atvinnuleysið þar í 24,5% í júlí 2021. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var 3,5% og hefur heldur ekki verið lægra þar síðan í mars 2019.

Atvinnulausum fækkaði í öllum atvinnugreinum milli loka júní og júlí. Fækkunin var hlutfallslega mest í ferðatengdum atvinnugreinum og upplýsingatækni- og útgáfu, eða um 15%.

Sé litið á hlutfall erlendra ríkisborgara af hópi atvinnulausra hefur það verið með hæsta móti síðustu mánuði. Í júní fór þetta hlutfall yfir 44% í fyrsta skipti og lækkaði síðan niður í rúm 43% í júlí.

Áætlað er að atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hafi verið 7,3% í júlí, eða rúmlega tvöfalt meira en atvinnuleysi allra. Mikilvægi erlends starfsfólks hefur orðið sífellt meira í íslensku atvinnulífi og skýtur þessi staða því nokkuð skökku við.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi enn á niðurleið – en áfram mikið meðal erlendra ríkisborgara

Þú gætir einnig haft áhuga á
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur