Lánaheimild

Skjámynd úr appi

Nýttu lána­heim­ild­ina eins og þér hent­ar

Hvernig virkar lánaheimildin?

Lánaheimildin þín gerir þér kleift að taka skammtímalán eða stilla heimildir þegar þér hentar. Þú getur skipt henni að vild milli yfirdráttar, kreditkorta og Aukaláns.

Hvað hefur áhrif á lánaheimildina mína?

Lánaheimildin er reiknuð sérstaklega fyrir hvern viðskiptavin. Hún byggir á sjálfvirku mati sem tekur tillit til fjárhags- og viðskiptasögu þinnar og getur breyst á milli mánaða.

Hófleg skuldsetning og sparnaður hafa jákvæð áhrif á matið, vanskil hafa neikvæð áhrif. Til að viðhalda góðu mati er mikilvægt að haga skuldsetningu í samræmi við greiðslugetu og greiða afborganir lána á tilsettum tíma.

Þú getur sótt um tímabundna hækkun lánaheimildar í appinu.

Rafræn greiðsla

Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?

Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-44% ársvöxtum. Og það er slatti!

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur