Erlendir ferðamenn í fyrsta sinn fleiri en fyrir faraldur
Bandaríkjamenn voru flestir erlendra ferðamanna í júlí eða ríflega þriðjungur. Þetta hlutfall er nokkuð svipað því sem var fyrir faraldur og staðfesting þess að ferðaþjónustan sé að ná vopnum sínum á ný. Bandarískir ferðamenn voru tæplega 79 þúsund í júlí, eða 20% fleiri en í sama mánuði 2019, og var þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn, líkt og ferðamenn alls, voru fleiri en í sama mánuði fyrir faraldur.
Sé litið til þeirra 17 þjóða sem hefð hefur verið fyrir að telja sérstaklega inn í landið voru 8 tilfelli þar sem ferðamenn viðkomandi þjóðar voru fleiri en í sama mánuði árið 2019. Ferðamönnum frá Danmörku hefur fjölgað mest en 76% fleiri danskir ferðamenn voru hér á landi í júlí en í sama mánuði 2019. Næstmesta fjölgunin er í ferðamönnum frá Ítalíu, eða 59%, og þriðja mesta fjölgunin er hjá hollenskum ferðamönnum, 24%.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Erlendir ferðamenn í fyrsta sinn fleiri en fyrir faraldur