Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Þjóð­hags- og verð­bólgu­spá 2019-2021

Eftir samfelldan hagvöxt frá og með árinu 2011 er komið að tímamótum í hagsveiflunni. Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á yfirstandandi ári. Samdrátturinn verður lítill og skammvinnur.
16. maí 2019

Þrátt fyrir töluverða þenslu í efnahagslífinu á síðustu árum er hagkerfið nú í mun meira jafnvægi og í sterkari stöðu en í lok fyrri þensluskeiða hér á landi. Tiltölulega hátt stýrivaxtastig og góð staða ríkisfjármála gerir það jafnframt að verkum að hægt verður að beita hagstjórnartækjum af töluverðum þunga til að milda áhrif samdráttarins og leggja grunn að sjálfbærri hagvaxtarþróun strax á næsta ári.

>> Hér má lesa þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans í heild sinni (PDF)

Hagvöxtur í fyrra var 4,6% samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en við höfðum spáð í október í fyrra þar sem gert var ráð fyrir 3,9% hagvexti. Á sama tíma reiknuðum við með að hagvöxtur yrði 2,6% á þessu ári. Meiriháttar áföll í lykilútflutningsgreinum okkar, ferðaþjónustu og sjávarútvegi í formi gjaldþrots WOW air og loðnubrests, hafa á hinn bóginn breytt efnahagshorfunum til hins verra. Í stað hóflegs vaxtar gerum við nú ráð fyrir 0,5% samdrætti landsframleiðslu á þessu ári. Við reiknum aftur á móti með því að þessi samdráttur vari stutt og strax á næsta ári megi gera ráð fyrir um 2,5% hagvexti, studdum af auknum fjárfestingum hins opinbera, íbúðafjárfestingu, einkaneyslu og hægfara viðsnúningi í ferðaþjónustunni. Árið 2021 gerum við ráð fyrir að landsframleiðslan vaxi um 2,9% sem skýrist fyrst og fremst af vexti einkaneyslu og útflutnings en við gerum ráð fyrir 5% fjölgun erlendra ferðamanna á næsta ári og 8,7% fjölgun 2021. Ef sú spá gengur eftir mun fjöldi ferðamanna árið 2021 verða ívið minni en árið 2018 þegar mest lét.

Langt vaxtalækkunarferli framundan

Verðbólga á fyrsta ársfjórðungi 2019 mældist 3,1% en við gerum ráð fyrir að hún nái hámarki á fyrri árshelmingi næsta árs og mælist þá 3,6%. Upp frá því teljum við að verðbólga mun leita aftur niður á við og fara niður í verðbólgumarkmiðið, 2,5%, á öðrum ársfjórðungi 2021.

Minni óvissa varðandi launaþróun næstu ára í kjölfar undirritunar kjarasamninga til næstu fjögurra ára og tiltölulega stöðugt gengi krónunnar þrátt fyrir efnahagsáföll síðustu mánuði mun slá á langtímaverðbólguvæntingar í atvinnulífinu og hnika þeim í átt að verðbólgumarkmiðinu á ný. Aukinn slaki í þjóðarbúinu mun aukinheldur í vaxandi mæli hafa kælandi áhrif á verðbólguþróunin og verðbólguvæntingar fram á mitt næsta ár. Það, ásamt inngripum seðlabankans á gjaldeyrismarkaði til að draga úr skammtímasveiflum á gengi krónunnar, skapar verulegt svigrúm til lækkunar stýrivaxta. Tvær reglulegar vaxtaákvarðanir eru eftir á skipunartíma núverandi seðlabankastjóra, í maí og júní. Við teljum líklegt að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveði að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í báðum tilfellum og að meginvextir bankans, þ.e. innlánsvextir á 7 daga bundnum innlánum, verði uppfrá því 4,0% fram á mitt næsta ár. Eftir því sem verðbólgan lækkar í átt að markmiði á seinni hluta tímabilsins teljum við líklegt að hæfilegt verði að halda raunvaxtastiginu óbreyttu sem kallar á frekari lækkun stýrivaxta um eitt prósentustig í 0,25 prósentustiga skrefum fram á mitt ár 2021. Innlánsvextir Seðlabankans gætu því verið komnir niður í 3,0% undir lok spátímans.

Ýmsir óvissuþættir sem geta haft veruleg áhrif á spána

Í ljósi viðsnúningsins í efnahagsþróuninni sem nú er framundan eykst hættan á að hagstjórnarmistök geti haft neikvæð áhrif á þá aðlögun sem þarf að eiga sér stað, hvort sem er í stjórn peningamála eða ríkisfjármála. Auk þess er mikil óvissa um þróun í fjölda ferðamanna á næstu árum sem getur haft mikil áhrif á þróun stærstu útflutningsatvinnugreinar þjóðarinnar. Í spánni er gert ráð fyrir u.þ.b. 14% fækkun ferðamanna á yfirstandandi ári en hóflegri fjölgun næstu tvö árin. Ef fækkun ferðamanna verður mun meiri en spáin gerir ráð fyrir gæti það dýpkað samdráttinn á þessu ári töluvert og hægt á efnahagsbatanum á komandi árum.

Aðrir veigamiklir óvissuþættir hvað verðbólguþróun næstu ára áhrærir eru gengisþróun krónunnar. Sú óvissa tengist að vissu leyti þróuninni í ferðaþjónustu en einnig óvissu varðandi fjárfestingaflæði til og frá landinu. Þessu til viðbótar er töluverð óvissa varðandi verðþróun á húsnæði en það hefur verið og mun áfram verða ráðandi þáttur í verðbólguþróuninni á næstu misserum.

Að lokum er fjöldi erlendra óvissuþátta fyrir utan áhrifasvið íslenska hagkerfisins, svo sem efnahagshorfur í helstu viðskiptalöndum okkar, viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína, mögulegar breytingar á olíuverði og verði á öðrum hrávörum sem getur haft veruleg áhrif á bæði verðbólgu- og efnahagshorfur hér á landi.

>> Hér má lesa þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans í heild sinni (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. des. 2025
Mánaðamót 1. desember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. des. 2025
Vikubyrjun 1. desember 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.