Aðgangsheimildir

Fólk í sumarbústað

Sam­eig­in­leg sýn á fjár­málin

Það er ein­falt að sinna fjár­mál­un­um sam­an í app­inu.

Hvernig sinnum við fjármálunum saman?

Í appinu getur þú valið hvort þú veitir öðrum skoðunaraðgang að fjármálunum þínum eða leyfi til að framkvæma helstu aðgerðir fyrir þína hönd, allt eftir því hvað hentar þér og þínum. Þú getur einnig fellt aðgangsheimildirnar niður með einföldum hætti.

Þú getur veitt aðgang að:

Bankareikningum
Staða og færslur aftur í tímann og/eða leyfi til að millifæra.
Ógreiddum reikningum
Yfirlit yfir ógreidda reikninga og heimild til að greiða þá.
Rafrænum skjölum
Yfirlit yfir rafræn skjöl og heimild til að opna þau og lesa.
Kortum
Staða og færslur á kortum aftur í tímann.
Verðbréfum
Staða og viðskiptasaga eignasafns og/eða heimild til að eiga viðskipti.
Skjáskot af bankareikningum í appi

1. Veldu bankareikning

Veldu aðgerðahnappinn (þrír punktar) við þann bankareikning sem þú vilt veita aðgang að.

Skjáskot af valmynd í appi

2. Veldu aðgangsheimildir

Veldu aðgangsheimildir í valmyndinni sem birtist.

Skjáskot af aðgangsheimildum í appi

3. Veittu heimild

Bættu við þeim sem þú vilt veita heimild. Þú getur valið hvort viðkomandi fær skoðunar- eða millifærsluheimild.

Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur