Viku­byrj­un 11. des­em­ber 2023

Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgaði um 40% milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs. Hlutfall þeirra af öllum kaupendum fór úr 26% í 33% og er nú svipað og í faraldrinum, þegar vextir voru hvað lægstir.
11. desember 2023

Vikan framundan

  • Í dag birtir Ferðamálastofa tölur yfir fjölda ferðamanna í nóvember.
  • Á þriðjudag lýkur verðkönnunarviku Hagstofunnar.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan gögn úr tekjuskiptingaruppgjöri heimilageirans á 3. ársfjórðungi.
  • Á föstudag birtir Seðlabankinn gögn um greiðslumiðlun í nóvember.

Mynd vikunnar

Íbúðamarkaður hefur tekið við sér í vetur og íbúðaverð hækkað á ný. Þrátt fyrir takmarkað aðgengi að lánsé fjölgaði fyrstu kaupendum um 40% milli annars og þriðja ársfjórðungs og hlutfall þeirra af öllum kaupendum hækkaði úr 26% í 33%. Hlutfallið er nú svipað og í faraldrinum þegar vextir voru hvað lægstir og fjöldi fólks sá sér skyndilega fært að komast inn á markaðinn. Ýmsir þættir kunna að spila inn í, t.d. fjölgaði hlutdeildarlánum á þriðja ársfjórðungi eftir að skilyrði fyrir slíkri lántöku voru útvíkkuð, en lánin eru einmitt ætluð til að aðstoða fyrstu kaupendur inn á markaðinn. Þá kann að vera að umræða um yfirvofandi íbúðaskort og verðhækkanir kyndi undir eftirspurn. Einnig er hugsanlegt að jákvæðari umfjöllun um verðtryggð lán auki vinsældir þeirra, en verðtryggð lántaka hefur færst mjög í aukana á síðustu mánuðum.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Seðlabankinn birti fundargerð fundar peningastefnunefndar 20.-21. nóvember. Í fyrsta sinn frá því í mars voru allir nefndarmenn sammála um vaxtaákvörðunina. Ákveðið var að halda vöxtum óbreyttum í ljósi óvissu tengdri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í fundargerðinni kemur fram að í ljósi verri verðbólguhorfa og þó nokkurs krafts í efnahagslífinu hefði líklega verið rétt að hækka vexti enn frekar ef ekki væri fyrir þessa óvissu.
  • Fjármálastöðugleikanefnd birti yfirlýsingu þar sem fram kemur að fjármálakerfið sé traust og eiginfjár- og lausafjárstaða bankanna sterk. Vanskil séu lítil og hafi aukist óverulega þrátt fyrir aukna verðbólgu. Ákveðið var að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%.
  • Skráð atvinnuleysi var 3,4% í nóvember samkvæmt mánaðarskýrslu sem Vinnumálastofnun birti á föstudag. Atvinnuleysi jókst úr 3,2% í október. Í fyrra hélst atvinnuleysi óbreytt milli október- og nóvembermánaðar. Því má hugsast að aukningin nú skýrist af lítillega minni spennu á vinnumarkaði í takt við lægri eftirspurnarþrýsting í hagkerfinu.
  • Alma íbúðafélag lauk sölu á víxlum, Hagar birtu niðurstöðu víxlaútboðs, Arion banki birti niðurstöðu útboðs almennra skuldabréfa og Kvika banki birti niðurstöðu útboðs víkjandi skuldabréfa. ÍL-sjóður birti niðurstöður tveggja skiptiútboða.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 11. desember 2023 (PDF)

Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.

Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Vöruhótel
26. feb. 2024
Vikubyrjun 26. febrúar 2024
Á árunum 2010 til 2019 var samfelldur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd. Nokkur halli var árin 2020 og 2021 á meðan heimsfaraldurinn geisaði, en síðan hafa utanríkisviðskipti verið nokkurn veginn í jafnvægi.
Gata í Reykjavík
22. feb. 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkar áfram örlítið milli mánaða
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar. Sérbýli hækkaði um 0,1% og fjölbýli um 0,4%. Raunverð íbúða er nokkurn veginn það sama og fyrir einu ári. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á milli ára síðustu fjóra mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur