Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Halli á við­skipt­um við út­lönd á 2. árs­fjórð­ungi

Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
Lyftari í vöruhúsi
5. september 2024

Á öðrum ársfjórðungi mældist 30,5 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti fyrr í vikunni. Það var nokkur afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlög. Þetta er sjötti ársfjórðungur í röð sem afgangur mælist af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum og halli á vöruskiptum og rekstrarframlög.

Mun verri niðurstaða en í fyrra

Á sama ársfjórðungi í fyrra mældist 6 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er því 37 ma. kr. verri niðurstaða en þá.  Munar langmestu um að afgangurinn af þjónustujöfnuði dróst saman um 22 ma. kr. á milli ára, en auk þess jókst hallinn af vöruskiptajöfnuði um 7 ma. kr., afgangurinn af frumþáttatekjum dróst saman um 6 ma. kr. og hallinn af rekstrarframlögum jókst um 2 ma. kr. Nánar er farið í vöru- og þjónustujöfnuður í Hagsjá sem við birtum í síðustu viku.

Athygli vekur að krónan styrktist lítillega á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir þennan mikla halla, en evran stóð í 148,9 krónum í lok fjórðungsins samanborið við 149,9 krónur í upphafi hans. Skýrist það líklega af því að greiðsluflæði fylgir ekki endilega öllum viðskiptum sem koma fram í viðskiptajöfnuði.

Erlend staða þjóðarbúsins versnaði lítillega

Í lok annars ársfjórðungs var hrein erlend staða þjóðarbúsins 1.705 ma. kr. sem samsvarar 39% af vergri landsframleiðslu. Hrein staða versnaði um 47 ma. kr. á fjórðungnum, en er engu að síður betri en á sama tíma í fyrra. Almennt skýrast breytingar á erlendri stöðu annars vegar af fjármagnsjöfnuði (t.d. ef innlendur aðili kaupir erlendar eignir eða tekur erlent lán) og hins vegar af gengis- og verðbreytingum (t.d. ef erlend hlutabréf í eigu innlendra aðila hækka eða lækka í verði í krónum). Að þessu sinni hafði fjármagnsjöfnuðurinn 40 ma. kr. áhrif til lækkunar á hreinni erlendri stöðu en gengis- og verðbreytingar höfðu 24 ma. kr. áhrif til hækkunar. Báðar stærðir eru frekar lágar í sögulegu samhengi, en gengis- og verðbreytingar höfðu 196 ma. kr. áhrif til hækkunar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og 246 ma. kr. áhrif til hækkunar á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Erlendar eignir jukust síðan um 88 ma. kr. og erlendar skuldir um 119 ma. kr. vegna „annarra breytingar“ samkvæmt gögnum Seðlabankans.

Eignir nú meiri en skuldir

Sögulega séð hefur íslenska þjóðarbúið alltaf skuldað meira en það hefur átt erlendis. Það varð breyting þar á með uppgangi ferðaþjónustunnar og mældust erlendar eignir meiri en erlendar skuldir í fyrsta sinn í lok árs 2016. Til að setja stöðuna núna í alþjóðlegt samhengi má geta þess að hrein erlend staða þjóðarbúsins er mjög svipuð og í Danmörku og Svíþjóð, sem hlutfall af landsframleiðslu.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk við Geysi
19. ágúst 2025
Útflutningur í sókn en innflutningur líka
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.
Frosnir ávextir og grænmeti
18. ágúst 2025
Vikubyrjun 18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.
Seðlabanki Íslands
15. ágúst 2025
Ekki horfur á frekari vaxtalækkun á árinu
Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar.
Flugvél á flugvelli
14. ágúst 2025
Spáum óbreyttri verðbólgu í ágúst
Við spáum því að verðbólga standi í stað í ágúst og mælist 4,0%. Eins og alla jafna í ágústmánuði má búast við að sumarútsölur gangi til baka að hluta. Einnig má gera ráð fyrir lækkandi flugfargjöldum. Næstu mánuði gerum við ráð fyrir að verðbólga aukist lítillega en hjaðni svo undir lok árs, og mælist 4,0% í desember.
Flugvöllur, Leifsstöð
13. ágúst 2025
Aukinn kaupmáttur, meiri neysla og fleiri utanlandsferðir
Neysla landsmanna virðist halda áfram að aukast og utanlandsferðir hafa verið þó nokkuð fleiri á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Launavísitalan hefur enda hækkað um 8,1% á síðustu tólf mánuðum og kaupmáttur haldið áfram að aukast. Atvinnuleysi hefur haldist nokkuð hóflegt. Það er þó lítillega meira en á sama tíma í fyrra og merki eru um að spenna á vinnumarkaði fari smám saman dvínandi.
11. ágúst 2025
Vikubyrjun 11. ágúst 2025
Í síðustu viku tóku gildi nýir tollar á innflutning til Bandaríkjanna. Nokkrar áhugaverðar hagtölur koma í þessari viku: brottfarir um Keflavíkurflugvöll, skráð atvinnuleysi, væntingakönnun markaðsaðila og greiðslumiðlun. Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs og uppgjörstímabil í Kauphöllinni heldur áfram með sex uppgjörum.
Epli
5. ágúst 2025
Vikubyrjun 5. ágúst 2025
Gistinóttum á landinu fjölgaði alls um 8,4% á milli ára í júní. Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt á milli mánaða og Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum.
1. ágúst 2025
Mánaðamót 1. ágúst 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Bananar
28. júlí 2025
Vikubyrjun 28. júlí 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,2% í 4,0% í júlí. Við teljum ekki horfur á að verðbólga fari aftur niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í ár, heldur haldist á bilinu 4,0% til 4,3% út árið.
25. júlí 2025
Minni verðbólga með bættri aðferð
Nú er liðið rúmt ár síðan Hagstofan tók upp nýja aðferð við að mæla reiknaða húsaleigu, sem er sá hluti vísitölu neysluverðs sem metur kostnað fólks við að búa í eigin húsnæði.