Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 23 að nafnvirði 1.700 m.kr. á kröfunni 2,67% (0,74% álag á ríki) og í flokknum LBANK CBI 26 að nafnvirði 980 m.kr. á kröfunni 0,68% (0,62% álag á ríki) í útboði sínu 18. janúar. Íslandsbanki seldi bréf í flokknum ISLA CB 27 að nafnvirði 4.460 m.kr. á kröfunni 2,99% (0,85% álag á ríki) í útboði sínu 19. janúar. Arion banki hélt ekki útboð í janúar, en gaf út bréf í flokknum ARION CB 22 að nafnvirði 18.000 m.kr. í upphafi janúarmánaðar.
Mesta hreyfing á kröfunni á markaði í janúar var á ISLA CB 21 (á gjalddaga í 21 sept.) og LBANK CB 21 (á gjalddaga 30. nóv).