- Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2025 nam 18,3 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,4 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi.
- Arðsemi eiginfjár var 11,5% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
- Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9% og vaxtamunur heimila á tímabilinu var 2,1%.
- Hreinar vaxtatekjur voru 32,5 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur voru 6,2 milljarðar króna.
- Afkoma TM á tímabilinu 28. febrúar til 30. júní 2025 af vátryggingarsamningum var 925 milljónir króna, þar af 655 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi. Samsett hlutfall TM, 93,2%, er samanlagt tjónshlutfall, kostnaðarhlutfall og endurtryggingarhlutfall reiknað út frá tekjum af vátryggingarsamningum á fyrri helmingi ársins 2025.
- Kostnaðarhlutfall var 35,8%, samanborið við 33,1% á sama tímabili árið 2024.
- Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,0% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir heildarkröfu um 20,4% eiginfjárgrunn.
- Bankinn lauk í febrúar við sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)) að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Þetta var fyrsta AT1 útgáfa bankans. Þá gaf bankinn út víkjandi forgangsbréf fyrir 500 milljónir í norskum krónum annars vegar og 1.300 milljónir í sænskum krónum hins vegar. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfunum.
- Á aðalfundi bankans þann 19. mars 2025 var samþykkt að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013 munu því nema 210,6 milljörðum króna í lok árs.
- Uppgjör og afhending hlutafjár vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025 og tók bankinn þá við rekstri félagsins. Aðalfundur TM, sem haldinn var 29. apríl 2025, samþykkti tillögu stjórnar um að greiða arð til hluthafa vegna reikningsársins 2024 sem næmi 2,5 milljörðum króna.
- Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í lok apríl að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:
„Gott hálfsársuppgjör bankans sýnir hversu vel hann stendur. Breidd í þjónustu skilar sér í jöfnum og góðum rekstri og stöðugar framfarir efla ánægju viðskiptavina. Talsverðar vendingar hafa verið á mörkuðum síðustu þrjá mánuði sem hefur áhrif á afkomu af fjárfestingareignum en þjónustutekjur aukast frá sama tíma í fyrra. Það er ánægjulegt að þrátt fyrir viðvarandi hátt vaxtastig hafa vanskil ekki aukist.
Töluvert hefur hægt á íbúðaútlánum bankans, samhliða minnkandi eftirspurn eftir óverðtryggðum íbúðalánum. Á hinn bóginn hafa lán til fyrirtækja aukist jafnt og þétt. Góður vöxtur er í innlánum og markaðsfjármögnun hefur sömuleiðis gengið vel. Útgáfa bankans á 300 milljóna evra grænum skuldabréfum í júní var á bestu kjörum sem bankinn hefur fengið í mörg ár en útgáfan kom í kjölfar hækkunar á lánshæfismati bankans. Með þessari útgáfu er öll almenn skuldabréfaútgáfa bankans í evrum nú orðin græn.
Samþætting TM í samstæðu Landsbankans gengur vel. Við höfum gert ýmsar breytingar á skipulagi og starfsháttum til að styrkleikar samstæðunnar nýtist sem best og árangurinn hingað til lofar góðu. Áhersla okkar er á að auka hlutdeild TM á tryggingamarkaði með því að efla tryggingasölu í gegnum dreifinet Landsbankans sem og að viðhalda sterkum viðskiptasamböndum TM, sér í lagi meðal fyrirtækja.
Landsbankinn auglýsti nýverið til sölu hið fallega og sögufræga hús að Austurstræti 11 og þrjú samtengd hús. Ekki er komin niðurstaða í söluferlið en áhersla er lögð á að vanda til verka. Saga bankans í miðborginni er löng og hið sama má segja um TM sem í júní sl. flutti skrifstofustarfsemi sína aftur í miðborgina, að Kalkofnsvegi. Um leið fluttust 24 starfsmenn frá TM til bankans og útibú TM sameinaðist útibúi bankans í Reykjastræti 6. Líkt og á við um Landsbréf samnýtir TM margvíslega þjónustu með Landsbankanum. Náin samvinna innan samstæðu er lykillinn að því að ná árangri og halda áfram að veita viðskiptavinum frábæra þjónustu. Með því að nýta alla okkar styrkleika til að styðja viðskiptavini stuðlum við að farsælli framtíð þeirra og samfélagsins alls.“
Helstu atriði úr rekstri og efnahag á öðrum ársfjórðungi (2F) 2025
Rekstur:
- Hagnaður á 2F 2025 nam 10,4 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 9,0 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2024.
- Arðsemi eiginfjár var 13,0% á 2F 2025, samanborið við 11,7% á sama tímabili 2024.
- Hreinar vaxtatekjur voru 17,7 milljarðar króna en þær námu 14,8 milljörðum króna á sama tímabili 2024.
- Hreinar þjónustutekjur námu 3,2 milljörðum króna en voru 2,6 milljarðar króna á 2F 2024.
- Virðisbreyting útlána og krafna var jákvæð um 256 milljónir króna á 2F 2025.
- Afkoma af vátryggingarsamningum var 655 milljónir króna á 2F 2025. Samsett hlutfall TM á tímabilinu var 87,9%.
Efnahagur:
- Útlán jukust um 1,1% frá áramótum, eða um 20,7 milljarða króna. Útlán til einstaklinga jukust um 0,2 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 20,5 milljarða króna en vegna gengisáhrifa að fjárhæð 12,1 milljarður króna er heildaraukningin 32,8 milljarðar króna.
- Innlán jukust um 0,9% frá áramótum, eða um 10,8 milljarða króna. Innstæður á sparireikningum í appi jukust um 12%.
- Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í ís- lenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans var 234% í lok 2F 2025, samanborið við 177% í lok 2F 2024.
Lykiltölur samstæðunnar
Rekstur
Fjárhæðir í milljónum króna
1H 2025 | 1H 2024 | Breyting | Breyting% | 2F 2025 | 2F 2024 | Breyting | Breyting% | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hagnaður tímabilsins | 18.322 | 16.121 | 2.201 | 13,7% | 10.382 | 8.965 | 1.417 | 15,8% |
Hreinar vaxtatekjur | 32.462 | 29.135 | 3.327 | 11,4% | 17.662 | 14.752 | 2.910 | 19,7% |
Hreinar þjónustutekjur | 6.205 | 5.378 | 827 | 15,4% | 3.201 | 2.642 | 559 | 21,2%) |
Afkoma af vátryggingasamningum | 1.039 | - | 1.039 | - | 769 | - | - | - |
Aðrar rekstrartekjur | 2.128 | 2.874.191 | (746) | (26,0%) | 1.042 | 2.432 | (1.390) | (57,2%) |
Rekstrartekjur | 41.834 | 37.387 | 4.447 | 11,9% | 22.674 | 19.826 | 2.848 | 14,4% |
Laun og launatengd gjöld | (9.165) | (8.423) | (742) | 8,8% | (4.700) | (4.190) | (510) | 12,2% |
Annar rekstrarkostnaður | (5.837) | (5.077) | (760) | 15,0% | (2.769) | (2.491) | (278) | 11,2% |
Rekstrargjöld | (16.372) | (14.736) | (1.636) | 11,1% | (8.168) | (7.317) | (851) | 11,6% |
Efnahagur
Fjárhæðir í milljónum króna
30.6.2025 | 31.12.2024 | Breyting | Breyting% | |
---|---|---|---|---|
Heildareignir | 2.305.038 | 2.181.759 | 123.279 | 5,7% |
Útlán til viðskiptavina | 1.828.139 | 1.807.437 | 20.702 | 1,1% |
Innlán frá viðskiptavinum | 1.239.280 | 1.228.444 | 10.836 | 0,9% |
Eigið fé | 324.079 | 324.649 | (570) | (0,2%) |
Kennitölur
1H 2025 | 1H 2024 | 2F 2025 | 2F 2024 | |
---|---|---|---|---|
Arðsemi eigin fjár eftir skatta | 11,5% | 10,5% | 13,0% | 11,7% |
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna | 2,9% | 2,9% | 3,1% | 2,9% |
Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna | 1,3% | 1,3% | 1,3% | 1,3% |
Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T)* | 35,8% | 33,1% | 33,3% | 32,5% |
30.06.2025 | 31.12.2024 | 31.12.2023 | 31.12.2022 | |
---|---|---|---|---|
Eiginfjárhlutfall alls | 24,0% | 24,3% | 23,6% | 24,7% |
Samtals MREL-fjármögnun | 38,3% | 38,2% | 37,9% | 40,4% |
Samtals undirskipuð MREL-fjármögnun | 26,5% | 25,5% | 23,6% | - |
Fjármögnunarþekja erlendra mynta | 168% | 143% | 145% | 132% |
Heildarlausafjárþekja | 234% | 164% | 181% | 134% |
Lausafjárþekja erlendra mynta EUR (LCR FX til og með 2022) | 661% | 951% | 1.499% | 351% |
Vandræðalán | 0,8% | 1,1% | 1,0% | 1,0% |
Meðalstöðugildi | 925 | 811 | 849 | 843 |
Stöðugildi í lok tímabils | 927 | 822 | 817 | 813 |
*K/T - Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána).









