Viku­byrj­un 11. mars 2024

Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af heildarútflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti annars útflutnings var um 580 ma. kr. og skilaði því meira verðmæti en sjávarafurðir eða ál og álafurðir.
Ferðafólk
11. mars 2024

Vikan framundan

 • Í dag birtir Ferðamálastofa tölur um fjölda brottfara um Leifsstöð í febrúar.
 • Á þriðjudag verða birtar verðbólgutölur í Bandaríkjunum.
 • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar ásamt fyrra fjármálastöðugleikariti ársins.
 • Á föstudag birti Seðlabankinn greiðslumiðlun í febrúar.
 • Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs.

Mynd vikunnar

Ísland flutti út vörur og þjónustu fyrir um það bil 1.860 ma. kr. í fyrra. Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af útflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti þess sem flokkað er undir annan útflutning var um 580 ma. kr., meira en verðmæti áls og álafurða eða sjávarafurða. Í öðrum útflutningi felast ýmsar vörur og margs konar þjónusta. Verðmæti lyf og lækningatæki jukust mest á milli ára, úr 25 mö. kr. í 52 ma. kr.

Það helsta frá vikunni sem leið

 • Efling, SGS og Samiðn skrifuðu undir fjögurra ára kjarasamning við SA. Samningurinn gildir fyrir u.þ.b. 80.000 manns, ef miðað er við meðalfjölda þeirra sem greiða í félögin á ári, um 37% þeirra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. Í samningum felast launahækkanir í bilinu 3,25-3,5% á ári næstu fjögur ár með lágmarkskrónutöluhækkun. Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hverjar launahækkanir launafólks í félögunum gætu orðið, verði samningurinn samþykktur. Hafa ber í huga að launafólk með laun undir 730.000 fær prósentuhækkun umfram 3,25% á þessu ári, þar sem lágmarkskrónutöluhækkun er 23.750 kr.
 • Ólíklegt er að forsvarsmenn félaganna hefðu fallist á samninginn ef ekki hefði verið fyrir aðgerðaáætlun sem stjórnvöld kynntu samdægurs þar sem boðuð eru stóraukin fjárframlög til vinnandi fólks í lægri tekjuhópum, ekki síst fjölskyldufólks. Markmiðið með aðgerðapakkanum er að koma á sátt á vinnumarkaði svo unnt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Til þess að halda aftur af launakröfum er launafólki í lægri tekjuhópum, sérstaklega fjölskyldufólki, tryggð kjarabót í gegnum tilfærslukerfin. Aðgerðapakkinn felur í sér 80 milljarða útgjaldaaukningu, 20 milljarða á ári í fjögur ár, og ekki hefur komið fram með hvaða hætti útgjöldin verða fjármögnuð. Verði aðgerðirnar fjármagnaðar með lántöku þarf að greiða fyrir þær síðar, svo sem með því að halda aftur af útgjöldum eða auka tekjur.
 • Alls var 41,4 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra. Eins og við var búist var mikill halli á vöruskiptajöfnuði, mikill afgangur af þjónustujöfnuði, smá afgangur af frumþáttatekjum og smá halli á rekstrarframlögum. Við eigum von á að viðskipti við útlönd verði nokkurn veginn í jafnvægi 2024-2026. Áfram verður halli á vöruskiptajöfnuði og rekstrarframlögum, en afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum vegur upp hallann, gangi spá okkar eftir. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði nokkuð í fyrra, en í lok árs voru erlendar eignir þjóðarbúsins um 1.600 ma. kr. umfram erlendar skuldir.
 • Skráð atvinnuleysi var 3,9% í febrúar sem er 0,2 prósentustigum meira en fyrir ári síðan.
 • Icelandair og Play birtu flutningstölur fyrir febrúar.
 • Á skuldabréfamarkaði lauk Landsbankinn sölu á grænu skuldabréfum í evrum, Íslandsbanki lauk útboði á almennu skuldabréfi í íslenskum krónum, Arion banki lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum, Reykjavíkurborg lauk útboði á skuldabréfum og Alma lauk sölu á víxlum.
 • Á hlutabréfamarkaði birtu Hampiðjan, Kaldalón (fjárfestakynning) og Síldarvinnslan uppgjör.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 11. mars 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur