Priority Pass

Að­gang­ur að betri stof­um

Með Pri­o­rity Pass get­ur þú feng­ið að­gang að yfir 1.300 betri stof­um á flug­völl­um í yfir 600 borg­um um all­an heim.

Hvað er Priority Pass?

Aðild að Priority Pass fylgir ákveðnum Visa kreditkortum. Með henni fæst aðgangur fyrir korthafa og ferðafélaga þeirra að þeim betri stofum flugvalla sem tilgreindar eru á vefsíðu Priority Pass, ásamt upplýsingum um þá aðstöðu sem í boði er. Það er einfalt að búa til aðgang á vefsíðu Priority Pass en frá og með 10. febrúar 2023 er einungis hægt að notast við Priority Pass appið.

Stofna aðgang og sækja Priority Pass appið

2
Gefur upp 8 fyrstu stafina á kreditkortinu þínu.
3
Velur Ísland sem þitt svæði (residence).
4
Gefur upp persónuupplýsingar, s.s. tölvupóst, símanúmer, kreditkortanúmer sem heimsóknargjald er rukkað á.
5
Sækir Priority Pass appið og skráir þig inn með notendanafni og lykilorði sem þú valdir þér.
6
Stafræna kortið virkjast strax og tekur við af Priority Pass kortinu.

Priority Pass appið

Þegar þú hefur stofnað aðgang getur þú farið í þá betri stofu sem þér hentar með því að sýna appið.

Heimsóknargjald er USD 32 fyrir korthafa og er skuldfært með færslu í gegnum Priority Pass í kjölfar heimsóknar í betri stofu. Sama gjald er fyrir gest korthafa.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur