Viku­byrj­un 13 fe­brú­ar 2023

Á tímabilinu sem vextir voru hvað lægstir frá miðju ári 2020 til miðs árs 2022 voru flest ný íbúðalán óverðtryggð á meðan það var nettó uppgreiðsla á verðtryggðum íbúðalánum. Samhliða hækkandi vöxtum fóru heimilin í auknum mæli að taka verðtryggð lán.
Fjölbýlishús
13. febrúar 2023

Vikan framundan

  • Í dag birta Reitir ársuppgjör.
  • Á þriðjudaginn birta Eimskip og Síminn ársuppgjör.
  • Á miðvikudag birta Kvika banki, SKEL fjárfestingarfélag og Sýn ársuppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Seðlabankinn tölur um veltu greiðslukorta.
  • Í vikunni fara síðan fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs.

Mynd vikunnar

Á tímabilinu sem vextir voru hvað lægstir frá miðju ári 2020 til miðs árs 2022 voru flest ný íbúðalán óverðtryggð á meðan það var nettó uppgreiðsla á verðtryggðum íbúðalánum. Samhliða hækkandi vöxtum fóru heimilin í auknum mæli að taka verðtryggð lán og er algengasta form nýrrar lántöku nú verðtryggt lán frá banka, samkvæmt nýjustu gögnum sem ná til desembermánaðar í fyrra. Hjá lífeyrissjóðum er algengara að tekin séu óverðtryggð lán. Alls má sjá talsverðan samdrátt í nýjum útlánum miðað við fyrri mánuði sem er til marks um kólnandi íbúðamarkað.

Helsta frá vikunni sem leið

  • Peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,5 prósentustig og eru meginvextir bankans, innlánsvextir á 7 daga bundnum innlánum, því komnir upp í 6,5%. Meginvextir bankans hafa ekki verið hærri síðan í ágúst 2010. Í yfirlýsingu nefndarinnar er talsvert harðari tónn en við síðustu ákvarðanir. Nú er tekið fram að peningastefnunefnd telji líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í átt að markmiði innan ásættanlegs tíma. Ákvörðunin var í samræmi við væntingar okkar. Samhliða ákvörðuninni birti SÍ Peningamál með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá.
  • 121 þúsund erlendir farþegar fóru um Leifsstöð í janúar, sem eru álíka margir og í janúar 2020 en 13% færri en í janúar 2018. Bretar og Bandaríkjamenn voru langfjölmennustu hóparnir. Íslendingar slógu janúarmet í ferðalögum með 41.500 brottförum frá Keflavíkurflugvelli. Áður voru brottfarirnar flestar í janúar 2019, 40.600, og í janúar 2018 voru þær 39.000.
  • Skráð atvinnuleysi var 3,7% í janúar samanborið við 3,4% í desember. Þessi aukning skýrist frekar af árstíðarbundnum áhrifum en auknum slaka á vinnumarkaði, en skráð atvinnuleysi er að jafnaði mest í janúar og febrúar áður en það lækkar aftur með sumrinu. Atvinnuleysið hefur verið stöðugt síðustu mánuði. Það er lítið og fer tæpast mikið lægra í bili og er því vísbending um þá framleiðsluspennu sem ríkir í þjóðarbúinu.
  • Uppgjörstímabil stendur nú yfir, en Arion banki, Festi (fjárfestakynning), Íslandsbanki, Marel (fjárfestakynning), Reginn og Sjóvá birtu ársuppgjör.
  • Icelandair og Play birtu flutningstölur fyrir janúar.
  • Á skuldabréfamarkaði hélt Reykjavíkurborg útboð, Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar og Íslandsbanki gaf út útgáfuáætlun fyrir 2023..

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 13. febrúar 2023 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur