Endurkröfur

End­ur­kröf­ur

Endurkröfuréttur kortafærslna

Ef þú tekur eftir óvenjulegri kortafærslu, eða hefur nú þegar greitt með kortinu þínu fyrir vöru eða þjónustu sem hefur ekki skilað sér, getur þú átt rétt á endurkröfu samkvæmt endurkröfureglum kortasamtaka.

Var greiðslan samþykkt með auðkenningu?

Ef greiðsla með korti er samþykkt með auðkenningu (rafrænu skilríki, lífkenni, PIN eða með öðrum hætti) telst hún heimiluð færsla og fæst ekki endurgreidd hjá Landsbankanum. Þetta á við um posagreiðslur, snjallsíma- og snjallúragreiðslur og greiðslur í vefverslun á netinu.

Ef korthafi verður var við óeðlilega notkun kortsins skal hann loka greiðslukortinu samstundis og kæra háttsemina til lögreglu. Það er hægt að loka korti í Landsbankaappinu eða í síma 410 1000.

Ertu með athugasemd við kortafærslu?

Ef þú kannast ekki við færslu er mikilvægt að hafa samband við Landsbankann í síma 410 4000 til að loka viðkomandi greiðslukorti áður en endurkröfuferlið er sett af stað. Utan opnunartíma bankans má hringja í vaktþjónustu Visa í síma 525 2200.

Ef þú kannast við færsluna en vilt gera athugasemd er mikilvægt að byrja á því að hafa samband við söluaðila og tilkynna það sem fyrst. Ef söluaðili getur ekki lagfært færsluna er hægt að setja endurkröfuferlið af stað.

Endurkröfuferlið tekur mið af að hámarki 35 færslum sem ekki eru eldri en 120 daga gamlar. Hægt er að óska eftir endurkröfu á endurkröfuvef Rapyd eða hér að neðan. Til þess að minnka hættuna á að mál tefjist um of eða falli jafnvel niður þarf að tryggja að öll gögn sem styðja athugasemd við færslu fylgi umsókninni.

Ertu með athugasemd við kortafærslu vegna Covid-19 aðstæðna?

Ef söluaðili fellir niður þjónustu án þess að yfirvöld hafi gert kröfu um það myndast endurkröfuréttur, ef söluaðili leysir ekki úr málinu áður. Þá átt þú rétt á endurgreiðslu eða getur þegið gjafabréf eða inneign.

Ef söluaðili fellir niður þjónustu að kröfu yfirvalda, þ.e.a.s. ef söluaðili má ekki veita þjónustuna eða hún er ekki afbókanleg, þá verður söluaðilinn að bjóða eitthvað í staðinn eins og endurgreiðslu, inneign, inneignarnótu, breytingu á dagsetningu eða annan sanngjarnan valkost sem samræmist kaupskilmálum. Ef söluaðilinn býður ekkert af þessu þá átt þú rétt á endurkröfu.

Algengar endurkröfur

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur