Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Kóln­andi kerfi en kraft­mik­il neysla

Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.
Hagspá október 2025
22. október 2025

Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum, samkvæmt nýrri hagspá Greiningardeildar Landsbankans. Landsframleiðsla dróst saman um 1,0% í fyrra, ekki síst vegna neikvæðs framlags utanríkisviðskipta, en á þessu ári eru horfur á 1,5% hagvexti. Svo virðist sem kröftug einkaneysla og aukinn útflutningur hafi glætt hagkerfið lífi á yfirstandandi ári, en þó halda ýmsir kraftar aftur af hagvexti og kæla kerfið áfram á næstu árum.

Búast má við að verðbólga verði áfram til vandræða og horfur eru á að hún mælist enn 4,0% að meðaltali á næsta ári. Við sjáum ekki fram á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans (2,5%) verði náð á spátímanum og gerum ráð fyrir raunstýrivöxtum í kringum í 2,6% í lok spátímans.

Greina má skýr merki um hægari umsvif í efnahagslífinu um þessar mundir og smám saman minnkandi spennu á vinnumarkaði. Fyrirtækin virðast hafa færri áform um fjárfestingar og ráðningar og dregið hefur úr innflutningi ýmiss konar fjárfestingarvara. Við búumst við að viðvarandi hátt vaxtastig komi í auknum mæli til með að halda aftur af fjárfestingu á næstu misserum. Því má búast við að atvinnuleysi haldi áfram að aukast lítillega næstu tvö árin.

Útflutningshorfur eru ágætar. Áfram má búast við að greinar á borð við hugverkaiðnað og fiskeldi færi hagkerfinu útflutningsvöxt á næstu árum. Að auki má ætla að stórfelld fjárfesting í gagnaverum skili sér með tímanum í auknum þjónustuútflutningi. Þá eru horfur á að álútflutningur hafi náð sér á strik eftir lognmollu í fyrra þegar raforkuskerðingar héldu aftur af framleiðslunni. Þó er ljóst að ýmsar útflutningsgreinar gætu átt undir högg að sækja á næstu misserum: Sterkt gengi krónunnar þyngir róðurinn, sem og óvissa í alþjóðaviðskiptum og auk þess eru horfur á takmörkuðum aflaheimildum næsta árið. Gjaldþrot Play bætir ekki úr skák og gæti fækkað ferðamönnum lítillega til skamms tíma og aukið atvinnuleysi. Við teljum að umsvif í ferðaþjónustu standi nokkurn veginn í stað á næstu árum.

Á móti auknum slaka víðs vegar í efnahagslífinu vegur sterk staða heimila landsins. Þótt hægi á launahækkunum má telja horfur á að kaupmáttur haldi áfram að aukast smám saman og þannig geti almenningur að jafnaði viðhaldið háu neyslustigi. Sterk innlánastaða heimila ýtir einnig undir neyslu og þrátt fyrir minnkandi spennu í atvinnulífinu sjáum við fram á aukna einkaneyslu öll ár spátímans, sem nær til ársins 2028. 

Helstu atriði hagspár

  • Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári, 1,7% á næsta ári, 2,2% árið 2027 og 2,4% árið 2028, gangi spáin eftir. Vöxturinn verður ekki síst borinn uppi af seiglu í neyslu en einnig lítillega auknum útflutningi.
  • Verðbólga hjaðnar löturhægt, samkvæmt spánni, enda verður henni viðhaldið af kröftugu neyslustigi, þótt háir raunvextir vegi á móti. Útlit er fyrir 4,1% meðalverðbólgu á þessu ári, 4,0% á næsta ári, 3,6% árið 2027 og 3,3% árið 2028.
  • Vextir verða lækkaðir hægt og rólega í takt við hæga hjöðnun verðbólgu. Við spáum 7,25% stýrivöxtum í lok næsta árs, 6,50% í lok árs 2027 og 5,75% í lok spátímans.
  • Einkaneysla eykst smám saman öll ár spátímans. Uppsafnaður sparnaður síðustu ára kyndir undir eftirspurn og aukinn kaupmáttur styður við neysluna. Einkaneysla eykst mest á yfirstandandi ári, um 3,0%. Svo má ætla að hátt raunvaxtastig og minnkandi launaskrið hægi á vextinum og einkaneysla aukist  um 2,3% á næsta ári og um 2,1% árið 2027.
  • Fjárfesting eykst flest ár spátímans en nettast að miklu leyti út með innflutningi á fjárfestingarvörum, ekki síst fjárfesting í atvinnuvegum á borð við gagnaver og landeldi.
    - Horfur eru á tiltölulega kraftlítilli íbúðafjárfestingu, 3,5% samdrætti á þessu ári og hóflegum vexti árin á eftir.
    - Búast má við að opinber fjárfesting aukist aðeins lítið á þessu ári en taki við sér á næsta ári og aukist þá um 8,5%, meðal annars vegna fjárfestinga í samgönguinnviðum og uppbyggingu nýs Landspítala.
    - Á þessu ári og því næsta verður atvinnuvegafjárfesting borin uppi af gagnaverafjárfestingu og einnig fjárfestingu í tengslum við landeldi. Lognmolla kemur til með að einkenna fjárfestingu í ýmsum öðrum greinum, þar til á seinni tveimur árum spátímans þegar atvinnuvegafjárfesting, svo sem í orkugeiranum, tekur við sér. Þrátt fyrir það má búast við samdrætti í heildaratvinnuvegafjárfestingu árið 2027, þegar gagnaversuppbyggingu lýkur.
  • Útflutningshorfur eru nokkuð stöðugar og við spáum hóflegum útflutningsvexti öll ár spátímans. Við búumst við að útflutningur álafurða aukist á næsta ári, útflutningur sjávarafurða dragist saman og ferðaþjónustan standi í stað. Áfram gerum við ráð fyrir að hugverkaiðnaður, á borð við framleiðslu lyfja og lækningavara, sem og landeldi, færi hagkerfinu útflutningsvöxt á næstu árum.
  • Ætla má að hægari gangur í atvinnulífinu speglist í síminnkandi spennu á vinnumarkaði. Við teljum horfur á að atvinnuleysi, sem telja má að verði 3,8% að meðaltali á þessu ári, haldi áfram að aukast lítillega og mælist 4,1% að meðaltali á næsta ári og svo 4,2% á seinni tveimur árum spátímans.
  • Aukinn slaki á vinnumarkaði hægir á launaskriði og samkvæmt spánni hækka laun þó nokkuð hægar en almennt síðustu ár. Eftir þó nokkrar launahækkanir á þessu ári, sem gætu slagað upp í 7,8% að meðaltali, spáum við 6,2% hækkun á næsta ári, 5,5% hækkun árið 2027 og 5,4% hækkun 2028.
  • Við teljum að áfram hægi á íbúðaverðshækkunum fram á mitt næsta ár og spáum 5,6% meðalhækkun á þessu ári og 4,1% hækkun á því næsta. Svo teljum við að smám saman lifni yfir íbúðamarkaðnum árin á eftir, en þó með hóflegum hækkunum: 5,0% árið 2027 og 6,0% árið 2028.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
28. nóv. 2025
1,2% hagvöxtur á þriðja fjórðungi
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.
Epli
27. nóv. 2025
Verðbólga ekki minni í fimm ár
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.
Byggingakrani
24. nóv. 2025
Vikubyrjun 24. nóvember 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.
Ferðamenn
21. nóv. 2025
Ferðamenn mun fleiri á þessu ári en því síðasta – en fækkaði í október
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.