Sjálfbær fjármál

Sjálfbær fjármálaumgjörð

Sjálfbær fjármálaumgjörð (e. Sustainable finance framework) myndar ramma um fjármögnun bankans á umhverfisvænum og félagslegum verkefnum.

Stuðlar að sjálfbærni

Umgjörðin er vottuð af alþjóðlega matsfyrirtækinu Sustainalytics sem er leiðandi á þessu sviði. Hún skilgreinir með skýrum hætti hvaða verkefni stuðla að sjálfbærni og tryggir gagnsæi.

Fjármálaumgjörðin byggir á viðmiðum Alþjóðasamtaka aðila á verðbréfamarkaði (ICMA) og nýlegum viðmiðum Evrópusambandsins (EU Taxonomy) varðandi græna og félagslega fjármögnun, sem búist er við að verði ríkjandi viðmið á sjálfbærum fjármálamörkuðum. Umgjörðin var þróuð af þverfaglegum hópi sérfræðinga innan bankans.

Með því að gefa út sjálfbæra fjármálaumgjörð aukast möguleikar okkar á að fjármagna sjálfbær verkefni.

Nánar um sjálfbærnivegferð okkar

Árið 2021 fengum við framúrskarandi umsagnir í UFS-áhættumati (e. ESG risk rating) frá Sustainalytics sem og Reitun, en matið snýr að því hvernig við hugum að umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum í okkar starfsemi. Þessar góðu niðurstöður eru til marks um mikla vinnu okkar í þessum málum um árabil.

Á árinu 2020 var fyrsta alþjóðlega loftslagsmælinum PCAF hleypt af stokkunum en við tökum virkan þátt í þróun hans. Í júní 2021 birtum við fyrst íslenskra banka áætlaða losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánasafni okkar.

Við fylgjum markvisst fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem og viðmiðum SÞ um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB).

Við höfum lengi tekið þátt í víðtækum skuldbindingum á sviði sjálfbærni, s.s. Sáttmála SÞ um samfélagsábyrgð (UN Global Compact) og verkefni SÞ um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og nýlega skrifuðum við undir viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar svo fátt eitt sé nefnt.

Vindmyllur

Mikilvægt að þekkja raunveruleg umhverfisáhrif banka

Í gegnum tíðina hafa bankar og aðrar fjármálastofnanir ekki verið sett undir sama hatt og verksmiðjur, flugfélög eða önnur starfsemi sem sýnilega hefur bein áhrif á umhverfið. Í dag er hinsvegar gerð skýr krafa um að bankar mæli og greini frá óbeinum umhverfisáhrifum sínum.

Ný sjálfbærniviðmið Evrópusambandsins

Nýtt flokkunarkerfi Evrópusambandsins á sviði sjálfbærra fjármála samræmir verklag og setur sjálfbærniviðmið sem fjármagnsmarkaðir geta stuðst við til að ná markmiðum í loftslagsmálum.

Raunveruleg umhverfisáhrif fjármálafyrirtækja

Við mat á umhverfisáhrifum fjármálafyrirtækja nægir ekki að skoða losun gróðurhúsalofttegunda út frá beinum rekstri heldur þarf að mæla sérstaklega raunverulegt umhverfisspor þeirra í gegnum útlán og fjárfestingar.

Loftslagsbreytingar auka og breyta áhættu í fjármálageiranum

Áhrif loftslagsbreytinga á fjármálageirann og fjármálafyrirtæki koma aðallega fram vegna tjóns á eignum, innviðum og landgæðum annars vegar og vegna svokallaðrar umbreytingaáhættu hins vegar.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur