Neyðaraðstoð og ferðatryggingar
Neyðaraðstoð og ferðatryggingar
Landsbankinn veitir korthöfum sínum neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins. Vörður sér um ferðatryggingar allra kreditkorta Landsbankans. Innan ferðatrygginga fellur neyðaraðstoð og þjónusta SOS International þegar um alvarlegri tilvik og slys ræðir.

Neyðaraðstoð og svikavakt
Alltaf er hægt að hringja í aðalnúmer Landsbankans 410-4000. Starfsfólk bankans er við símann og sinnir neyðaraðstoð vegna svikamála frá kl. 9 til 23 alla daga. Utan þess tíma færast símtöl sjálfkrafa yfir á neyðarnúmer vegna Visa-korta.
Gruni þig að þú hafir orðið fyrir fjársvikum hafðu þá samband við okkur sem fyrst. Við minnum á að í appinu er hægt að framkvæma neyðarlokun sem lokar bæði aðgangi að appi, netbönkum og kortum.

Neyðarþjónusta Visakorta
Allan sólahringinn alla daga ársins geta korthafar Landsbankans haft samband ef upp koma vandamál með greiðslukortin, þau týnast eða þeim er stolið. Við hvetjum viðskiptavini til hafa strax samband við okkur ef grunur er um að kortinu hafi verið stolið. Einnig bendum við á að korthafar geta sjálfir sett á öryggisstillingar í appinu.
Beint símanúmer eftir lokun bankans í neyðarþjónustu Visakorta er 525-2000.
Neyðaraðstoð SOS
SOS International sér um neyðaraðstoð fyrir kreditkorthafa Landsbankans, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Einnig má hafa má samband við Vörð tryggingar á skrifstofutíma eða neyðarþjónustu korthafa. SOS International veitir þér rétt til þrenns konar aðstoðar án aukakostnaðar.
Læknishjálp
Útvegar læknishjálp erlendis án aukakostnaðar.
Flutningar
Annast sjúkraflutninga, ferðalög vandamanna og flutning jarðneskra leifa heim.
Sjúkrakostnaður
Veitir tímabundna fyrirgreiðslu vegna sjúkrakostnaðar.

Ferðatryggingar Visakorta
Ferðatryggingar eru innifaldar í árgjöldum flestra kreditkorta en þær eru mismunandi eftir kortum.Tryggingafélagið Vörður sér um kortatryggingar Landsbankans og við hvetjum þig til að kynna þér þær tryggingar sem fylgja þínu korti á vef Varðar.
Starfsfólk Varðar metur tjón og greiðir út bætur samkvæmt tryggingaskilmálum þeirra. Vörður sér einnig um aðstoð við korthafa sem þurfa að leita til neyðarþjónustu SOS. Nánari upplýsingar veitir Vörður í síma 514 1000 eða á www.vordur.is.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.