Vikan framundan
- Í vikunni fara fram verðmælingar vegna febrúargildis vísitölu neysluverðs.
- Í dag birtir Icelandair uppgjör.
- Á miðvikudag birta Arion banki, Íslandsbanki og Reginn uppgjör. Þennan dag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í janúar og Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í janúar.
- Á fimmtudag birta Landsbankinn og Sjóvá uppgjör.
Mynd vikunnar
Nýlega seldi ríkissjóður skuldabréf að fjárhæð 750 milljónir evra. Skuldabréfið er vaxtalaust, en var selt rétt undir nafnvirði. Ávöxtunarkrafan var 0,117%. Bréfið er á gjalddaga í apríl 2028. Til samanburðar eru sambærileg þýsk ríkisskuldabréf, á gjalddaga sitt hvoru megin við þetta bréf, með ávöxtunarkröfunni -0,72% (á gjalddaga í nóvember 2027) og -0,64% (á gjalddaga í ágúst 2029). Þetta samsvarar því að íslenska ríkið sé að borga 0,81 prósentustigi hærri vexti fyrir að fá lánað í evrum en þýska ríkið. Þetta eru mun betri kjör en síðasta útgáfa ríkissjóðs í maí 2020 þegar hann gaf út 500 milljóna evru skuldabréf á ávöxtunarkröfunni 0,667%, sem samsvar 1,29 prósentustigi í álag á sambærilegt þýskt ríkisskuldabréf.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í vikunni.
- Samhliða vaxtaákvörðuninni birti Seðlabankinn febrúarhefti Peningamála.
- Marel og Skeljungur birtu uppgjör.
- Seðlabankinn sendi forsætisráðherra greinargerð vegna þess að fór í janúar yfir fráviksmörk verðbólgumarkmiðsins.
- Það var frekar rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri í janúar.
- Verð íslenskra sjávarafurða lækkaði lítillega á síðasta ári.
- Niðurstöður síðustu ára benda til þess að langt sé á milli hugmynda og yfirlýsinga um opinberar fjárfestingar sem koma fram á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins og þess að koma þeim í framkvæmd.
- Ekki var mikil breyting á slaka á vinnumarkaði.
- Ferðamálastofa birti talnaefni um heildarfjölda erlendra ferðamanna á síðasta ári.
- Hagstofan birti bráðabirgðatölur um vöruviðskipti í janúar, vinnumarkaðinn á 4F og tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar greiðslur.
Kvika banki gaf út skuldabréf í evrum, Lykill stækkaði skuldabréfaflokkinn LYKILL 23 11 og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 8. febrúar 2021 (PDF)
Innlendar markaðsupplýsingar 8. febrúar 2021 (PDF)