Það er mismunandi eftir hverri kortategund hversu háa fjárhæð er hægt að taka út á sólarhring. Eigendur hraðbankanna geta einnig verið með eigin úttektarreglur sem mögulega takmarka úttektir meira en það sem við leyfum.
Úttektarmörk Landsbankakorta í hraðbönkum á sólarhring:
Debetkort
- Klassa og Námu debetkort: 50.000 kr.
- Debetkort Landsbankans: 300.000 kr.
- Debetkort fyrir fyrirtæki: 300.000 kr.
Kreditkort
- Almennt kreditkort og Gullkort: 120.000 kr.
- Platinum- og Premiumkort: 200.000 kr.
- Fyrirtækjakort: 200.000 kr.
- Innkaupakort: 0 kr.
Fyrirframgreidd kort
- Vasapeningar: 50.000 kr.
- Plúskort: 120.000 kr.
- Plúskort+: 120.000 kr.
Úttektir erlendis eru miðaðar við gengi Landsbankans fyrir Visa kort og eru háðar reglum í hverju landi fyrir sig.
ATH. 3 tímar þurfa að líða á milli hraðbankaúttekta erlendis.
Þóknun vegna hraðbankaúttekta er skv. verðskrá Landsbankans á hverjum tíma.