Fjármögnun

Fjármögnun

Fjármögnun Landsbankans grundvallast á þremur meginstoðum: Innlánum frá viðskiptavinum, fjármögnun á markaði og hlutafé. Lánshæfiseinkunn Landsbankans er metin BBB/A-2 með stöðugum horfum af S&P Global Ratings.

Innlán frá viðskiptavinum
Stærstur hluti fjármögnunar Landsbankans er í formi innlána frá viðskiptavinum sem námu 900 milljörðum króna í árslok 2021 og eru að mestu leyti óverðtryggð og óbundin. Verðtryggð innlán námu 136 milljörðum króna í lok árs 2021.
Fjármögnun á markaði
Bankinn er með útgáfuramma fyrir EMTN-útgáfur á erlendum markaði, sértryggð skuldabréf og skuldabréf og víxla.
Hlutafé
Eigið fé bankans nam 283 milljörðum króna í árslok 2021 og eiginfjárhlutfallið var 26,6%.

Fjármögnun á markaði

Landsbankinn er reglulegur útgefandi á innlendum og erlendum skuldabréfamörkuðum. EMTN-útgáfur og sértryggð skuldabréf eru stærsti hluti lántöku bankans.

1. EMTN-útgáfa
Landsbankinn er með EMTN-útgáfuramma að fjárhæð 2 milljarðar evra. Fyrsta skuldabréfaútgáfa bankans undir rammanum var gefin út árið 2015 og hefur bankinn verið reglulegur útgefandi síðan. Fyrsta græna útgáfa bankans undir rammanum og með vísan í sjálfbæra skuldabréfaumgjör bankans var gerð árið 2021. Í árslok 2021 námu ótryggðar útgáfur í evrum, norskum og sænskum krónum 248 milljörðum króna og víkjandi útgáfur í evrum 15 milljörðum króna. Skuldabréfin eru skráð á Euronext Dublin.
2. Sértryggð skuldabréf
Landsbankinn gefur út sérðtryggð skuldabréf undir útgáfuramma sértryggðra skuldabréfa að fjárhæð 250 milljarðar króna. Fyrsta sértryggða útgáfan var gefin út árið 2013 með reglulegum útgáfum síðan. Útistandandi sértryggð skuldabréf námu 218 milljörðum króna í árslok 2021. Skuldabréfin eru skráð á Nasdaq Iceland.
3. Víxlar og skuldabréf
Víxlar og víkjandi útgáfur á innlendum markaði eru gefnar út undir útgáfuramma bankans fyrir víxla og skuldabréf að fjárhæð 50 milljarðar króna. Í árslok 2021 voru engir útistandandi víxlar en víkjandi skuldabréf námu 6 milljörðum króna. Skuldabréfin eru skráð á Nasdaq Iceland.

1. EMTN útgáfa

Landsbankinn gefur út skuldabréf á erlendum mörkuðum undir EMTN útgáfuramma sem heimilar útgáfu allt að tveimur milljörðum evra í mismunandi myntum, rétthæð, með föstum og breytilegum vöxtum og einnig með vísan til sjálfbærni.

Deutsche Bank er umsjónaraðili (e. arranger) skuldabréfarammans en eftirtaldir bankar eru skráðir miðlarar (e. dealers):

  • Barclays
  • BofA Merrill Lynch
  • Citigroup
  • Deutsche Bank
  • Goldman Sachs International
  • J.P. Morgan
  • Morgan Stanley
  • Nomura
  • UBS Investment Bank

Skilmálar og grunnlýsingar

2. Sértryggð skuldabréf

Landsbankinn hefur sett upp 250 milljarða króna útgáfuramma fyrir sértryggð skuldabréf.

Þann 29. apríl 2013 fékk Landsbankinn leyfi frá Fjármálaeftirlitinu til útgáfu sértryggðra skuldabréfa en leyfið er veitt með tilvísun í lög um sértryggð skuldabréf nr. 11/2008 og reglur um sértryggð skuldabréf nr. 528/2008.

Landsbankanum ber að framkvæma vikuleg álagspróf og núvirðisútreikninga á tryggingasafninu að baki skuldabréfunum og birta fjárfestum lykiltölur er tengjast útgáfunni að minnsta kosti ársfjórðungslega.

Eftirfarandi flokkar sértryggðra skuldabréfa eru útistandandi: LBANK CB 23, LBANK CB 25 og LBANK CB 27 sem eru óverðtryggðir og LBANK CBI 24, LBANK CBI 26 og LBANK CBI 28 sem eru verðtryggðir.

Grunnlýsing og viðaukar

Útgáfulýsingar

Skilmálar

Áhættuskýrslur

3. Víxlar og skuldabréf

Landsbankinn hefur sett upp 50 milljarða króna útgáfuramma fyrir víxla og skuldabréf.

Útgáfulýsingar

Skilmálar

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur