Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins 2025

Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 nam 7,9 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 10,0% samanborið við 9,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
30. apríl 2025
  • Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 nam 7,9 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra.
  • Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 10,0% samanborið við 9,3% á sama tímabili árið áður.
  • Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,7%, samanborið við 2,9% á sama tímabili 2024. Vaxtamunur heimila var 2,1% og er hann sá sami og árið 2024.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 14,8 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur voru 3,0 milljarðar króna. Báðir liðir hækka á milli ára.
  • Kostnaðarhlutfallið var 38,7%, samanborið við 33,6% á sama tímabili árið 2024.
  • Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 23,6% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir heildarkröfu um 20,4% eiginfjárgrunn.
  • Bankinn lauk í febrúar við sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)) að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala en um var að ræða fyrstu AT1 útgáfu bankans. Þá gaf bankinn út víkjandi forgangsbréf fyrir 500 milljónir í norskum krónum annars vegar og 1.300 milljónir í sænskum krónum hins vegar. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfunum.
  • Á aðalfundi bankans þann 19. mars 2025 var samþykkt að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013 munu því nema 210,6 milljörðum króna í lok árs.
  • Uppgjör og afhending hlutafjár vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025 og tók bankinn þá við rekstri félagsins.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

 „Afkoma bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins var traust. Hagnaðurinn nam 7,9 milljörðum króna og arðsemi eiginfjár var 10,0%, samanborið við 9,3% á sama tímabili í fyrra.

Uppgjörið nú er það fyrsta síðan bankinn tók við rekstri TM og samvinnan fer vel af stað. Á þessum fyrstu vikum frá því kaupin gengu í gegn hefur mikið áunnist, m.a. hafa þrjú útibú bankans og TM verið sameinuð og lokið var við flókna yfirfærslu á tölvukerfum. Við finnum fyrir velvild og áhuga á þessum breytingum hjá viðskiptavinum og munum kynna ýmsar nýjungar í tryggingaþjónustu áður en langt um líður. Rekstur tryggingafélags og banka fer vel saman og býður upp á möguleika á betri og fjölbreyttari fjármálaþjónustu. TM kemur inn í uppgjör bankans frá byrjun mars og uppgjörið sýnir því einn mánuð af rekstri félagsins. Afkoma af vátryggingarstarfsemi var góð í mars en lækkun á fjárfestingareignum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum varð til þess að heildarafkoman var neikvæð.

Á Akureyri sameinaðist starfsemi Landsbankans og TM í nýju og glæsilegu húsnæði við Hofsbót í hjarta bæjarins. Landsbankinn er með samtengda þjónustu um land allt og ásamt frábæru app og netbanka geta viðskiptavinir fengið persónulega þjónustu hjá starfsfólki 34 útibúa um allt land, í öflugu þjónustuveri bankans auk þess sem spjallmennið á landsbankinn.is leysir úr mörgum fyrirspurnum. Við sjáum að það er ánægja með þjónustu bankans sem við rekjum beint til öflugrar og samþættrar þjónustu, sanngjarna kjara og frábærs starfsfólks.

Á mánudaginn var tilkynnt um að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefði hækkað lánshæfismat bankans upp í A-flokk, úr BBB+ í A-. Við erum hæstánægð með breytinguna enda höfum við markvisst unnið að því að hækka lánshæfi bankans með því að bæta fjármagnsskipan hans. Undanfarin ár hafa kröfur til kerfislega mikilvægra banka um fjármagnsskipan aukist og því felst mikil viðurkenning í niðurstöðu S&P. Hærri lánshæfiseinkunn endurspeglar góðan aðgang bankans að mörkuðum, traustan rekstur og að bankinn er vel fjármagnaður.

Óróleiki á mörkuðum og óvissa í alþjóðamálum setti mark sitt á fjórðunginn með ýmsum hætti. Hægt hefur á útlánavexti, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem sum hver bíða átekta með fjárfestingar og aðrar ákvarðanir. Við þessar aðstæður er gott að vita til þess að almennt er fjárhagsstaða fyrirtækja og einstaklinga sterk. Í óvissu leynast líka oft tækifæri og á fjórðungnum luku Landsbréf við fjármögnun á nýjum 15 milljarða króna framtakssjóði, Horni V, sem fylgir eftir góðum árangri hinna fjögurra Hornssjóðanna sem á undan komu.

Landsbankinn býður áfram mjög samkeppnishæfa vexti bæði í innlánum og útlánum. Traustur rekstur bankans gerir okkur kleift að viðhalda 2,1% vaxtamun heimila en skila jafnframt ásættanlegri arðsemi í rekstri bankans og greiða hluthöfum jafnan arð. Bankinn er með ánægðustu viðskiptavini meðal viðskiptabankanna. Árangur bankans er góður og starfsfólk leggur sig fram við að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Þrátt fyrir krefjandi ytra umhverfi er bankinn í sterkri stöðu til að styðja við íslenskt samfélag.“

Helstu atriði úr rekstri og efnahag á fyrsta ársfjórðungi (1F) 2025

Rekstur:

  • Hagnaður á 1F 2025 nam 7,9 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2024.
  • Arðsemi eiginfjár var 10,0% á 1F 2025, samanborið við 9,3% á sama tímabili 2024.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 14,8 milljarðar króna en þær námu 14,4 milljörðum króna á sama tímabili 2024.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 3 milljörðum króna en voru 2,7 milljarðar króna á 1F 2024.
  • Virðisbreyting útlána og krafna var neikvæð um 331 milljón króna á 1F 2025.
  • Uppgjör og afhending á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025, en samkvæmt drögum að kaupverðsaðlögun er endanlegt heildarkaupverð 32,2 milljarðar króna. TM er flokkað sem dótturfélag Landsbankans frá afhendingardegi og tap af rekstri TM á tímabilinu 28. febrúar til 31. mars 2025 að fjárhæð 347 milljónir króna, er fært í samstæðureikninginn.

Efnahagur:

  • Útlán jukust um 0,3% á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025, eða um 5,7 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 2,3 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 8,7 milljarða króna en vegna gengisáhrifa að fjárhæð 5,2 milljarðar króna er heildaraukningin 3,5 milljarðar króna.
  • Innlán jukust um 1,3% frá áramótum, eða um 15,8 milljarða króna. Innstæður á sparireikningum í appi jukust um 6,6%.
  • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í íslenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans var 221% í lok 1F 2025, samanborið við 272% í lok 1F 2024.

Lykiltölur samstæðunnar

Rekstur

Fjárhæðir í milljónum króna

  1F 2025 1F 2024 Breyting Breyting% 2024 2023
Hagnaður tímabilsins 7.940 7.156 784 11,0% 37.508 33.167
Hreinar vaxtatekjur 14.800 14.383 417 2,9% 57.197 57.559
Hreinar þjónustutekjur 3.004 2.736 268 9,8% 11.405 11.153
Afkoma af vátryggingasamningum 270 0 270
Aðrar rekstrartekjur 1.086 442 644 145,7% 11.101 5.136
Rekstrartekjur 19.160 17.561 1.599 9,1% 79.703 73.848
Laun og launatengd gjöld (4.465) (4.233) (232) 5,5% (16.534) (15.866)
Annar rekstrarkostnaður (3.068) (2.586) (482) 18,6% (10.202) (10.092)
Rekstrargjöld (8.204) (7.419) (785) 10,6% (29.333) (28.248)

Efnahagur

Fjárhæðir í milljónum króna

  31.03.2025 31.03.2024 Breyting Breyting% 31.12.2025 31.12.2024 Breyting Breyting%
Heildareignir 2.257.092 2.032.436 224.656 11,1% 2.257.092 2.181.759 75.333 3,5%
Útlán til viðskiptavina 1.813.168 1.667.343 145.825 8,7% 1.813.168 1.807.437 5.731 0,3%
Innlán frá viðskiptavinum 1.244.229 1.103.350 140.879 12,8% 1.244.229 1.228.444 15.785 1,3%
Eigið fé 313.698 310.828 2.870 0,9% 313.698 324.649 -10.951 -3,4%

Kennitölur

  1F 2025 1F 2024 31.12.2024 31.12.2023
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 10,0% 9,3% 12,1% 11,6%
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna 2,7% 2,9% 2,7% 3,0%
Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna 1,4% 1,4% 1,3% 1,4%
Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T)* 38,7% 33,6% 32,4% 33,7%
Samsett hlutfall 84,8%
  31.03.2025 31.03.2024 31.12.2024 31.12.2023
Eiginfjárhlutfall alls 23,6% 24,9% 24,3% 23,6%
Samtals MREL fjármögnun 38,1% 39,6% 38,2% 37,9%
Samtals undirskipuð MREL fjármögnun 26,3% 25,5% 23,6%
Gjaldþolshlutfall 1,38%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 161% 157% 143% 145%
Heildarlausafjárþekja 221% 272% 164% 181%
Lausafjárþekja erlendra mynta EUR 1.197% 947% 951% 1.499%
Vandræðalán 1,1% 1,0% 1,1% 1,0%
Meðalstöðugildi 861 824 811 849
Stöðugildi í lok tímabils 926 826 822 817

*K/T - Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána).

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.