Lánaheimild

Nýttu lána­heim­ild­ina eins og þér hent­ar

Hvernig virkar lánaheimildin?

Lánaheimildin þín gerir þér kleift að taka skammtímalán eða stilla heimildir þegar þér hentar. Þú getur skipt henni að vild milli yfirdráttar, kreditkorta og Aukaláns.

Hvað hefur áhrif á lánaheimildina mína?

Lánaheimildin er reiknuð sérstaklega fyrir hvern viðskiptavin. Hún byggir á sjálfvirku mati sem tekur tillit til fjárhags- og viðskiptasögu þinnar og getur breyst á milli mánaða.

Hófleg skuldsetning og sparnaður hafa jákvæð áhrif á matið, vanskil hafa neikvæð áhrif. Til að viðhalda góðu mati er mikilvægt að haga skuldsetningu í samræmi við greiðslugetu og greiða afborganir lána á tilsettum tíma.

Þú getur sótt um tímabundna hækkun lánaheimildar í appinu.

Skipulagning framkvæmda

Hvað kostar að taka skammtímalán?

Óvænt útgjöld eða tekjufall geta valdið því að stundum þarf að taka lán til skamms tíma og með litlum fyrirvara. Ýmis skammtímalán eru í boði og það borgar sig að kanna hvar hægt er að fá bestu kjörin.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur