Viku­byrj­un 13 fe­brú­ar 2023

Á tímabilinu sem vextir voru hvað lægstir frá miðju ári 2020 til miðs árs 2022 voru flest ný íbúðalán óverðtryggð á meðan það var nettó uppgreiðsla á verðtryggðum íbúðalánum. Samhliða hækkandi vöxtum fóru heimilin í auknum mæli að taka verðtryggð lán.
Fjölbýlishús
13. febrúar 2023

Vikan framundan

  • Í dag birta Reitir ársuppgjör.
  • Á þriðjudaginn birta Eimskip og Síminn ársuppgjör.
  • Á miðvikudag birta Kvika banki, SKEL fjárfestingarfélag og Sýn ársuppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Seðlabankinn tölur um veltu greiðslukorta.
  • Í vikunni fara síðan fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs.

Mynd vikunnar

Á tímabilinu sem vextir voru hvað lægstir frá miðju ári 2020 til miðs árs 2022 voru flest ný íbúðalán óverðtryggð á meðan það var nettó uppgreiðsla á verðtryggðum íbúðalánum. Samhliða hækkandi vöxtum fóru heimilin í auknum mæli að taka verðtryggð lán og er algengasta form nýrrar lántöku nú verðtryggt lán frá banka, samkvæmt nýjustu gögnum sem ná til desembermánaðar í fyrra. Hjá lífeyrissjóðum er algengara að tekin séu óverðtryggð lán. Alls má sjá talsverðan samdrátt í nýjum útlánum miðað við fyrri mánuði sem er til marks um kólnandi íbúðamarkað.

Helsta frá vikunni sem leið

  • Peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,5 prósentustig og eru meginvextir bankans, innlánsvextir á 7 daga bundnum innlánum, því komnir upp í 6,5%. Meginvextir bankans hafa ekki verið hærri síðan í ágúst 2010. Í yfirlýsingu nefndarinnar er talsvert harðari tónn en við síðustu ákvarðanir. Nú er tekið fram að peningastefnunefnd telji líklegt að auka þurfi aðhaldið enn frekar á næstunni til þess að verðbólga hjaðni í átt að markmiði innan ásættanlegs tíma. Ákvörðunin var í samræmi við væntingar okkar. Samhliða ákvörðuninni birti SÍ Peningamál með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá.
  • 121 þúsund erlendir farþegar fóru um Leifsstöð í janúar, sem eru álíka margir og í janúar 2020 en 13% færri en í janúar 2018. Bretar og Bandaríkjamenn voru langfjölmennustu hóparnir. Íslendingar slógu janúarmet í ferðalögum með 41.500 brottförum frá Keflavíkurflugvelli. Áður voru brottfarirnar flestar í janúar 2019, 40.600, og í janúar 2018 voru þær 39.000.
  • Skráð atvinnuleysi var 3,7% í janúar samanborið við 3,4% í desember. Þessi aukning skýrist frekar af árstíðarbundnum áhrifum en auknum slaka á vinnumarkaði, en skráð atvinnuleysi er að jafnaði mest í janúar og febrúar áður en það lækkar aftur með sumrinu. Atvinnuleysið hefur verið stöðugt síðustu mánuði. Það er lítið og fer tæpast mikið lægra í bili og er því vísbending um þá framleiðsluspennu sem ríkir í þjóðarbúinu.
  • Uppgjörstímabil stendur nú yfir, en Arion banki, Festi (fjárfestakynning), Íslandsbanki, Marel (fjárfestakynning), Reginn og Sjóvá birtu ársuppgjör.
  • Icelandair og Play birtu flutningstölur fyrir janúar.
  • Á skuldabréfamarkaði hélt Reykjavíkurborg útboð, Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar og Íslandsbanki gaf út útgáfuáætlun fyrir 2023..

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 13. febrúar 2023 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Gata í Reykjavík
20. mars 2023

Vikubyrjun 20. mars 2023

Tæplega helmingur þeirra heimila sem tóku fasteignalán frá byrjun árs 2020 er með heildargreiðslubyrði húsnæðislána undir 150 þúsund krónum á mánuði og rúmlega 75% eru með greiðslubyrði undir 200 þúsundum. Þrátt fyrir vaxtahækkanir eru um 55% þessara heimila annað hvort með minni greiðslubyrði en þegar þau tóku lánið upphaflega eða aukna greiðslubyrði að 10 þúsund krónum.
Seðlabanki Íslands
16. mars 2023

Spáum 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í mars

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spáin eftir fara meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, úr 6,5% upp í 7,25%.
Íslenskir peningaseðlar
16. mars 2023

Spáum að verðbólga lækki í 9,8% í mars

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% milli mánaða í mars. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir að verðbólga lækki, þótt það gerist hægt, og mælist enn yfir 8% þegar sumarið kemur.
Fólk við Geysi
13. mars 2023

Vikubyrjun 13. mars 2023

Mannfjöldi hér á landi var 388 þúsund 1. janúar 2023. Íbúum fjölgaði um 11.500 í fyrra, sem samsvarar 3,1% fólksfjölgun, sé horft til breytinga milli 1. janúar hvers árs. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafnmikið og á síðasta ári.
6. mars 2023

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
Fimmþúsundkrónu seðlar
6. mars 2023

Vikubyrjun 6. mars 2023

Þótt verðbólgan sé svipuð nú og í júlí í fyrra hefur orðið sú breyting á að verðbólgan er almennari. Í júlí í fyrra höfðu 17% undirliða hækkað um meira en 10% yfir árið, en núna í febrúar var það hlutfall komið upp í 35%.
Frosnir ávextir og grænmeti
28. feb. 2023

Kröftugur hagvöxtur á síðasta ári, í samræmi við væntingar

Hagvöxtur mældist 6,4% árið 2022, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Hagvöxturinn var drifinn áfram af kröftugum vexti einkaneyslu og fjármunamyndunar. Útflutningur og innflutningur jukust verulega á milli ára, en heildaráhrif utanríkisverslunar á hagvöxt voru engin að þessu sinni. Tölurnar eru í takt við opinberar spár, en í nýjustu spá okkar frá því í október í fyrra gerðum við ráð fyrir 6,5% hagvexti.
Fataverslun
27. feb. 2023

Ársverðbólgan komin í tveggja stafa tölu

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39% milli mánaða í febrúar og ársverðbólgan jókst úr 9,9% í 10,2%. Þetta er mesta verðbólga sem hefur mælst í yfirstandandi verðbólgukúfi, og tveggja stafa verðbólga hefur ekki mælst á Íslandi síðan í september 2009. Verðbólgan var mun meiri en við áttum von á, en við höfðum spáð 9,6% ársverðbólgu í febrúar.
Grafarholt
27. feb. 2023

Vikubyrjun 27. febrúar 2023

Íbúðamarkaður heldur áfram að kólna og íbúðaverð lækkaði milli mánaða í janúar, þriðja mánuðinn í röð. 280 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru gefnir út á höfuðborgarsvæðinu og hafa þeir ekki verið færri í janúar síðan 2011.
Ferðafólk
23. feb. 2023

Launavísitalan enn á fullri ferð

Launavísitalan hækkaði um 0,2% milli desember 2022 og janúar 2023 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,6%, sem er lækkun frá síðasta mánuði og nálgast mánuðina þar á undan.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur