Draum­ar ræt­ast á Menn­ing­arnótt

Í félagi Harley Davidson eigenda á Íslandi, H.O.G. - Chapter Iceland, starfa að jafnaði um sjötíu manns. Frá stofnun hafa félagar farið með unga sem aldna á rúntinn á mótorhjólum á menningarnótt gegn vægu gjaldi. Afraksturinn rennur svo óskiptur til Umhyggju, félags langveikra barna.
16. ágúst 2017

Til þess að vera meðlimur í Harley Owner Group (H.O.G.) er fyrst og fremst nauðsynlegt að eiga Harley Davidson mótorhjól. Á heimsvísu eru félagar í H.O.G. vel á aðra milljón og félagsmenn eru sérstaklega hvattir til þess að láta gott af sér leiða.

„Fólk hefur oftar en ekki ákveðna sýn á mótorhjólamenn og mótorhjólafólk yfir höfuð. Við erum svolítið lituð af ákveðinni ímynd út af klæðaburðinum og þess háttar og þá einna helst leðurfatnaði og jafnvel vestum. Mig persónulega langaði t.a.m. ekki bara í eitthvert mótorhjól, mig langaði að eignast Harley Davidson og að kynnast þeirri upplifun með vindinn í andlitið. Að vera á þessari línu mótorhjólamennsku sameinar svona sitt lítið af hverju; þú heillast af ákveðnum tíðaranda, menningu og sögu og verður hluti af stóru samfélagi, svipað þenkjandi fólks með sameiginlegt áhugamál,“ segir Ívar Örn Guðmundsson varaformaður HOG - Chapter Iceland.

Fastur liður í hátíðarhöldunum

Félagið hér á landi var stofnað árið 2001 og eru meðlimir nú um 70 talsins. Góðgerðarkeyrslan hefur verið ómissandi hluti af starfi félagsskaparins, en ekki síður hátíðarhöldum á Menningarnótt í 16 ár og það verður engin undantekning núna. Fyrsta árið var ekið inn í Laugardal en síðan hefur rúnturinn hafist við Alþingishúsið og legið fyrst í hring um Tjörnina og nú eilítið styttri hring um miðbæinn.

Ferðirnar eru sérstaklega vinsælar hjá yngri kynslóðinni en fólki á öllum aldri er velkomið að fá sér far gegn vægu gjaldi. Ívar segir meðlimi skiptast á að keyra og að á deginum sjálfum séu allt að 20 hjól í notkun á sama tíma. Fleiri leggi hönd á plóg til að gera viðburð eins og þennan að veruleika. Þannig hefur TM styrkt félagið með hjálma og Shell/Orkan lagt til eldsneyti á fararskjótana fyrir daginn.

„Mottóið okkar þennan dag er það sama og alla aðra daga þegar kemur að því að vera á hjólunum – að hafa fyrst og fremst gaman af þessu og á sama tíma að hafa öryggið í fyrirrúmi. Viðburðurinn krefst töluvert mikillar skipulagningarvinnu og þar koma ekki síst konurnar okkar sterkar inn. Þetta snýst ekki bara um að reiða fólk á hjólunum heldur þarf að selja miða, setja hjálma á fólk og huga að öllum öryggisatriðum.

Krakkarnir eru svo ótrúlega ánægðir með þetta að það er alveg frábært og gleður okkur alltaf jafn mikið. En við fáum fólk á öllum aldri til okkar á þessum degi. Til dæmis hafa fullorðnar konur komið með okkur á rúntinn, eftir að hafa alla tíð dreymt um að fá að sitja aftan á mótorhjóli. Þær eru ekki síður ánægðar með þetta. Ferðamennirnir koma líka, börn sem eru lasin, fólk sem getur varla gengið og allt þar á milli. Við hjálpum fólki upp á hjólin og pössum upp á farþegana okkar. Það er mikil gleði á þessum degi,“ segir Ívar Örn.

Mjúkir menn undir leðurjökkunum

Eins og undanfarin ár rennur ágóði góðgerðaakstursins óskiptur til Umhyggju, félags langveikra barna. Ívar Örn segir það gefa meðlimum félagsins mikið að geta lagt sitt af mörkum til samtaka eins og Umhyggju og að geta þannig styrkt félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

Undir bróderuðum leðurjökkunum í H.O.G. félaginu er fólk úr öllum áttum. Í félagsskapnum er bæði fólk sem starfar með höndunum og huganum, karlar og konur, og meðlimir eru allt upp í að vera á áttræðisaldri. „Þó við séum í galla og leðri þá erum við bara ósköp venjulegir; pabbar, bræður, afar og vinir. Leðrið er aðallega til að verja okkur ef um óhapp verður að ræða, en merkingarnar ekki síst gerðar til að merkja það hvaða félagsskap við tilheyrum, hvaðan við erum og jafnvel hvert við höfum farið.

Við erum mjög þakklátir skipuleggjendum hátíðarinnar og borgaryfirvöldum fyrir að fá að halda þennan viðburð á besta tíma, ár hvert. Þetta fólk hefur fullan skilning á því hvað við erum að gera: styðja, gleðja og um leið aðeins að sýna hvers konar félagsskapur við erum,“ segir Ívar að lokum.

Góðgerðarakstur 19. ágúst 2017

Félag Harley Davidson eigenda á Íslandi, bjóða einstaklingum upp á að vera farþegar á hjólum sínum í stuttri ferð um miðborgina á Menningarnótt. Keyrslan er frá Austurvelli (framan við Alþingi), að Suðurgötu, um Skothúsveg & Tjarnargötu, svo um Vonarstræti og Templarasund að Kirkjustræti, á milli 14.00 – 16.30, kostar 1.000 kr. á einstakling sem rennur óskipt til styrktar Umhyggju.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur