Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Upp­gjör Lands­bank­ans fyr­ir fyrstu níu mán­uði árs­ins 2025

Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 nam 29,5 milljörðum króna eftir skatta, þar af 11,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 12,2% samanborið við 11,7% á sama tímabili árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9%.
Austurbakki
23. október 2025
  • Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 nam 29,5 milljörðum króna eftir skatta, þar af 11,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi.
  • Arðsemi eiginfjár var 12,2% samanborið við 11,7% á sama tímabili árið áður.
  • Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9%.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 49,4 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur voru 9,2 milljarðar króna.
  • Afkoma TM á tímabilinu 28. febrúar til 30. september 2025 af vátryggingarsamningum var 1,5 milljarðar króna, þar af 528 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Samsett hlutfall TM er 88,7% á fyrstu níu mánuðum ársins 2025.
  • Kostnaðarhlutfall var 33,2%, samanborið við 32,3% á sama tímabili árið 2024.
  • Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,0% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir heildarkröfu um 20,4% eiginfjárgrunn.
  • Landsbankinn innti síðari hluta arðgreiðslu ársins til hluthafa af hendi þann 17. september sl. en gjalddagi fyrri greiðslunnar var 26. mars sl. Samtals námu arðgreiðslur ársins 18.891 milljón króna.
  • Ungu fólki (18-24 ára) sem átti viðskipti með sjóði Landsbréfa fjölgaði um 45% miðað við sama tímabil í fyrra. Ungu fólki sem ávaxtar viðbótarlífeyrissparnað sinn hjá bankanum fjölgaði um 31%.
  • Í lok júlí tók Landsbankinn tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna var 2,85 milljarðar króna.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Afkoman á fyrstu níu mánuðum ársins er góð og byggir á árangri allra sviða bankans. Afkoman af tryggingum var sömuleiðis góð og vel hefur gengið að samstilla starfsemi TM og Landsbankans þannig að  styrkleikar beggja félaga nýtist sem best. Þá er sérlega ánægjulegt að ungt fólk velur í auknum mæli að fjárfesta til framtíðar hjá Landsbankanum. Kostnaðarhlutfall á fyrstu níu mánuðum ársins var 33% og hefur sjaldan verið lægra. Í kjölfar dóms Hæstaréttar höfum við gjaldfært varúðarfærslu upp á 2,4 milljarða vegna þess hluta lánasafns bankans sem varðar fasteignalán til neytenda.

Útlánavöxtur var hóflegur og var allur hjá fyrirtækjum. Við gerum ekki ráð fyrir miklum útlánavexti á næstunni og við finnum fyrir hægari umsvifum hjá fyrirtækjum, líkt og fjallað er um í nýrri hagspá Greiningardeildar Landsbankans sem kom út í gær. Þá varð samdráttur í íbúðalánum sem skýrist af því að fleiri velja verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum. Við munum leggja okkur fram við að bjóða samkeppnishæf íbúðalán, hvort sem er fyrir fyrstu kaupendur eða aðra. Í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Íslandsbanka erum við nú að fara fara yfir skilmála um breytilega vexti á nýjum íbúðalánum og er sú vinna á lokametrunum. Landsbankinn er stærsti lánveitandinn á íbúðalánamarkaði og við höfum lagt áherslu á að vinna þetta mál hratt og vel enda mikilvægt að draga úr óvissu eins og kostur er við þessar aðstæður.

Töluverð tímamót urðu í sögu bankans í júlí þegar Landsbankinn seldi Austurstræti 11 og þrjú samtengd hús í Hafnarstræti. Á undanförnum árum höfum við fækkað fermetrum í rekstri bankans um 40%. Við leggjum áfram áherslu á traustan rekstur og stöðuga framför og setjum okkur í spor viðskiptavina sem skilar ánægðum viðskiptavinum og langtíma viðskiptasamböndum. Það er kjarninn í því hvernig við hugsum um rekstur bankans.“

Helstu atriði úr rekstri og efnahag á þriðja ársfjórðungi (3F) 2025

Rekstur:

  • Hagnaður á 3F 2025 nam 11,1 milljarði króna eftir skatta, samanborið við 10,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2024.
  • Arðsemi eiginfjár var 13,5% á 3F 2025, samanborið við 14,0% á sama tímabili 2024.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 16,9 milljarðar króna en þær námu 15,0 milljörðum króna á sama tímabili 2024.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 3,0 milljörðum króna en voru 2,7 milljarðar króna á 3F 2024.
  • Virðisrýrnun útlána og krafna nam 3,0 milljörðum króna á 3F 2025, þar af er 2,4 milljarða króna varúðarfærsla vegna óvissu um niðurstöðu dómsmála. Vanskil eru enn lág.
  • Afkoma TM af vátryggingarsamningum var 528 milljónir króna á 3F 2025. Samsett hlutfall TM á tímabilinu var 90,6%.

