Sjálfbær fjármál

Sjálfbær fjármálaumgjörð

Sjálfbær fjármálaumgjörð (e. Sustainable finance framework) myndar ramma um fjármögnun bankans á umhverfisvænum og félagslegum verkefnum.

Stuðlar að sjálfbærni

Umgjörðin er vottuð af alþjóðlega matsfyrirtækinu Sustainalytics sem er leiðandi á þessu sviði. Hún skilgreinir með skýrum hætti hvaða verkefni stuðla að sjálfbærni og tryggir gagnsæi.

Fjármálaumgjörðin byggir á viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði (ICMA) og nýlegum viðmiðum Evrópusambandsins (EU Taxonomy) varðandi græna og félagslega fjármögnun, sem búist er við að verði ríkjandi viðmið á sjálfbærum fjármálamörkuðum. Umgjörðin var þróuð af þverfaglegum hópi sérfræðinga innan bankans.

Með því að gefa út sjálfbæra fjármálaumgjörð aukast möguleikar okkar á að fjármagna sjálfbær verkefni.

Nánar um sjálfbærnivegferð okkar

Árið 2024 fengum við framúrskarandi umsagnir í UFS-áhættumati (e. ESG risk rating) frá Sustainalytics, en matið snýr að því hvernig við hugum að umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum í okkar starfsemi. Í mati Reitunar frá 2023 fengum við einnig framúrskarandi einkunn. Þessar góðu niðurstöður eru til marks um mikla vinnu okkar í þessum málum um árabil.

Á árinu 2020 var fyrsta alþjóðlega loftslagsmælinum PCAF hleypt af stokkunum en við tökum virkan þátt í þróun hans. Í júní 2021 birtum við fyrst íslenskra banka áætlaða losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánasafni okkar.

Við fylgjum markvisst fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem og viðmiðum SÞ um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB).

Við höfum lengi tekið þátt í víðtækum skuldbindingum á sviði sjálfbærni, s.s. Sáttmála SÞ um samfélagsábyrgð (UN Global Compact) og verkefni SÞ um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og nýlega skrifuðum við undir viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar svo fátt eitt sé nefnt.

Sjálfbærnidagur 2023

Sjálfbærnidagur 2023

Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.

Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld

Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni.

Fólk með hund úti í náttúrunni
Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.

Landslag
Mikilvægi mælinga á sjálfbærni og hegðun fyrirtækja

Hugmyndin á bak við einkunnagjöf um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) er að mæla hversu vel fyrirtæki standa gagnvart annarri áhættu en fjármálaáhættu.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur