Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 11. mars 2024

Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af heildarútflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti annars útflutnings var um 580 ma. kr. og skilaði því meira verðmæti en sjávarafurðir eða ál og álafurðir.
Ferðafólk
11. mars 2024

Vikan framundan

  • Í dag birtir Ferðamálastofa tölur um fjölda brottfara um Leifsstöð í febrúar.
  • Á þriðjudag verða birtar verðbólgutölur í Bandaríkjunum.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar ásamt fyrra fjármálastöðugleikariti ársins.
  • Á föstudag birti Seðlabankinn greiðslumiðlun í febrúar.
  • Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs.

Mynd vikunnar

Ísland flutti út vörur og þjónustu fyrir um það bil 1.860 ma. kr. í fyrra. Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af útflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti þess sem flokkað er undir annan útflutning var um 580 ma. kr., meira en verðmæti áls og álafurða eða sjávarafurða. Í öðrum útflutningi felast ýmsar vörur og margs konar þjónusta. Verðmæti lyf og lækningatæki jukust mest á milli ára, úr 25 mö. kr. í 52 ma. kr.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Efling, SGS og Samiðn skrifuðu undir fjögurra ára kjarasamning við SA. Samningurinn gildir fyrir u.þ.b. 80.000 manns, ef miðað er við meðalfjölda þeirra sem greiða í félögin á ári, um 37% þeirra sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. Í samningum felast launahækkanir í bilinu 3,25-3,5% á ári næstu fjögur ár með lágmarkskrónutöluhækkun. Erfitt er að segja til um það nákvæmlega hverjar launahækkanir launafólks í félögunum gætu orðið, verði samningurinn samþykktur. Hafa ber í huga að launafólk með laun undir 730.000 fær prósentuhækkun umfram 3,25% á þessu ári, þar sem lágmarkskrónutöluhækkun er 23.750 kr.
  • Ólíklegt er að forsvarsmenn félaganna hefðu fallist á samninginn ef ekki hefði verið fyrir aðgerðaáætlun sem stjórnvöld kynntu samdægurs þar sem boðuð eru stóraukin fjárframlög til vinnandi fólks í lægri tekjuhópum, ekki síst fjölskyldufólks. Markmiðið með aðgerðapakkanum er að koma á sátt á vinnumarkaði svo unnt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Til þess að halda aftur af launakröfum er launafólki í lægri tekjuhópum, sérstaklega fjölskyldufólki, tryggð kjarabót í gegnum tilfærslukerfin. Aðgerðapakkinn felur í sér 80 milljarða útgjaldaaukningu, 20 milljarða á ári í fjögur ár, og ekki hefur komið fram með hvaða hætti útgjöldin verða fjármögnuð. Verði aðgerðirnar fjármagnaðar með lántöku þarf að greiða fyrir þær síðar, svo sem með því að halda aftur af útgjöldum eða auka tekjur.
  • Alls var 41,4 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra. Eins og við var búist var mikill halli á vöruskiptajöfnuði, mikill afgangur af þjónustujöfnuði, smá afgangur af frumþáttatekjum og smá halli á rekstrarframlögum. Við eigum von á að viðskipti við útlönd verði nokkurn veginn í jafnvægi 2024-2026. Áfram verður halli á vöruskiptajöfnuði og rekstrarframlögum, en afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum vegur upp hallann, gangi spá okkar eftir. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði nokkuð í fyrra, en í lok árs voru erlendar eignir þjóðarbúsins um 1.600 ma. kr. umfram erlendar skuldir.
  • Skráð atvinnuleysi var 3,9% í febrúar sem er 0,2 prósentustigum meira en fyrir ári síðan.
  • Icelandair og Play birtu flutningstölur fyrir febrúar.
  • Á skuldabréfamarkaði lauk Landsbankinn sölu á grænu skuldabréfum í evrum, Íslandsbanki lauk útboði á almennu skuldabréfi í íslenskum krónum, Arion banki lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum, Reykjavíkurborg lauk útboði á skuldabréfum og Alma lauk sölu á víxlum.
  • Á hlutabréfamarkaði birtu Hampiðjan, Kaldalón (fjárfestakynning) og Síldarvinnslan uppgjör.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 11. mars 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.