Viku­byrj­un 11. des­em­ber 2023

Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fjölgaði um 40% milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs. Hlutfall þeirra af öllum kaupendum fór úr 26% í 33% og er nú svipað og í faraldrinum, þegar vextir voru hvað lægstir.
11. desember 2023

Vikan framundan

  • Í dag birtir Ferðamálastofa tölur yfir fjölda ferðamanna í nóvember.
  • Á þriðjudag lýkur verðkönnunarviku Hagstofunnar.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan gögn úr tekjuskiptingaruppgjöri heimilageirans á 3. ársfjórðungi.
  • Á föstudag birtir Seðlabankinn gögn um greiðslumiðlun í nóvember.

Mynd vikunnar

Íbúðamarkaður hefur tekið við sér í vetur og íbúðaverð hækkað á ný. Þrátt fyrir takmarkað aðgengi að lánsé fjölgaði fyrstu kaupendum um 40% milli annars og þriðja ársfjórðungs og hlutfall þeirra af öllum kaupendum hækkaði úr 26% í 33%. Hlutfallið er nú svipað og í faraldrinum þegar vextir voru hvað lægstir og fjöldi fólks sá sér skyndilega fært að komast inn á markaðinn. Ýmsir þættir kunna að spila inn í, t.d. fjölgaði hlutdeildarlánum á þriðja ársfjórðungi eftir að skilyrði fyrir slíkri lántöku voru útvíkkuð, en lánin eru einmitt ætluð til að aðstoða fyrstu kaupendur inn á markaðinn. Þá kann að vera að umræða um yfirvofandi íbúðaskort og verðhækkanir kyndi undir eftirspurn. Einnig er hugsanlegt að jákvæðari umfjöllun um verðtryggð lán auki vinsældir þeirra, en verðtryggð lántaka hefur færst mjög í aukana á síðustu mánuðum.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Seðlabankinn birti fundargerð fundar peningastefnunefndar 20.-21. nóvember. Í fyrsta sinn frá því í mars voru allir nefndarmenn sammála um vaxtaákvörðunina. Ákveðið var að halda vöxtum óbreyttum í ljósi óvissu tengdri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í fundargerðinni kemur fram að í ljósi verri verðbólguhorfa og þó nokkurs krafts í efnahagslífinu hefði líklega verið rétt að hækka vexti enn frekar ef ekki væri fyrir þessa óvissu.
  • Fjármálastöðugleikanefnd birti yfirlýsingu þar sem fram kemur að fjármálakerfið sé traust og eiginfjár- og lausafjárstaða bankanna sterk. Vanskil séu lítil og hafi aukist óverulega þrátt fyrir aukna verðbólgu. Ákveðið var að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%.
  • Skráð atvinnuleysi var 3,4% í nóvember samkvæmt mánaðarskýrslu sem Vinnumálastofnun birti á föstudag. Atvinnuleysi jókst úr 3,2% í október. Í fyrra hélst atvinnuleysi óbreytt milli október- og nóvembermánaðar. Því má hugsast að aukningin nú skýrist af lítillega minni spennu á vinnumarkaði í takt við lægri eftirspurnarþrýsting í hagkerfinu.
  • Alma íbúðafélag lauk sölu á víxlum, Hagar birtu niðurstöðu víxlaútboðs, Arion banki birti niðurstöðu útboðs almennra skuldabréfa og Kvika banki birti niðurstöðu útboðs víkjandi skuldabréfa. ÍL-sjóður birti niðurstöður tveggja skiptiútboða.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 11. desember 2023 (PDF)

Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.

Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur