Priority Pass
Aðgangur að betri stofum
Með Priority Pass getur þú fengið aðgang að yfir 1.300 betri stofum á flugvöllum í yfir 600 borgum um allan heim.
Hvað er Priority Pass?
Aðild að Priority Pass fylgir ákveðnum Visa kreditkortum. Með henni fæst aðgangur fyrir korthafa og ferðafélaga þeirra að þeim betri stofum flugvalla sem tilgreindar eru á vefsíðu Priority Pass, ásamt upplýsingum um þá aðstöðu sem í boði er. Það er einfalt að búa til aðgang á vefsíðu Priority Pass en frá og með 10. febrúar 2023 er einungis hægt að notast við Priority Pass appið.
Stofna aðgang og sækja Priority Pass appið
Priority Pass appið
Þegar þú hefur stofnað aðgang getur þú farið í þá betri stofu sem þér hentar með því að sýna appið.
Heimsóknargjald er USD 32 fyrir korthafa og er skuldfært með færslu í gegnum Priority Pass í kjölfar heimsóknar í betri stofu. Sama gjald er fyrir gest korthafa.