Efnahagur:

  • Útlán jukust um 2,7% frá áramótum, eða um 49,5 milljarða króna. Útlán til einstaklinga drógust saman um 0,3 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 49,9 milljarða króna en vegna gengisáhrifa að fjárhæð 11,6 milljörðum króna er heildaraukningin 61,1 milljarður króna.
  • Innlán jukust um 1,9% frá áramótum, eða um 23,1 milljarð króna. Innstæður á sparireikningum í appi hafa aukist um 18% frá ármótum.
  • Bankinn fylgist náið með og stýrir lausafjáráhættu sinni í heild, í erlendum myntum og í ís- lenskum krónum. Lausafjárhlutfall bankans var 229% í lok 3F 2025, samanborið við 164% í lok árs 2024.

Lykiltölur samstæðunnar

Rekstur

Fjárhæðir í milljónum króna

  9M 2025 9M 2024 Breyting Breyting% 3F 2025 3F 2024 Breyting Breyting%
Hagnaður tímabilsins 29.455 26.908 2.547 9,5% 11.133 10.787 346 3,2%
Hreinar vaxtatekjur 49.369 44.090 5.279 12,0% 16.907 14.955 1.952 13,1%
Hreinar þjónustutekjur 9.184 8.068 1.116 13,8% 2.979 2.690 289 10,7%
Afkoma af vátryggingasamningum 1.747 1.747 708 708
Aðrar rekstrartekjur 3.520 6.445 ( 2.925) (45,4%) 1.392 3.571 ( 2.179) (61,0%)
Rekstrartekjur 63.820 58.603 5.217 8,9% 21.986 21.216 770 3,6%
Laun og launatengd gjöld (13.034) (12.005) (1.029) 8,6% (3.869) (3.582) (287) 8,0%
Annar rekstrarkostnaður (8.370) (7.569) (801) 10,6% (2.533) (2.492) (41) 1,6%
Rekstrargjöld (23.432) (21.529) (1.903) 8,8% (7.060) (6.793) (267) 3,9%

Efnahagur

Fjárhæðir í milljónum króna

  30.09.2025 31.12.2024 Breyting Breyting%
Heildareignir 2.297.601 2.181.759 115.842 5,3%
Útlán til viðskiptavina 1.856.955 1.807.437 49.518 2,7%
Innlán frá viðskiptavinum 1.251.582 1.228.444 23.138 1,9%
Eigið fé 335.213 324.649 10.564 3,3%

Kennitölur

  9M 2025 9M 2024 3F 2025 3F 2024
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 12,2% 11,7% 13,5% 14,0%
Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu eigna 2,9% 2,9% 2,9% 2,8%
Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna 1,3% 1,3% 1,1% 1,1%
Kostnaður sem hlutfall af tekjum (K/T)* 33,2% 32,3% 28,5% 30,7%
  30.9.2025 30.6.2025 31.12.2024 31.12.2023 31.12.2022
Eiginfjárhlutfall alls 24,0% 24,0% 24,3% 23,6% 24,7%
Samtals MREL fjármögnun 39,2% 38,3% 38,2% 37,9% 40,4%
Samtals undirskipuð MREL fjármögnun 26,7% 26,5% 25,5% 23,6%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 173% 168% 143% 145% 132%
Heildarlausafjárþekja 229% 234% 164% 181% 134%
Lausafjárþekja erlendra mynta EUR (LCR FX til og með 2022) 1236% 661% 951% 1499% 351%
Vandræðalán 0,9% 0,8% 1,1% 1,0% 1,0%
Meðalstöðugildi 948 925 811 849 843
Stöðugildi í lok tímabils 948 927 822 817 813

*K/T = Rekstrargjöld alls/(Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).

Þú gætir einnig haft áhuga á
17. júlí 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2025
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2025 nam 18,3 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,4 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,5% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
16. júní 2025
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Skuldabréfin bera 3,50% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 135 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
Austurbakki
30. apríl 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 nam 7,9 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 7,2 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 10,0% samanborið við 9,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.