Ferða­þjón­ustu­ráð­stefna Lands­bank­ans 2019

Landsbankinn hélt ráðstefnu um stöðu og horfur í ferðaþjónustu á Íslandi fimmtudaginn 26. september 2019 í Silfurbergi Hörpu.
Umræður á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans 2019
27. september 2019 - Landsbankinn

Setning ráðstefnu

Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, ræddi m.a. um mikinn vöxt ferðaþjónustu, úr því að skapa 20% útflutningstekna árið 2010 í um 40% útflutningstekna. Ferðaþjónustan væri orðin það stór að sem atvinnugrein keppi hún nú af meiri krafti við aðrar atvinnugreinar um auðlindir landsins. „Á nýliðinni ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna þar sem Landsbankinn skrifaði undir viðmið um ábyrgan bankarekstur dró ég upp þá mynd að á Íslandi stæðum við í raun frammi fyrir því vali að „virkja foss“ til þess annars vegar að horfa á og bjóða gestum að njóta með okkur eða hins vegar að virkja hann til þess að mæta aukinni þörf fyrir raforku,“ sagði hún. Nauðsynlegt væri að gera sér grein fyrir því að allar ákvarðanir, líka í bankaþjónustu, fælu í sér nýtingu auðlinda.

Vöxturinn í ferðaþjónustu hefði verið ævintýralegur og verðskuldaður. „Í Landsbankanum höfum við stutt vel við ferðaþjónustu og trúum á framtíðina. Ein áskorun sem við stöndum frammi fyrir í bankanum, ásamt öðrum sem eru að fjárfesta í vexti í ferðaþjónustu, er að gögn og áreiðanlegar upplýsingar um ferðamenn eru enn af skornum skammti. Með því að halda ráðstefnu sem þessa viljum við í Landsbankanum leggja okkar á vogaskálarnar til að bæta og þroska upplýsingagjöf og hlúa þannig að framtíðinni,“ sagði hún.

„Þegar erlendum ferðamönnum fækkar um rúmlega 13% milli ára þá kemur ekki á óvart að heildarfjöldi gistinátta útlendinga dragist saman. Fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði skráðum gistinóttum um 1,8% en sé einnig tekið tillit til óskráðra gistinátta var samdrátturinn nálægt 4%. En þar sem fækkun gistinátta er mun minni en fækkun ferðmanna blasir við að dvalartími ferðamanna hefur lengst,“ sagði Daníel.

Í erindi sínu fjallaði Daníel ítarlega um gistimarkaðinn. Hann benti m.a. á að fjöldi hótelherbergja á heilsárshótelum hefur fjórfaldast frá síðustu aldamótum, úr 2.500 í rúmlega 10.000. Á sama tíma fjölgaði erlendum ferðamönnum áttfalt. Herbergjanýting hefði dalað frá árinu 2017 sem skýrist líklega að hluta af sterkri innkomu Airbnb inn á gistimarkaðinn. Nýtingin væri enn góð, óskráð gisting, s.s. í gegnum Airbnb, hefði hins vegar gefið meira eftir. „Haldi þessi þróun áfram, þ.e.a.s. að fækkun ferðamanna komi einkum niður á fækkun gistinátta í óskráðri gistingu, munu áhrif brotthvarfs WOW air á íslensk hótel og gistiheimili ekki verða jafn mikil og ætla hefði mátt í fyrstu. Þannig má áfram gera ráð fyrir að fækkun erlendra ferðamanna næstu mánuði muni ekki skila sér í samsvarandi fækkun gistinátta erlendra ferðamanna. Hótelin geta í raun fjölgað gistinóttum umtalsvert þrátt fyrir fækkun ferðamanna ef þau ná að saxa á markaðshlutdeild óskráðrar gistingar í gegnum vefsíður á borð við Airbnb,“ sagði Daníel.

Í fyrirlestri sínum fjallaði Daníel einnig um tengsl gengis og raungengis krónunnar við ferðaþjónustu, heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar, neyslu ferðamanna, starfsfólk í ferðaþjónustu og veltu fyrirtækja í greininni. Hann lauk fyrirlestri sínum á spá til næstu ára. „Við spáum því að fjöldi erlendra gesta sem sækja mun landið heim með flugi á þessu ári verði rúmlega 2 milljónir og að þeim fækki um tæplega 14% frá fyrra ári. Á næsta ári spáum við 3% fjölgun erlendra ferðamanna. Horfur eru heldur óljósari fyrir árið 2021. Með fyrirvara um fjölda óvissuþátta, sem bæði geta aukið og dregið úr straumi ferðamanna til landsins, gerum við ráð fyrir 5% fjölgun ferðamanna það ár. Gangi spáin eftir verður fjöldi erlendra ferðamanna árið 2021 um 2,2 milljónir sem er svipaður fjöldi og árinu 2017,“ sagði Daníel.

Áhrifin af falli WOW air virðast hafa komið harðast niður á fyrirtækjum á suðvesturhorni landsins. Þannig var hlutfall fyrirtækja sem varð fyrir tekjusamdrætti hæst á Suðurnesjum, eða 90%, en næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, eða 78%. Fyrirtæki á Austurlandi og Norðurlandi fundu minnst fyrir samdrættinum.

Gústaf fjallaði einnig um þá ákvörðun Icelandair að auka vægi erlendra ferðamanna á kostnað skiptifarþega í sínu flugi sem hefði dregið töluvert úr áhrifunum af falli WOW air.

Telja áhrifin af kjarasamningum meiri en af falli WOW air

Rauði þráðurinn í kjarasamningunum í vor voru krónutöluhækkanir sem höfðu þau áhrif að lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest. Gústaf benti á að töluverður hluti af starfsfólki í ferðaþjónustu fengi laun sem væru undir meðallagi. Því mætti ætla að ferðaþjónustan hefði fundið meira fyrir þessum kjarasamningum en margar aðrar atvinnugreinar. „Margir höfðu haft áhyggjur af miklum launahækkunum en niðurstaða kjarasamninga var fremur hófstillt. Því kemur það nokkuð á óvart hversu hátt hlutfall fyrirtækja í ferðaþjónustu taldi sig þurfa að grípa til uppsagna vegna þeirra en 46%, eða tæplega helmingur, telur sig hafa þurft að segja upp einhverjum hluta stöðugilda vegna samninganna. Til samanburðar var hlutfall fyrirtækja sem greip til uppsagna vegna falls WOW air mun minna, eða 28%, og áhrif kjarasamninga á uppsagnir því mun víðtækari en af falli WOW air [skv. könnuninni].“

Kristján rakti fleiri dæmi um mikil áhrif af beinu flugi til landsins, s.s. til og frá Róm, Moskvu og nokkurra borga á Spáni. Hann fjallaði einnig um mikinn slag um Dallas-flugið sumarið 2018 þegar Icelandair, WOW air og American Airlines buðu öll upp á flug til og frá borginni. Áhrifin hefðu orðið þau að sumarið og haustið 2018 komu um 24.000 ferðamenn frá Dallas til Íslands. Til samanburðar komu 21.000 ferðamenn frá Sviss á sama tíma. Þessi óvænta aukning í flugsamgöngum til Dallas hefði því haft gríðarleg áhrif. Nú hefði Icelandair og auðvitað WOW air hætt Dallas-flugi og American Airlines væri á sömu buxunum.

Kristján benti að lokum á að mikilvægt væri að erlendu flugfélögin drægju ekki meira úr Íslandsflugi en þau hefðu þegar gerð enda hefði lítið verið fyllt upp í það skarð sem WOW air skyldi eftir sig. Þá benti hann á að íslensku félögin hefðu sótt myndarlega styrki út í heim fyrir flugi. „Gæti sama þróun orðið hér,“ spurði Kristján.

Leitin að þessum samnefnara fólst m.a. í víðtæku samráði við hagsmunaaðila, rannsóknarvinnu og ítarlegri greiningu. Haldnar voru vinnustofur um allt land og rætt var við yfir 350 hagaðila. Pétur sagði frá því að á vinnustofunum var fólk beðið um að nefna þau þrjú orð sem þau teldu að lýstu best núverandi ímynd Íslands á erlendum mörkuðum og einnig þau þrjú orð þau vildu helst að útlendingar tengdu við Ísland til framtíðar litið. Þau orð sem voru oftast nefnd í framtíðarsýninni voru sjálfbærni, náttúra, gæði og hreinleiki. Sjálfbærni stóð þó upp úr.

Pétur benti á að misjafnt væri eftir atvinnugreinum hversu vel þær gætu tengt við þá ímynd Íslands að hér er óspillt náttúra. Sú ímynd hefði t.a.m. fremur lítið að segja fyrir hátæknifyrirtæki og fyrirtæki í líf- og heilbrigðistækni. Á hinn bóginn myndi það gagnast fyrirtækjum í öllum greinum atvinnulífsins ef Ísland væri tengt við sjálfbærni. „Og við höfum góða sögu að segja. Við mælum þessa þætti og við höfum mjög sterka stöðu þegar kemur að sjálbærni meðal þjóða,“ sagði Pétur.

Hann fjallaði töluvert um aukna áherslu neytenda á umhverfismál og sjálfbærni. Í þessu breytta viðhorfi fælust mikil tækifæri fyrir Ísland. Neytendur væru tilbúnir til að greiða meira fyrir vöru og þjónustu sem stæðu fyrir gæði og munað, einfölduðu lífið, stuðluðu að betri heilsu og – síðast en ekki síst - færu betur með umhverfið og væru framleiddar með mannúðlegum hætti. Þessi aukna áhersla á umhverfismál passaði mjög vel við þann markhóp sem íslensk ferðaþjónusta hefði lagt áherslu á. Til framtíðar væri gott að markaðssetja Ísland sem sjálfbært land, sem gott er að búa í og gott er að ferðast til.

Pallborðsumræður um framtíðarhorfur ferðaþjónustu og flugrekstrar á Íslandi

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, tóku þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni.

Bjarnheiður sagði ljóst að staða ferðaþjónustunnar í dag væri mun betri en útlit var fyrir þegar WOW air varð gjaldþrota í mars 2019. „Það virðist hafa unnið varnarsigur,“ sagði hún. Bogi tók undir þetta og sagði að staðan væri góð. Þótt ferðamönnum hefði fækkað hefðu tekjur á hvern ferðamann aukist og kannanir sýndu að þeir væru ánægðari með heimsóknina en áður. „Staðan er að mínu mati betri og sjálfbærari en fyrir ári síðan,“ sagði hann. Sveinbjörn tók einnig undir þessi orð og benti m.a. á að tekjur af verslun, á hvern farþega, hefðu aukist á Keflavíkurflugvelli.

Í pallborðsumræðunum var rætt um söfnun og birtingu upplýsinga um ferðaþjónustuna, áhrifin af kyrrsetningu Boeing 737 MAX flugvéla Icelandair, uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli, áhrif nýrra kjarasamninga á ferðaþjónustufyrirtæki, gengi krónunnar, samsetningu ferðamanna, fjárfestingar í ferðaþjónustu, skattheimtu og ýmislegt fleira.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
2. feb. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. febrúar 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
1. feb. 2024
Spáum óbreyttu vaxtastigi í næstu viku
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Þótt verðbólgan fari hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt teljum við ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Við búumst frekar við að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík.
Paprika
30. jan. 2024
Verðbólgan 6,7% og hjaðnar meira en búist var við
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16% milli mánaða í janúar og við það hjaðnaði ársverðbólga úr 7,7% í 6,7%. Nýir bílar hækkuðu minna í verði en við bjuggumst við og flugfargjöld lækkuðu óvænt. Aðrir liðir voru nokkurn veginn eins og við höfðum spáð. Hagstofan boðar breytta aðferðafræði við mælingu á húsnæðislið sem innleidd verður í vísitöluna á vormánuðum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur